Umbætur Magnús Guðmundsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun