Svala hafði mikla yfirburði í einvíginu Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2017 10:16 Svala Björgvinsdóttir fékk 63 prósent atkvæða í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Það var lag Svölu, Paper, og lagið hans Daða Freys Péturssonar, Is This Love?, sem háðu einvígi um að verða framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV fékk Svala 63 prósent atkvæða í einvíginu en Daði 37 prósent atkvæða.Efst alls staðar Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með og því sigur hennar öruggur.Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Kænugarði í maí næstkomandi.Vísir/Andri MarinóÁrið 2015 voru 85.935 atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 83.353 atkvæði í einvíginu. Árið 2016 voru 56.161 þúsund atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 64.918 atkvæði í þeirri seinni.Svala með tæp 82 þúsund atkvæði í einvíginu Nú árið 2017 voru 115 þúsund atkvæði greidd í fyrri símakosningunni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að samanlagt hefðu verið greidd 245 þúsund atkvæði í heildina, það er samanlögð símaatkvæði úr fyrri símakosningunni og í einvíginu, og um Íslandsmet að ræða. Það þýðir að um 130 þúsund atkvæði bárust í einvíginu. Samkvæmt því fékk Svala 81.900 atkvæði í einvíginu en Daði 48.100 atkvæði.32 milljónir króna í atkvæði í úrslitunum Hvert greitt atkvæði í símakosningu kostaði 129 krónur. Samtals voru greidd 245 þúsund atkvæði sem þýðir að áhorfendur eyddu um 31,6 milljónum króna í atkvæði síðastliðið laugardagskvöld. Árið 2015 mættust Friðrik Dór, með lagið Once Again, og María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, í einvíginu. Friðrik Dór fékk 21.834 atkvæði í fyrri símakosningunni en María 21.437 atkvæði. Friðrik var í fyrsta sæti hjá dómnefndinni en María 4. sæti hjá dómnefndinni. Það kom Maríu í einvígið við Friðrik Dór þar sem hún hlaut 49.337 atkvæði í símakosningunni en Friðrik Dór 34.016 atkvæði.Árið 2016 var Alda Dís efst eftir fyrri umferð en hún flutti lagið Now. Hún fékk 11.847 atkvæði úr símakosningunni og 11.050 atkvæði frá dómnefndinni. Greta Salóme, með lagið Hear them calling, var í 3. sæti hjá dómnefndinni með 9.100 stig og 2. sæti í símakosningunni með 11.769 atkvæði. Í einvíginu fékk Greta hins vegar 39.807 atkvæði en Alda Dís 25.111 atkvæði.Svala verður fjórtánda á svið Líkt og fyrr segir verður Eurovision haldin í Kænugarði í Úkraínu dagana 9. - 13. maí næstkomandi. Svala verður á fyrra undankvöldi keppninnar þriðjudagskvöldið 9. maí þar sem hún verður fjórtánda í röðinni á svið. Hún verður með fulltrúum Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlands, Georgíu, Svartfjallalands, Portúgal, Svíþjóðar, Armeníu, Kýpur, Tékklands, Grikklands, Lettlands, Moldavíu, Póllands og Slóveníu í riðli. Alls eru því átján lönd í riðlinum en aðeins tíu þeirra komast í úrslit. 19 lönd keppa í seinni undanriðlinum fimmtudagskvöldið 11. maí. Tíu komast þaðan í úrslit en Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland eiga vís sæti í úrslitunum sem og gestgjafarnir í Úkraínu. Eurovision Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir fékk 63 prósent atkvæða í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Það var lag Svölu, Paper, og lagið hans Daða Freys Péturssonar, Is This Love?, sem háðu einvígi um að verða framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV fékk Svala 63 prósent atkvæða í einvíginu en Daði 37 prósent atkvæða.Efst alls staðar Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með og því sigur hennar öruggur.Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Kænugarði í maí næstkomandi.Vísir/Andri MarinóÁrið 2015 voru 85.935 atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 83.353 atkvæði í einvíginu. Árið 2016 voru 56.161 þúsund atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 64.918 atkvæði í þeirri seinni.Svala með tæp 82 þúsund atkvæði í einvíginu Nú árið 2017 voru 115 þúsund atkvæði greidd í fyrri símakosningunni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að samanlagt hefðu verið greidd 245 þúsund atkvæði í heildina, það er samanlögð símaatkvæði úr fyrri símakosningunni og í einvíginu, og um Íslandsmet að ræða. Það þýðir að um 130 þúsund atkvæði bárust í einvíginu. Samkvæmt því fékk Svala 81.900 atkvæði í einvíginu en Daði 48.100 atkvæði.32 milljónir króna í atkvæði í úrslitunum Hvert greitt atkvæði í símakosningu kostaði 129 krónur. Samtals voru greidd 245 þúsund atkvæði sem þýðir að áhorfendur eyddu um 31,6 milljónum króna í atkvæði síðastliðið laugardagskvöld. Árið 2015 mættust Friðrik Dór, með lagið Once Again, og María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, í einvíginu. Friðrik Dór fékk 21.834 atkvæði í fyrri símakosningunni en María 21.437 atkvæði. Friðrik var í fyrsta sæti hjá dómnefndinni en María 4. sæti hjá dómnefndinni. Það kom Maríu í einvígið við Friðrik Dór þar sem hún hlaut 49.337 atkvæði í símakosningunni en Friðrik Dór 34.016 atkvæði.Árið 2016 var Alda Dís efst eftir fyrri umferð en hún flutti lagið Now. Hún fékk 11.847 atkvæði úr símakosningunni og 11.050 atkvæði frá dómnefndinni. Greta Salóme, með lagið Hear them calling, var í 3. sæti hjá dómnefndinni með 9.100 stig og 2. sæti í símakosningunni með 11.769 atkvæði. Í einvíginu fékk Greta hins vegar 39.807 atkvæði en Alda Dís 25.111 atkvæði.Svala verður fjórtánda á svið Líkt og fyrr segir verður Eurovision haldin í Kænugarði í Úkraínu dagana 9. - 13. maí næstkomandi. Svala verður á fyrra undankvöldi keppninnar þriðjudagskvöldið 9. maí þar sem hún verður fjórtánda í röðinni á svið. Hún verður með fulltrúum Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlands, Georgíu, Svartfjallalands, Portúgal, Svíþjóðar, Armeníu, Kýpur, Tékklands, Grikklands, Lettlands, Moldavíu, Póllands og Slóveníu í riðli. Alls eru því átján lönd í riðlinum en aðeins tíu þeirra komast í úrslit. 19 lönd keppa í seinni undanriðlinum fimmtudagskvöldið 11. maí. Tíu komast þaðan í úrslit en Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland eiga vís sæti í úrslitunum sem og gestgjafarnir í Úkraínu.
Eurovision Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56
Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið