Framúrakstur sem endar illa Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 12:16 Audi bíllinn kominn á rönd og á brátt fund við nærliggjandi ljósastaur. Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent
Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent