Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 12:00 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Yfirvöld Bretlands og Frakklands ítreka að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði að víkja úr valdastóli. Stjórnarher Assad er nú sakaður um að hafa gert efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun í Sýrlandi í gær. Tugir fórust í árásinni og þar af fjölmörg börn. Boris Johnson og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, kölluðu í dag eftir því að „grimmilegri“ ríkisstjórn Assad yrði komið frá völdum. Ayrault sagði árásina vera prófraun fyrir ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump hefur fordæmt árásina sem hann kallar hræðilega. Hann kenndi þó „veikleika“ Barack Obama, forvera síns, um. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Trump, sagði fyrr í vikunni að ekki væri nauðsynlegt fyrir Assad að víkja.Bera merki efnavopna Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin, WHO, segir minnst 70 hafa dáið í árásinni og að hundruð hafi orðið fyrir áhrifum og þar af fjölmörg börn. Þá segir stofnunin að fórnarlömb árásarinnar beri ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir fórnarlömb árásarinnar bera ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Vísir/EPARíkisstjórn Assad og Rússar, sem styðja Assad, hafa viðurkennt að loftárásir hafi verið gerðar á bæinn. Hins vegar segja þeir að það hafi ekki verið efnavopnaárásir. Þess í stað hafi efnavopn í eigu uppreisnarmannanna verið í húsi sem árás var gerð á. Fullyrðingum Rússa þess efnis að eiturefnin sem drápu tugi óbreyttra borgara í sýrlenska bænum Idlib á dögunum hafi komið frá efnavopnaverksmiðju uppreisnarmanna í bænum, hefur verið hafnað af fjölmörgum aðilum. Rússar segja að eiturgasið hafi lagst yfir bæinn eftir að sýrlenskar herflugvélar gerðu árás á vopnabúr uppreisnarmanna og vilja þeir þannig meina að uppreisnarmenn hafi búið yfir efnavopnum. Stjórnarher Assad sagðist ekki hafa notað efnavopn og að þau hefðu aldrei verið notuð og yrðu aldrei notuð. Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þó margsinnis sakað herinn um beitingu efnavopna. Nú í febrúar beittu Kína og Rússland neitunarvaldi sínu í öryggsráðinu gegn ályktun um viðskipaþvinganir gegn ríkisstjórn Assad vegna efnavopnaárása á þorp í Sýrlandi á árunum 2014 og 2015.Segja fjölmörg vitni hafa séð flugvélina Utanríkisráðherra Breta, foringi uppreisnarmanna og efnavopnasérfræðingur sögðu hinsvegar allir í morgun að vísbendingar bendi allar í eina átt, um hafi verið að ræða efnavopnaárás sýrlenska hersins, sem Rússar styðja í borgarastríðinu. Boris Johnson brást fljótt við fullyrðingum Rússa og segir allt benda til að Assad hafi notað efnavopn gegn eigin þjóð. Foringi uppreisnarmanna á svæðinu Hasan Haj Ali, segir Rússa fara með lygar og að fjölmörg vitni í bænum segist hafa séð flugvélina sem varpaði gasinu á bæinn. Og sérfræðingur í efnavopnum, Hamish de Bretton-Gordon, sagði ennfremur í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að útgáfa Rússa af atburðinum sé afar langsótt. Hann segir allt benda til þess að gasið sem um ræðir hafi verið Sarín og segir hann nánast útilokað að það myndi dreifast um bæinn þótt árás væri gerð á vopnabúr sem innihéldi slík vopn.Augljós stríðsglæpur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar um málið í dag og sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á blaðamannafundi í morgun að um augljósan stríðsglæp hafi verið að ræða. Hann biðlaði einnig til þeirra ríkja í Öryggisráðinu sem hingað til hafi haldið hlífiskildi yfir stjórn Assads með því að beita neitunarvaldi sínu í ráðinu, að breyta um kúrs. Minnst 320 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi, frá því að borgarastyrjöld hófst þar í mars 2011. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Yfirvöld Bretlands og Frakklands ítreka að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði að víkja úr valdastóli. Stjórnarher Assad er nú sakaður um að hafa gert efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun í Sýrlandi í gær. Tugir fórust í árásinni og þar af fjölmörg börn. Boris Johnson og Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, kölluðu í dag eftir því að „grimmilegri“ ríkisstjórn Assad yrði komið frá völdum. Ayrault sagði árásina vera prófraun fyrir ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump hefur fordæmt árásina sem hann kallar hræðilega. Hann kenndi þó „veikleika“ Barack Obama, forvera síns, um. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Trump, sagði fyrr í vikunni að ekki væri nauðsynlegt fyrir Assad að víkja.Bera merki efnavopna Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin, WHO, segir minnst 70 hafa dáið í árásinni og að hundruð hafi orðið fyrir áhrifum og þar af fjölmörg börn. Þá segir stofnunin að fórnarlömb árásarinnar beri ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir fórnarlömb árásarinnar bera ummerki þess að hafa orðið fyrir taugagasi.Vísir/EPARíkisstjórn Assad og Rússar, sem styðja Assad, hafa viðurkennt að loftárásir hafi verið gerðar á bæinn. Hins vegar segja þeir að það hafi ekki verið efnavopnaárásir. Þess í stað hafi efnavopn í eigu uppreisnarmannanna verið í húsi sem árás var gerð á. Fullyrðingum Rússa þess efnis að eiturefnin sem drápu tugi óbreyttra borgara í sýrlenska bænum Idlib á dögunum hafi komið frá efnavopnaverksmiðju uppreisnarmanna í bænum, hefur verið hafnað af fjölmörgum aðilum. Rússar segja að eiturgasið hafi lagst yfir bæinn eftir að sýrlenskar herflugvélar gerðu árás á vopnabúr uppreisnarmanna og vilja þeir þannig meina að uppreisnarmenn hafi búið yfir efnavopnum. Stjórnarher Assad sagðist ekki hafa notað efnavopn og að þau hefðu aldrei verið notuð og yrðu aldrei notuð. Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þó margsinnis sakað herinn um beitingu efnavopna. Nú í febrúar beittu Kína og Rússland neitunarvaldi sínu í öryggsráðinu gegn ályktun um viðskipaþvinganir gegn ríkisstjórn Assad vegna efnavopnaárása á þorp í Sýrlandi á árunum 2014 og 2015.Segja fjölmörg vitni hafa séð flugvélina Utanríkisráðherra Breta, foringi uppreisnarmanna og efnavopnasérfræðingur sögðu hinsvegar allir í morgun að vísbendingar bendi allar í eina átt, um hafi verið að ræða efnavopnaárás sýrlenska hersins, sem Rússar styðja í borgarastríðinu. Boris Johnson brást fljótt við fullyrðingum Rússa og segir allt benda til að Assad hafi notað efnavopn gegn eigin þjóð. Foringi uppreisnarmanna á svæðinu Hasan Haj Ali, segir Rússa fara með lygar og að fjölmörg vitni í bænum segist hafa séð flugvélina sem varpaði gasinu á bæinn. Og sérfræðingur í efnavopnum, Hamish de Bretton-Gordon, sagði ennfremur í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að útgáfa Rússa af atburðinum sé afar langsótt. Hann segir allt benda til þess að gasið sem um ræðir hafi verið Sarín og segir hann nánast útilokað að það myndi dreifast um bæinn þótt árás væri gerð á vopnabúr sem innihéldi slík vopn.Augljós stríðsglæpur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar um málið í dag og sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á blaðamannafundi í morgun að um augljósan stríðsglæp hafi verið að ræða. Hann biðlaði einnig til þeirra ríkja í Öryggisráðinu sem hingað til hafi haldið hlífiskildi yfir stjórn Assads með því að beita neitunarvaldi sínu í ráðinu, að breyta um kúrs. Minnst 320 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi, frá því að borgarastyrjöld hófst þar í mars 2011.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00