Fyrsti rafmagnsbíll Volvo verður ódýr Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 10:49 Verður þetta algeng sjón á næsta áratug? Margir hefðu haldið að ef Volvo smíðaði sinn fyrsta rafmagnsbíl þá yrði hann líklega dýrari en aðrar gerðir Volvo bíla sem eðli málsins vegna eru fremur dýrir þar sem bílar Volvo falla í lúxusflokk. Það verður þó ekki raunin því að Volvo ætlar að framleiða rafmagnsbíl sem kosta mun á bilinu 35.000 til 40.000 dollara. Hann á að auki að komast að minnsta kosti 400 kílómetra á fullri hleðslu. Það myndi setja slíkan bíl á neðsta hluta verðskalans í bílaflóru Volvo. Þessar yfirlýsingar hjá Volvo benda til þess að um verði að ræða fólksbíl og það ekki stóran, en síður jeppling eða jeppa. Haft var eftir einum forsvarsmanna Volvo að mjög nauðsynlegt væri að þeirra fyrsti rafmagnsbíll hefði mikla drægni, þó svo það myndi þýða að hún væri miklu meiri en þarf til daglegra nota í þéttbýli. Hræðsla almennings gagnvart drægni rafmagnsbíla væri enn mikil. Sala Tesla bíla hefur verið með miklum ágætum í Svíþjóð á undanförnum árum svo ekki sé minnst á Noreg og því hefur Volvo hug á því að taka vænan skerf af sölu rafmagnsbíla heimafyrir með nýjum hreinræktuðum rafmagnsbíl. Stefna Volvo er að kynna sinn fyrsta rafmagnsbíl árið 2019. Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður
Margir hefðu haldið að ef Volvo smíðaði sinn fyrsta rafmagnsbíl þá yrði hann líklega dýrari en aðrar gerðir Volvo bíla sem eðli málsins vegna eru fremur dýrir þar sem bílar Volvo falla í lúxusflokk. Það verður þó ekki raunin því að Volvo ætlar að framleiða rafmagnsbíl sem kosta mun á bilinu 35.000 til 40.000 dollara. Hann á að auki að komast að minnsta kosti 400 kílómetra á fullri hleðslu. Það myndi setja slíkan bíl á neðsta hluta verðskalans í bílaflóru Volvo. Þessar yfirlýsingar hjá Volvo benda til þess að um verði að ræða fólksbíl og það ekki stóran, en síður jeppling eða jeppa. Haft var eftir einum forsvarsmanna Volvo að mjög nauðsynlegt væri að þeirra fyrsti rafmagnsbíll hefði mikla drægni, þó svo það myndi þýða að hún væri miklu meiri en þarf til daglegra nota í þéttbýli. Hræðsla almennings gagnvart drægni rafmagnsbíla væri enn mikil. Sala Tesla bíla hefur verið með miklum ágætum í Svíþjóð á undanförnum árum svo ekki sé minnst á Noreg og því hefur Volvo hug á því að taka vænan skerf af sölu rafmagnsbíla heimafyrir með nýjum hreinræktuðum rafmagnsbíl. Stefna Volvo er að kynna sinn fyrsta rafmagnsbíl árið 2019.
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður