BMW stærsti lúxusbílasalinn í Kína í apríl Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 09:00 Rífandi gangur hjá BMW í Kína sem stendur. Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar. Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent
Sala BMW bíla jókst um 39% á milli ára í nýliðnum apríl. Með því varð BMW stærsti einstaki lúxusbílasalinn í Kína í mánuðinum, en vanalega er það Audi sem selur mest lúxusbílafyrirtækjanna. Sala Audi minnkaði hinsvegr um 7% í apríl og náði aðeins 46.166 bíla sölu á meðan BMW stökk uppí 48.869 bíla sölu. Sala Mercedes Benz jókst næstum eins mikið og hjá BMW, eða um 35% og seldi Benz alls 47.627 bíla. Audi hefur tilkynnt söluumboðum sínum í Kína að það muni kynna nýtt sölunet bíla sinni þarlendis og hefur það valdið gremju og umboðin neitað að panta nýja bíla Audi á meðan á deilunni stendur. Mikið kapp er í BMW í Kína og ætlar fyrirtækið að auka framleiðslu sína þar í 600.000 bíla á ári á næstu 5 árum. Á fyrstu 4 mánuðum ársins hefur BMW selt 191.697 bíla í Kína og því má búast við hátt í 600.000 bíla sölu þar í ár, en salan í fyrra hjá BMW í Kína var 425.000 bílar.
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent