9.300 starfsmenn Volkswagen taka snemmbúnu eftirlaunatilboði Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2017 10:54 Talsverð fækkun verður í fjölda starfsfólks Volkswagen í kjölfarið. Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar. Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent
Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar.
Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent