Geldur eldislax er málið Bubbi Morthens skrifar 21. mars 2017 07:00 Laxeldi er mengunarfrekur iðnaður, um það er ekki hægt að deila. Laxeldi gefur af sér miklar tekjur handa þeim sem eiga fyrirtækið, um það er heldur ekki hægt að deila. Og laxeldi skemmir lífríkið á botninum í firðinum þar sem það er sett niður. Um það er heldur ekki hægt að deila. Það útrýmir hægt og rólega villtum laxastofnum í þeim löndum þar sem það er stundað. Um það er heldur ekki hægt að deila. Fórnarkostnaðurinn við laxeldið hér á landi er óafturkræfar skemmdir á náttúrulegum stofni íslenska laxins ef ógeldur lax er notaður við eldið, eins og áform eru um, og gríðarleg mengun af áður óþekktri stærðargráðu í sjó hér við land. Við sem höfum áhyggjur af því að norskir laxeldisaurgoðar hafi keypt upp firði landsins fyrir smánaraur höfum líka áhyggjur af því að þeir skuli hafa ráðið fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis sem talsmann sinn. Það sýnir auðvitað hvers konar vald er við að eiga. Á sínum tíma var enginn ráðherra sem þjónaði Vestfjörðum tilbúinn til að gera eitthvað róttækt til þess að halda kvótanum heima í héraði en nú á að bjarga því með laxeldi. Það er verið að undirbúa hundrað þúsund tonna laxeldi hér á landi á næstu árum. Loðnukvótinn var 57 þúsund tonn í ár. Nú þegar er áætlun upp á 60 þúsund tonn í laxeldinu. Sannkölluð villtavestursstemning ræður ríkjum hér. Gerir fólk sér grein fyrir hvers konar magn þetta er og menguninni sem þessu fylgir? Við erum að tala um úrgang sem mun leggja lífríki heilu fjarðanna í rúst. Nánast leggja þá í eyði. Nú eru Svíar að banna laxeldi í opnum kvíum sem betur fer. Við sem erum á móti þessum vágesti í íslenska lífríkið vitum líka að menn verða að ná sátt. Það er hægt að sætta sig við margt ef geldur lax verður notaður, um það ætti að vera hægt að ná sátt. Geldur lax mengar ekki íslenskar ár nema að því leyti að hann mun finnast í þeim, hann mun ekki blandast þeim stofni sem þar er fyrir. Geldur lax er það sem ég tel að væri lausnin á þessum óleik sem norskir aurgoðar og talsmenn þeirra vilja gera íslenskri náttúru með því að ætla að ala hér ógeldan norskan lax í fjörðum Íslands. Um það verður aldrei sátt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Laxeldi er mengunarfrekur iðnaður, um það er ekki hægt að deila. Laxeldi gefur af sér miklar tekjur handa þeim sem eiga fyrirtækið, um það er heldur ekki hægt að deila. Og laxeldi skemmir lífríkið á botninum í firðinum þar sem það er sett niður. Um það er heldur ekki hægt að deila. Það útrýmir hægt og rólega villtum laxastofnum í þeim löndum þar sem það er stundað. Um það er heldur ekki hægt að deila. Fórnarkostnaðurinn við laxeldið hér á landi er óafturkræfar skemmdir á náttúrulegum stofni íslenska laxins ef ógeldur lax er notaður við eldið, eins og áform eru um, og gríðarleg mengun af áður óþekktri stærðargráðu í sjó hér við land. Við sem höfum áhyggjur af því að norskir laxeldisaurgoðar hafi keypt upp firði landsins fyrir smánaraur höfum líka áhyggjur af því að þeir skuli hafa ráðið fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis sem talsmann sinn. Það sýnir auðvitað hvers konar vald er við að eiga. Á sínum tíma var enginn ráðherra sem þjónaði Vestfjörðum tilbúinn til að gera eitthvað róttækt til þess að halda kvótanum heima í héraði en nú á að bjarga því með laxeldi. Það er verið að undirbúa hundrað þúsund tonna laxeldi hér á landi á næstu árum. Loðnukvótinn var 57 þúsund tonn í ár. Nú þegar er áætlun upp á 60 þúsund tonn í laxeldinu. Sannkölluð villtavestursstemning ræður ríkjum hér. Gerir fólk sér grein fyrir hvers konar magn þetta er og menguninni sem þessu fylgir? Við erum að tala um úrgang sem mun leggja lífríki heilu fjarðanna í rúst. Nánast leggja þá í eyði. Nú eru Svíar að banna laxeldi í opnum kvíum sem betur fer. Við sem erum á móti þessum vágesti í íslenska lífríkið vitum líka að menn verða að ná sátt. Það er hægt að sætta sig við margt ef geldur lax verður notaður, um það ætti að vera hægt að ná sátt. Geldur lax mengar ekki íslenskar ár nema að því leyti að hann mun finnast í þeim, hann mun ekki blandast þeim stofni sem þar er fyrir. Geldur lax er það sem ég tel að væri lausnin á þessum óleik sem norskir aurgoðar og talsmenn þeirra vilja gera íslenskri náttúru með því að ætla að ala hér ógeldan norskan lax í fjörðum Íslands. Um það verður aldrei sátt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar