Ætlaði sér alltaf að reka Comey Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2017 17:50 Donald Trump og James Comey. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist alltaf hafa ætlað að reka James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar eða FBI og að hann hafi staðið sig illa í starfi. Hann kallar Comey „monthana“ og segist forsetinn hafa spurt Comey hvort hann væri sjálfur til rannsóknar vegna meints samráðs starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi. Þetta sagði forsetinn í viðtali við NBC News nú í dag. Bæði dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og aðstoðardómsmálaráðherra, Jeff Sessions og Rod Rosenstein, sendu í vikunni bréf til Trump þar sem þeir lögðu til að Comey yrði rekinn. Í þeim bréfum var sú ástæða gefin að Comey hefði ekki tekið á máli tölvupósta Hillary Clinton með réttum hætti. Talsmenn Trump hafa í gær og í fyrradag ítrekað haldið því fram í mörgum fjölmiðlum að sú ástæða væri rétt. Þeirra á meðal er Mike Pence, varaforseti Trump. Hann sagði fjölmiðlum í gær að ákvörðun forsetans hefði byggt á tillögum Sessions og Rosenstein.Trump sjálfur sagði í uppsagnarbréfi Comey að hann væri að fylgja tillögum Sessions og Rosenstein en nú virðist hafa gefa lítið fyrir þær tillögur og segir brottreksturinn alltaf hafa staðið til. „Óháð tillögunum, þá ætlaði ég mér að reka Comey,“ segir Trump í viðtalinu. Talskona Trump sagði í gærkvöldi að forsetinn hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Sjá einnig: Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Starfsmenn Hvíta hússins hafa einnig haldið því fram að Comey hafi misst stuðning starfsmanna FBI. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew McGabe, sagði hins vegar nefnd öldungaþingmanna um njósnamál í dag að sú væri ekki raunin. Comey nyti mikils stuðnings innan Alríkislögreglunnar.Jeff Sessions, sem sagði sig frá öllum rannsóknum vegna afskipta Rússa af kosningunum eftir að hann sagði ósatt um fundi sína og sendiherra Rússlands, leiðir nú leitina að nýjum yfirmanni Alríkislögreglunnar.Samantekt NBC úr viðtalinu Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist alltaf hafa ætlað að reka James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar eða FBI og að hann hafi staðið sig illa í starfi. Hann kallar Comey „monthana“ og segist forsetinn hafa spurt Comey hvort hann væri sjálfur til rannsóknar vegna meints samráðs starfsmanna framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi. Þetta sagði forsetinn í viðtali við NBC News nú í dag. Bæði dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og aðstoðardómsmálaráðherra, Jeff Sessions og Rod Rosenstein, sendu í vikunni bréf til Trump þar sem þeir lögðu til að Comey yrði rekinn. Í þeim bréfum var sú ástæða gefin að Comey hefði ekki tekið á máli tölvupósta Hillary Clinton með réttum hætti. Talsmenn Trump hafa í gær og í fyrradag ítrekað haldið því fram í mörgum fjölmiðlum að sú ástæða væri rétt. Þeirra á meðal er Mike Pence, varaforseti Trump. Hann sagði fjölmiðlum í gær að ákvörðun forsetans hefði byggt á tillögum Sessions og Rosenstein.Trump sjálfur sagði í uppsagnarbréfi Comey að hann væri að fylgja tillögum Sessions og Rosenstein en nú virðist hafa gefa lítið fyrir þær tillögur og segir brottreksturinn alltaf hafa staðið til. „Óháð tillögunum, þá ætlaði ég mér að reka Comey,“ segir Trump í viðtalinu. Talskona Trump sagði í gærkvöldi að forsetinn hefði verið að íhuga að reka Comey allt frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna og að hann hefði framið „grimmdarverk“ í starfi sínu. Á undanförnum mánuðum hefur forsetinn sjálfur og talsmenn hans hins vegar ítrekað lýst yfir stuðningi við Comey í starfi.Sjá einnig: Forsetinn sagður hafa verið reiður Comey Starfsmenn Hvíta hússins hafa einnig haldið því fram að Comey hafi misst stuðning starfsmanna FBI. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew McGabe, sagði hins vegar nefnd öldungaþingmanna um njósnamál í dag að sú væri ekki raunin. Comey nyti mikils stuðnings innan Alríkislögreglunnar.Jeff Sessions, sem sagði sig frá öllum rannsóknum vegna afskipta Rússa af kosningunum eftir að hann sagði ósatt um fundi sína og sendiherra Rússlands, leiðir nú leitina að nýjum yfirmanni Alríkislögreglunnar.Samantekt NBC úr viðtalinu
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Þess krafist að Flynn láti rannsóknarnefnd gögn í té Bandarísk rannsóknarnefnd hefur krafist þess formlega af Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að hann láti nefndinni í té skjöl er varða möguleg tengsl hans við Rússa. 11. maí 2017 08:24
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30