Gömul og spræk Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. maí 2017 07:00 Dægurperlan Old Man af plötunni Harvest er óður Neil Young til öldungsins sem hann réð til að sjá um búgarð sem hann keypti í Kaliforníu árið 1970. Boðskapur lagsins er sá að gamli maðurinn hafi sömu væntingar, þarfir og þrár og ungi maðurinn. Þannig séu þeir í raun og veru eins. Rétt eins og öldungurinn þarf ungi maðurinn einhvern sem elskar hann og tekur utan um hann. Boðskapur lagsins er fallegur en stundum þegar við berum saman þarfir og væntingar eldri kynslóða við okkar eigin gleymist stundum að þarfir þeirra sem eldri eru snúast ekki eingöngu um umönnun, þjónustu og væntumþykju. Fólk sem er komið af léttasta skeiði hefur jafn ólíkar og sérgreindar þarfir og þeir sem yngri eru. Þetta fólk þráir ekkert heitar en að finna að eftirspurn sé eftir hæfileikum þess. Að það hafi sinn stað í samfélaginu áfram. Að það finni fyrir tilgangi. Stundum er sagt að aldur sé afstæður. Að einhverju leyti er það rétt enda spyr ástin ekki um aldur og hæfileikar ekki heldur. Hins vegar eru ýmis réttindi beintengd við aldur. Þannig geta menn fengið bílpróf sautján ára, lögráða verða menn átján ára en þá ræður einstaklingurinn bæði fé sínu og sjálfum sér. Samhliða þessu öðlast maður kosningarétt. Þá getur enginn boðið sig fram til forseta lýðveldisins nema að hafa náð 35 ára aldri samkvæmt stjórnarskránni. Nokkuð útbreidd samstaða er um þessi aldursmörk í íslensku samfélagi. Talið er nauðsynlegt að menn hafi öðlast ákveðinn þroska til að geta ráðstafað hagsmunum sínum og nægilega sterka dómgreind til að geta ráðstafað atkvæði í samræmi við lýðræðislegan rétt. Þá er nauðsynlegt að forseti Íslands búi yfir einhverri lágmarksreynslu sem manneskja og í atvinnulífi áður en hann tekur við embætti. Efri aldursmörkin eru umdeildari. Á manneskjan að hefja töku lífeyris á tilteknu tímamarki eða þegar hún sjálf treystir sér til? Hæstaréttardómarar vinna ekki lengur en til sjötugs. Þeir geta látið af embætti þegar þeir hafa náð 65 ára aldri án launaskerðingar. Erlendis er fólki treyst fyrir ábyrgðarstöðum mun lengur enda eru 70 ár enginn aldur. Reglulega heyrast fregnir af fólki sem var í fullu fjöri en var skyldað til að hefja töku lífeyris sökum aldurs. Hér má nefna kennara sem eru skikkaðir á eftirlaun þegar þeir verða 70 ára. Hér er oft um að ræða fólk sem hélt í lífsþróttinn og lífsgleðina vegna vinnunnar. Það var vinnan og ástríðan fyrir henni sem hélt þessu fólki gangandi. Hver er réttlæting þess að skylda fólk í slíkum aðstæðum til að hefja töku lífeyris af því að það er orðið sjötugt? Af hverju að skylda fólk, sem vill og getur unnið, til að láta af störfum? Vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og skorts á vinnuafli samhliða því er enn frekari ástæða til að gera fólki, sem enn hefur þrótt og kraft til vinna, mögulegt að vinna eins lengi og það sjálft kýs og treystir sér til. Að skylda fólk á eftirlaun og dæma það þannig úr leik í atvinnulífinu þjónar engum tilgangi og er óskynsamlegt í efnahagslegu tilliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Dægurperlan Old Man af plötunni Harvest er óður Neil Young til öldungsins sem hann réð til að sjá um búgarð sem hann keypti í Kaliforníu árið 1970. Boðskapur lagsins er sá að gamli maðurinn hafi sömu væntingar, þarfir og þrár og ungi maðurinn. Þannig séu þeir í raun og veru eins. Rétt eins og öldungurinn þarf ungi maðurinn einhvern sem elskar hann og tekur utan um hann. Boðskapur lagsins er fallegur en stundum þegar við berum saman þarfir og væntingar eldri kynslóða við okkar eigin gleymist stundum að þarfir þeirra sem eldri eru snúast ekki eingöngu um umönnun, þjónustu og væntumþykju. Fólk sem er komið af léttasta skeiði hefur jafn ólíkar og sérgreindar þarfir og þeir sem yngri eru. Þetta fólk þráir ekkert heitar en að finna að eftirspurn sé eftir hæfileikum þess. Að það hafi sinn stað í samfélaginu áfram. Að það finni fyrir tilgangi. Stundum er sagt að aldur sé afstæður. Að einhverju leyti er það rétt enda spyr ástin ekki um aldur og hæfileikar ekki heldur. Hins vegar eru ýmis réttindi beintengd við aldur. Þannig geta menn fengið bílpróf sautján ára, lögráða verða menn átján ára en þá ræður einstaklingurinn bæði fé sínu og sjálfum sér. Samhliða þessu öðlast maður kosningarétt. Þá getur enginn boðið sig fram til forseta lýðveldisins nema að hafa náð 35 ára aldri samkvæmt stjórnarskránni. Nokkuð útbreidd samstaða er um þessi aldursmörk í íslensku samfélagi. Talið er nauðsynlegt að menn hafi öðlast ákveðinn þroska til að geta ráðstafað hagsmunum sínum og nægilega sterka dómgreind til að geta ráðstafað atkvæði í samræmi við lýðræðislegan rétt. Þá er nauðsynlegt að forseti Íslands búi yfir einhverri lágmarksreynslu sem manneskja og í atvinnulífi áður en hann tekur við embætti. Efri aldursmörkin eru umdeildari. Á manneskjan að hefja töku lífeyris á tilteknu tímamarki eða þegar hún sjálf treystir sér til? Hæstaréttardómarar vinna ekki lengur en til sjötugs. Þeir geta látið af embætti þegar þeir hafa náð 65 ára aldri án launaskerðingar. Erlendis er fólki treyst fyrir ábyrgðarstöðum mun lengur enda eru 70 ár enginn aldur. Reglulega heyrast fregnir af fólki sem var í fullu fjöri en var skyldað til að hefja töku lífeyris sökum aldurs. Hér má nefna kennara sem eru skikkaðir á eftirlaun þegar þeir verða 70 ára. Hér er oft um að ræða fólk sem hélt í lífsþróttinn og lífsgleðina vegna vinnunnar. Það var vinnan og ástríðan fyrir henni sem hélt þessu fólki gangandi. Hver er réttlæting þess að skylda fólk í slíkum aðstæðum til að hefja töku lífeyris af því að það er orðið sjötugt? Af hverju að skylda fólk, sem vill og getur unnið, til að láta af störfum? Vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og skorts á vinnuafli samhliða því er enn frekari ástæða til að gera fólki, sem enn hefur þrótt og kraft til vinna, mögulegt að vinna eins lengi og það sjálft kýs og treystir sér til. Að skylda fólk á eftirlaun og dæma það þannig úr leik í atvinnulífinu þjónar engum tilgangi og er óskynsamlegt í efnahagslegu tilliti.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun