Veljum ást Magnús Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Það er ekkert sem getur fengið mann til þess að skilja alla þá mannvonsku og brjálsemi sem liggur að baki voðaverkinu í Manchester á mánudagskvöldið. Ekkert sem fær mann til þess að skilja allt það hatur og þann óendanlega heigulshátt að myrða saklaust fólk, jafnt börn sem fullorðna, í þeim tilgangi að ala á ótta, sundrungu og hatri í samfélaginu. Það er ekkert sem réttlætir slíkan verknað og ekkert sem huggar þá sem misstu sína nánustu. Við sendum þeim og samlöndum þeirra öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur en öll heimsins huggunarorð megna ekki að sefa sorg þeirra. Þessu verður að linna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, var gestur í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í gær í tilefni af árásinni í Manchester. Eiríkur benti réttilega á að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása væri augljóslega að „grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika.“ En Eiríkur benti einnig réttilega á að vestræn samfélög væru föst í vítahring hryðjuverka. Hefndaraðgerðir gagnvart saklausum borgurum eru nefnilega engin lausn heldur þvert á móti olía á eld öfga og haturs. Svarið við ofbeldi er aldrei og verður aldrei meira ofbeldi. Sprengjur, sem er varpað á saklausa borgara úr herflugvélum, eru líka sprengjur. Þær drepa líka bæði foreldra og börn og ala á hatri nýrra kynslóða. Ef þessu á að linna þá verðum við að leita annarra leiða og finna önnur svör en að leita hefnda og efna til árása. Það gildir einu hvaðan illt kemur því hatur á sér ekkert heimaland fremur en kærleikurinn. Allt er þetta spurning um það sem við veljum að rækta og næra. Í því samhengi verður manni oft hugsað til Noregs og hvernig norskt samfélag brást við hatursfullri árás heigulsins Anders Breivik á ungmennin í Útey árið 2011. Í minningarathöfn um fórnarlömb Breivik vísaði þáverandi forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, í orð ungrar stúlku í Verkamannaflokknum sem sagði svo ógleymanlega: „Þegar einn maður getur sýnt af sér svo mikið hatur, hugsið ykkur hve mikla ást við öll getum sýnt saman.“ Þarna, aðeins örfáum dögum eftir hina skelfilegu árás Breivik, voru Norðmenn strax á réttri leið í átt að því að græða sárin og samfélagið. „Svar okkar er meira lýðræði, meira gagnsæi og meiri mannúð,“ sagði Stoltenberg líka á þessum tíma því norska þjóðin valdi ást umfram hatur og eins erfitt og það hlýtur að hafa verið, þá stendur hún sterkari eftir. Það er auðvelt að sitja inni á skrifstofu í Reykjavík, horfa út í heim í gegnum glugga fjölmiðla, og segja öðrum hvernig eigi að bregðast við árásum á borð við þá sem skall á fólkinu í Manchester. Árás sem verður aldrei aftur tekin og hefur skilið eftir sig djúpt sár í sál og hjörtum heillar þjóðar. En við getum öll vonað. Vonað að heimurinn velji að vera meira eins og Norðmenn. Velji að svara hatursfullum árásum heigulsins með kærleika hinna hugrökku. Velji ást en ekki hatur. Velji lífið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Það er ekkert sem getur fengið mann til þess að skilja alla þá mannvonsku og brjálsemi sem liggur að baki voðaverkinu í Manchester á mánudagskvöldið. Ekkert sem fær mann til þess að skilja allt það hatur og þann óendanlega heigulshátt að myrða saklaust fólk, jafnt börn sem fullorðna, í þeim tilgangi að ala á ótta, sundrungu og hatri í samfélaginu. Það er ekkert sem réttlætir slíkan verknað og ekkert sem huggar þá sem misstu sína nánustu. Við sendum þeim og samlöndum þeirra öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur en öll heimsins huggunarorð megna ekki að sefa sorg þeirra. Þessu verður að linna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, var gestur í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í gær í tilefni af árásinni í Manchester. Eiríkur benti réttilega á að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása væri augljóslega að „grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika.“ En Eiríkur benti einnig réttilega á að vestræn samfélög væru föst í vítahring hryðjuverka. Hefndaraðgerðir gagnvart saklausum borgurum eru nefnilega engin lausn heldur þvert á móti olía á eld öfga og haturs. Svarið við ofbeldi er aldrei og verður aldrei meira ofbeldi. Sprengjur, sem er varpað á saklausa borgara úr herflugvélum, eru líka sprengjur. Þær drepa líka bæði foreldra og börn og ala á hatri nýrra kynslóða. Ef þessu á að linna þá verðum við að leita annarra leiða og finna önnur svör en að leita hefnda og efna til árása. Það gildir einu hvaðan illt kemur því hatur á sér ekkert heimaland fremur en kærleikurinn. Allt er þetta spurning um það sem við veljum að rækta og næra. Í því samhengi verður manni oft hugsað til Noregs og hvernig norskt samfélag brást við hatursfullri árás heigulsins Anders Breivik á ungmennin í Útey árið 2011. Í minningarathöfn um fórnarlömb Breivik vísaði þáverandi forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, í orð ungrar stúlku í Verkamannaflokknum sem sagði svo ógleymanlega: „Þegar einn maður getur sýnt af sér svo mikið hatur, hugsið ykkur hve mikla ást við öll getum sýnt saman.“ Þarna, aðeins örfáum dögum eftir hina skelfilegu árás Breivik, voru Norðmenn strax á réttri leið í átt að því að græða sárin og samfélagið. „Svar okkar er meira lýðræði, meira gagnsæi og meiri mannúð,“ sagði Stoltenberg líka á þessum tíma því norska þjóðin valdi ást umfram hatur og eins erfitt og það hlýtur að hafa verið, þá stendur hún sterkari eftir. Það er auðvelt að sitja inni á skrifstofu í Reykjavík, horfa út í heim í gegnum glugga fjölmiðla, og segja öðrum hvernig eigi að bregðast við árásum á borð við þá sem skall á fólkinu í Manchester. Árás sem verður aldrei aftur tekin og hefur skilið eftir sig djúpt sár í sál og hjörtum heillar þjóðar. En við getum öll vonað. Vonað að heimurinn velji að vera meira eins og Norðmenn. Velji að svara hatursfullum árásum heigulsins með kærleika hinna hugrökku. Velji ást en ekki hatur. Velji lífið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun