Ekki kaupa ný dekk of snemma Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2017 10:22 Athygliverðar ráðleggingar um æskileg dekkjaskipti frá Michelin. Dekkjaframleiðandinn Michelin segir að þó svo mælt hafi lengi verið með því að skipta um dekk þegar munstur er orðið minna en 3,0 mm sé engin ástæða til þess að skipta um dekk svo snemma. Óhætt sé að munstur sé orðið aðeins 1,6 mm. Trúin hafi verið sú að dekk skili betra gripi grófmunstruð en staðreyndin sé sú að vönduð dekk sem slitnað hafi talsvert séu oftast ennþá betri en óslitin ódýr dekk. Að auki stuðli dálítið slitin dekk að minni eldsneytiseyðslu því þau hafi minna viðnám við undirlagið. Michelin nefnir að ef allir bíleigendur á evrópska efnahagssvæinu myndu skipta um dekk um leið og munstur þeirra fari undir 3,0 mm þá kosti það bíleigendur 6,9 milljarða króna meira en ef þeir myndu skipta um dekk þegar þau fara undir 1,6 mm munstur. Þessi upphæð nemur 785 milljörðum króna á hverju ári og munar um minna. Við þetta bætist svo aukin eldsneytiseyðslu uppá 128 milljónir evra, eða 13,3 milljarða króna og aukin mengun uppá 9 milljónir tonna af CO2 á hverju ári. Michelin líkir snemmbærum dekkjaskiptum við það að allir myndu henda skóm sínum löngu áður en þeir eru ónýtir, eða að allir myndu henda hálftómum tannkremstúpum sínum. Slíkt væri aðeins sóun sem stuðlaði að auki að aukinni mengun. Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent
Dekkjaframleiðandinn Michelin segir að þó svo mælt hafi lengi verið með því að skipta um dekk þegar munstur er orðið minna en 3,0 mm sé engin ástæða til þess að skipta um dekk svo snemma. Óhætt sé að munstur sé orðið aðeins 1,6 mm. Trúin hafi verið sú að dekk skili betra gripi grófmunstruð en staðreyndin sé sú að vönduð dekk sem slitnað hafi talsvert séu oftast ennþá betri en óslitin ódýr dekk. Að auki stuðli dálítið slitin dekk að minni eldsneytiseyðslu því þau hafi minna viðnám við undirlagið. Michelin nefnir að ef allir bíleigendur á evrópska efnahagssvæinu myndu skipta um dekk um leið og munstur þeirra fari undir 3,0 mm þá kosti það bíleigendur 6,9 milljarða króna meira en ef þeir myndu skipta um dekk þegar þau fara undir 1,6 mm munstur. Þessi upphæð nemur 785 milljörðum króna á hverju ári og munar um minna. Við þetta bætist svo aukin eldsneytiseyðslu uppá 128 milljónir evra, eða 13,3 milljarða króna og aukin mengun uppá 9 milljónir tonna af CO2 á hverju ári. Michelin líkir snemmbærum dekkjaskiptum við það að allir myndu henda skóm sínum löngu áður en þeir eru ónýtir, eða að allir myndu henda hálftómum tannkremstúpum sínum. Slíkt væri aðeins sóun sem stuðlaði að auki að aukinni mengun.
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent