Annars flokks heilbrigðiskerfi Smári McCarthy skrifar 23. maí 2017 07:00 Í nýrri grein í Lancet-tímaritinu er dregin upp björt mynd af stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart öðrum. Röðin er ákveðin á grundvelli gilda sem reiknuð eru út frá ýmsum þáttum og getu heilbrigðiskerfa til að bregðast við ákveðnum sjúkdómum. Gildin eru reiknuð fyrir tímabilið 1990 til 2015 en á tímabilinu fer nánast öllum löndum heimsins fram. Til að mynda fór meðalland í Suðaustur-Asíu úr 38,6 stigum 1990 í 52,1 stig 2015, meðan rík lönd á heimsvísu fóru úr 71,1 stigi að meðaltali í 83,1 stig á tímabilinu. Ísland fór úr 81,9 stigum í 93,6 stig á tímabilinu. Við fyrstu sýn gefur þetta góða mynd af ástandinu en vert er að athuga nokkur atriði. Í fyrsta lagi hefur hægt nokkuð á framförum Íslands. Aukning á 5 ára tímabili náði mest 2,1 stigi um aldamót en stendur nú í um 0,8 stigum síðan fyrir hrun. Ef við hefðum haldið áfram að bæta heilbrigðiskerfið værum við í fyrsta sæti. Þá eru öll löndin í 20 efstu sætunum með ríkisrekin heilbrigðiskerfi en draumaland einkarekinnar heilbrigðisþjónustu, Bandaríkin, er í 35. sæti þrátt fyrir gríðarhá laun lækna, góðan tækjabúnað og mikla vísindaþátttöku. Ætla má út frá þessu að með einkavæðingartilburðum sé heilbrigðisráðherra að leita allra leiða til að koma Íslandi neðar á lista Lancet. Svo má spyrja sig hvort það sé ástæða til að treysta mælingunni. Minnumst þess að fyrir hrun mældist Ísland ítrekað með minnsta spillingu í heimi en þær mælingar byggðust á röngum upplýsingum og mælikvörðum. Mýmörg dæmi eru um að Ísland mælist undarlega hátt á svona listum. En í rauninni skiptir bara eitt atriði máli: Erum við sátt við stöðuna? Getum við sagt að það sé gott að vera í öðru sæti ef það felur í sér ónýtt húsnæði, viðvarandi starfsmannaskort og streituálagi á heilbrigðisstarfsfólk, sjúklingum liggjandi á göngum spítala og síhækkandi kostnaði sjúklinga? Sagt er að annað sætið taki sá sem tapaði fyrstur allra. Við getum betur og ættum að fara varlega í fagnaðarlætin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Smári McCarthy Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýrri grein í Lancet-tímaritinu er dregin upp björt mynd af stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart öðrum. Röðin er ákveðin á grundvelli gilda sem reiknuð eru út frá ýmsum þáttum og getu heilbrigðiskerfa til að bregðast við ákveðnum sjúkdómum. Gildin eru reiknuð fyrir tímabilið 1990 til 2015 en á tímabilinu fer nánast öllum löndum heimsins fram. Til að mynda fór meðalland í Suðaustur-Asíu úr 38,6 stigum 1990 í 52,1 stig 2015, meðan rík lönd á heimsvísu fóru úr 71,1 stigi að meðaltali í 83,1 stig á tímabilinu. Ísland fór úr 81,9 stigum í 93,6 stig á tímabilinu. Við fyrstu sýn gefur þetta góða mynd af ástandinu en vert er að athuga nokkur atriði. Í fyrsta lagi hefur hægt nokkuð á framförum Íslands. Aukning á 5 ára tímabili náði mest 2,1 stigi um aldamót en stendur nú í um 0,8 stigum síðan fyrir hrun. Ef við hefðum haldið áfram að bæta heilbrigðiskerfið værum við í fyrsta sæti. Þá eru öll löndin í 20 efstu sætunum með ríkisrekin heilbrigðiskerfi en draumaland einkarekinnar heilbrigðisþjónustu, Bandaríkin, er í 35. sæti þrátt fyrir gríðarhá laun lækna, góðan tækjabúnað og mikla vísindaþátttöku. Ætla má út frá þessu að með einkavæðingartilburðum sé heilbrigðisráðherra að leita allra leiða til að koma Íslandi neðar á lista Lancet. Svo má spyrja sig hvort það sé ástæða til að treysta mælingunni. Minnumst þess að fyrir hrun mældist Ísland ítrekað með minnsta spillingu í heimi en þær mælingar byggðust á röngum upplýsingum og mælikvörðum. Mýmörg dæmi eru um að Ísland mælist undarlega hátt á svona listum. En í rauninni skiptir bara eitt atriði máli: Erum við sátt við stöðuna? Getum við sagt að það sé gott að vera í öðru sæti ef það felur í sér ónýtt húsnæði, viðvarandi starfsmannaskort og streituálagi á heilbrigðisstarfsfólk, sjúklingum liggjandi á göngum spítala og síhækkandi kostnaði sjúklinga? Sagt er að annað sætið taki sá sem tapaði fyrstur allra. Við getum betur og ættum að fara varlega í fagnaðarlætin.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun