Kínversk eftiröpun Volkswagen Up! Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 15:18 Gengu svo langt í eftiröpuninni að hafa örlítið breytt merki Volkswagen fremst á bílnum. Það er ekki að spyrja að dirfskunni, eða öllu heldur óforskömmuheitunum þegar kemur að því að apa eftir hönnun annarra bílaframleiðenda í Kína. Hver bíllinn á fætur öðrum hefur sprottið úr hinum ýmsu verksmiðjum í Kína þar sem fyrirmyndin eru þekktar bílgerðir annarra framleiðenda. Hér sést ein þeirra, sem er eftiröpun Volkswagen Up! bílsins. Í Kína er til sérstakur flokkur bíla sem framleiddir eru með smáum og afllitlum rafmótorum og kallast LSEV (Low Speed Electric Vehicle) og þessi eftiröpun Up! er þannig bíll. Slíkir bílar eru gjarnan ekki með meiri drægni en 70 kílómetrar og um 10 hestöfl. Þessi flokkur bíla telst ekki með annarri hefðbundinni bílaframleiðslu og er framleiðsla þeirra ólögleg á sumum svæðum í Kína, meðal annars í Shanghai. Framleiðsla þeirra er þó látin óátalin víða og þessir bílar eru margir hverjir alger eftiröpun þekktra bíl, helst evrópskra bíla. Það eru sérstök fyrirtæki sem smíða yfirbyggingu þessara bíla og selja þá til annarra fyrirtækja, með ólíka mikla virðingu fyrir hönnun annarra, sem setja svo í þá drifrásina og selja fyrir lágt verð. Myndin sem sést hér sýnir að framleiðandi hans gekk svo langt að apa líka svo til alveg eftir merki Volkswagen. Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent
Það er ekki að spyrja að dirfskunni, eða öllu heldur óforskömmuheitunum þegar kemur að því að apa eftir hönnun annarra bílaframleiðenda í Kína. Hver bíllinn á fætur öðrum hefur sprottið úr hinum ýmsu verksmiðjum í Kína þar sem fyrirmyndin eru þekktar bílgerðir annarra framleiðenda. Hér sést ein þeirra, sem er eftiröpun Volkswagen Up! bílsins. Í Kína er til sérstakur flokkur bíla sem framleiddir eru með smáum og afllitlum rafmótorum og kallast LSEV (Low Speed Electric Vehicle) og þessi eftiröpun Up! er þannig bíll. Slíkir bílar eru gjarnan ekki með meiri drægni en 70 kílómetrar og um 10 hestöfl. Þessi flokkur bíla telst ekki með annarri hefðbundinni bílaframleiðslu og er framleiðsla þeirra ólögleg á sumum svæðum í Kína, meðal annars í Shanghai. Framleiðsla þeirra er þó látin óátalin víða og þessir bílar eru margir hverjir alger eftiröpun þekktra bíl, helst evrópskra bíla. Það eru sérstök fyrirtæki sem smíða yfirbyggingu þessara bíla og selja þá til annarra fyrirtækja, með ólíka mikla virðingu fyrir hönnun annarra, sem setja svo í þá drifrásina og selja fyrir lágt verð. Myndin sem sést hér sýnir að framleiðandi hans gekk svo langt að apa líka svo til alveg eftir merki Volkswagen.
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent