Flateyri 1995 Óttar Guðmundsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Fyrir síðustu jól kom út bókin Nóttin sem öllu breytti eftir Sóleyju Eiríksdóttur. Henni var bjargað á dramatískan hátt úr snjóflóðinu á Flateyri fyrir liðlega tveimur áratugum en missti systur sína og vini undir snjófargið. Hún skrifar minningar sínar um þessa erfiðu lífsreynslu. Sóley segir örlagasögu sína af miklu raunsæi og æðruleysi sem lætur engan ósnortinn. Þetta var án efa ein besta bók þessara jóla og ætti að vera skyldulesning heilbrigðisstéttanna. Það sem kemur mér mest á óvart við lestur bókarinnar er að áfallahjálpin fær falleinkunn í bókinni. Sóley gefur lítið fyrir þetta ókunna fólk sem vildi ræða við hana og aðra um missinn og áfallið. Hún lýsir stirðum og ópersónulegum samskiptum við velviljaðar manneskjur sem skiluðu litlu. Fallegasti hluti þessarar sögu fjallar um samstöðu fólksins sjálfs sem huggaði hvert annað og veitti styrk. Þegar áfallið og sorgin skella yfir er best að leita í faðm þeirra sem maður þekkir best, þegar það er hægt. Þetta er í sjálfu sér enginn nýr sannleikur. Þjóðin hefur tekist á við áföll í þúsund ár á þennan hátt. Hávamál leggja áherslu á gildi samtalsins og vináttunnar. Bók Sóleyjar varð mér umhugsunarefni enda var ég einn þeirra sem sigldu vestur með áfallahjálparteymi Landspítalans. Kannski er áfallahjálpin gagnlegust fyrir þá sem veita hana. Menn fyllast trú á eigin mikilvægi og finnst þeir sjálfir standa á leiksviði mikilla atburða. Þolendur alvarlegra áfalla láta sér oft fátt um finnast og leita í ævafornar aðferðir mannkyns til að standa af sér miskunnarleysi forlaganna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Fyrir síðustu jól kom út bókin Nóttin sem öllu breytti eftir Sóleyju Eiríksdóttur. Henni var bjargað á dramatískan hátt úr snjóflóðinu á Flateyri fyrir liðlega tveimur áratugum en missti systur sína og vini undir snjófargið. Hún skrifar minningar sínar um þessa erfiðu lífsreynslu. Sóley segir örlagasögu sína af miklu raunsæi og æðruleysi sem lætur engan ósnortinn. Þetta var án efa ein besta bók þessara jóla og ætti að vera skyldulesning heilbrigðisstéttanna. Það sem kemur mér mest á óvart við lestur bókarinnar er að áfallahjálpin fær falleinkunn í bókinni. Sóley gefur lítið fyrir þetta ókunna fólk sem vildi ræða við hana og aðra um missinn og áfallið. Hún lýsir stirðum og ópersónulegum samskiptum við velviljaðar manneskjur sem skiluðu litlu. Fallegasti hluti þessarar sögu fjallar um samstöðu fólksins sjálfs sem huggaði hvert annað og veitti styrk. Þegar áfallið og sorgin skella yfir er best að leita í faðm þeirra sem maður þekkir best, þegar það er hægt. Þetta er í sjálfu sér enginn nýr sannleikur. Þjóðin hefur tekist á við áföll í þúsund ár á þennan hátt. Hávamál leggja áherslu á gildi samtalsins og vináttunnar. Bók Sóleyjar varð mér umhugsunarefni enda var ég einn þeirra sem sigldu vestur með áfallahjálparteymi Landspítalans. Kannski er áfallahjálpin gagnlegust fyrir þá sem veita hana. Menn fyllast trú á eigin mikilvægi og finnst þeir sjálfir standa á leiksviði mikilla atburða. Þolendur alvarlegra áfalla láta sér oft fátt um finnast og leita í ævafornar aðferðir mannkyns til að standa af sér miskunnarleysi forlaganna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun