Stefnir í afhroð Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þing Bretlands samþykkti með 522 atkvæðum gegn þrettán að kosið yrði til þings þann 8. júní næstkomandi. Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að samþykkja kosningarnar en Theresa May forsætisráðherra kallaði eftir þeim á þriðjudag. Breskir miðlar hafa greint frá því að með útspili sínu vilji May bæði tryggja sterkan meirihluta flokks síns, Íhaldsflokksins, næstu fimm ár sem og að fá lýðræðislegt umboð til að gegna embætti forsætisráðherra. David Cameron var forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum 2015 en sagði af sér embætti eftir þjóðaratkvæðagreiðslu ársins 2016 þar sem Bretar samþykktu að ganga út úr Evrópusambandinu, gegn vilja Camerons. Afar líklegt er að Íhaldsflokkurinn verði langstærstur eftir kosningar. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist hann með 44 prósenta fylgi en höfuðandstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, með einungis 25 prósent. Ef sú yrði raunin yrði það versta kosning Verkamannaflokksins síðan 1918 en þá fékk flokkurinn 21,5 prósent atkvæða.Fylgi samkvæmt meðaltali skoðanakannanaÞrátt fyrir þetta samþykktu þingmenn Verkamannaflokksins kosningarnar á þinginu í gær. Sagðist Jeremy Corbyn, formaður flokksins, taka kosningum fagnandi. Hann sakaði May jafnframt um að svíkja loforð. Áður hafði hún sagst mótfallin kosningum á meðan viðræður við ESB stæðu yfir. Í svari sínu við ásökunum Corbyns sagði May tækifærið vera til staðar nú rétt áður en viðræður fara á fullt í júní. Bretland þyrfti sterka ríkisstjórn til að ná sem bestum samningi við ESB. „Það er rétt og ábyrgðarfullt að efna til kosninga nú til þess að sjá Bretum fyrir fimm árum af stöðugleika og undirbúa þá fyrir lífið utan Evrópusambandsins,“ sagði May. May sagðist jafnframt ekki ætla að taka þátt í sjónvarpskappræðum leiðtoga flokkanna. Hún ætlaði frekar að einbeita sér að kosningabaráttu utan sjónvarps. Corbyn sagði hana þá hrædda við að mæta öðrum leiðtogum í kappræðum. Hún neiti að verja verk sín og auðvelt væri að sjá hvers vegna. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að Frjálslyndir demókratar bæti við sig um tveggja prósentustiga fylgi, Sjálfstæðisflokkur Bretlands tapi þremur prósentum og Skoski þjóðarflokkurinn haldi sínu fylgi. Nate Silver, ritstjóri tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight, benti hins vegar á í gær að kannanir á breskum stjórnmálum hefðu ekki reynst nákvæmar á þessari öld. Þannig hefði verið að meðaltali 6,2 prósentustiga skekkja í könnunum fyrir Brexit-atkvæðagreiðsluna í fyrra og 5,6 prósentustiga skekkja fyrir þingkosningarnar árið 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira