Upphefðin Hörður Ægisson skrifar 9. júní 2017 08:45 Það er gömul saga og ný að á Íslandi kemur upphefðin ávallt að utan. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar fengu erlendir ráðgjafar stjórnvalda hátt í 400 milljónir í sinn hlut vegna vinnu við áætlun um afnám hafta 2014 og 2015. Greiðslur til helstu íslensku ráðgjafanna námu um 73 milljónum. Sá margfaldi munur í launagreiðslum þarf ekki að koma á óvart enda var ávallt ljóst að það yrði kostnaðarsamt að fá erlenda ráðgjafa að verkefninu. Upplýsingar um ráðgjafarkostnað stjórnvalda koma fram tveimur árum eftir að áætlun um afnám hafta var kynnt 8. júní 2015. Sú áætlun hefur reynst marka þáttaskil. Vandinn sem Ísland stóð frammi fyrir gagnvart slitabúunum við losun hafta var án fordæma í alþjóðlegum samanburði. Þótt aðkoma erlendra sérfræðinga geti skipt sköpum þá kalla slíkar aðstæður stundum á óhefðbundnar lausnir þar sem reynsla slíkra ráðgjafa kemur þá síður að notum. Það átti svo sannarlega við í þessu verkefni. Staðreyndin er sú, eins og allir sem til þekkja vita, að það voru sérsniðnar innlendar lausnir, útbúnar af hinum íslensku ráðgjöfum, sem skópu að lokum þá niðurstöðu sem leit dagsins ljós 2015. Hún var ekki sjálfgefin og mætti oftar en ekki mótstöðu innan stjórnkerfisins. Ef hinir erlendu ráðgjafar, ásamt íslenskum embættismönnum, hefðu fengið að ráða för þá hefði niðurstaðan orðið önnur og lakari fyrir þjóðarbúið en reyndin varð. Um þetta er engin ástæða til að deila. Fyrstu hugmyndir kröfuhafa vorið 2015 lutu að því að skilja eftir eignir upp á 150 milljarða en fara með afganginn úr landi. Niðurstaðan varð hins vegar sú að þeir féllust á stöðugleikaskilyrði sem fólu í sér framsal eigna sem þá voru metnar á 400 milljarða – virði þeirra hefur síðan þá hækkað til muna – auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að leysa höftin. Þótt Lee Buchheit hafi sagt niðurstöðuna fordæmalausa í fjármálasögunni hafa ekki orðið nein lagaleg eftirmál af aðgerðum stjórnvalda. Ómögulegt er að setja verðmiða á þann kostnað – beinan og óbeinan – sem slík langvarandi eftirmál fyrir dómstólum hefðu haft fyrir íslenskt efnahagslíf. Þróun efnahagsmála frá því að haftaáætlunin var opinberuð hefur verið með ólíkindum. Lánshæfismat Íslands er komið í A-flokk, erlenda staðan hefur aldrei verið betri, vextir hafa lækkað – og munu halda áfram að gera það – og þá sjáum við áður óþekktan áhuga erlendra fjárfestingarsjóða á því að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Að bera Ísland saman við ríki á borð við Sviss eða Noreg er ekki lengur hlægilegt. Þótt haftaáætlunin og stöðugleikaframlög séu ekki eina skýringin að baki þessari þróun þá var hún lykilatriði í því að breyta væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Sumir héldu því fram að með haftaáætlun stjórnvalda hefðu kröfuhafar fengið „afslátt“ af stöðugleikaskattinum og að ekki hefði verið nægjanlega langt gengið í að komast yfir eignir slitabúanna. Indefence, samtök sem áttu þátt í að koma í veg fyrir glórulausa Icesave-samninga, töldu þannig að nauðasamningar á grundvelli stöðugleikaskilyrða myndu ekki duga til að leysa greiðslujafnaðarvanda Íslands. Litið tvö ár til baka eru þær fullyrðingar í besta falli vandræðalegar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Það er gömul saga og ný að á Íslandi kemur upphefðin ávallt að utan. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar fengu erlendir ráðgjafar stjórnvalda hátt í 400 milljónir í sinn hlut vegna vinnu við áætlun um afnám hafta 2014 og 2015. Greiðslur til helstu íslensku ráðgjafanna námu um 73 milljónum. Sá margfaldi munur í launagreiðslum þarf ekki að koma á óvart enda var ávallt ljóst að það yrði kostnaðarsamt að fá erlenda ráðgjafa að verkefninu. Upplýsingar um ráðgjafarkostnað stjórnvalda koma fram tveimur árum eftir að áætlun um afnám hafta var kynnt 8. júní 2015. Sú áætlun hefur reynst marka þáttaskil. Vandinn sem Ísland stóð frammi fyrir gagnvart slitabúunum við losun hafta var án fordæma í alþjóðlegum samanburði. Þótt aðkoma erlendra sérfræðinga geti skipt sköpum þá kalla slíkar aðstæður stundum á óhefðbundnar lausnir þar sem reynsla slíkra ráðgjafa kemur þá síður að notum. Það átti svo sannarlega við í þessu verkefni. Staðreyndin er sú, eins og allir sem til þekkja vita, að það voru sérsniðnar innlendar lausnir, útbúnar af hinum íslensku ráðgjöfum, sem skópu að lokum þá niðurstöðu sem leit dagsins ljós 2015. Hún var ekki sjálfgefin og mætti oftar en ekki mótstöðu innan stjórnkerfisins. Ef hinir erlendu ráðgjafar, ásamt íslenskum embættismönnum, hefðu fengið að ráða för þá hefði niðurstaðan orðið önnur og lakari fyrir þjóðarbúið en reyndin varð. Um þetta er engin ástæða til að deila. Fyrstu hugmyndir kröfuhafa vorið 2015 lutu að því að skilja eftir eignir upp á 150 milljarða en fara með afganginn úr landi. Niðurstaðan varð hins vegar sú að þeir féllust á stöðugleikaskilyrði sem fólu í sér framsal eigna sem þá voru metnar á 400 milljarða – virði þeirra hefur síðan þá hækkað til muna – auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að leysa höftin. Þótt Lee Buchheit hafi sagt niðurstöðuna fordæmalausa í fjármálasögunni hafa ekki orðið nein lagaleg eftirmál af aðgerðum stjórnvalda. Ómögulegt er að setja verðmiða á þann kostnað – beinan og óbeinan – sem slík langvarandi eftirmál fyrir dómstólum hefðu haft fyrir íslenskt efnahagslíf. Þróun efnahagsmála frá því að haftaáætlunin var opinberuð hefur verið með ólíkindum. Lánshæfismat Íslands er komið í A-flokk, erlenda staðan hefur aldrei verið betri, vextir hafa lækkað – og munu halda áfram að gera það – og þá sjáum við áður óþekktan áhuga erlendra fjárfestingarsjóða á því að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Að bera Ísland saman við ríki á borð við Sviss eða Noreg er ekki lengur hlægilegt. Þótt haftaáætlunin og stöðugleikaframlög séu ekki eina skýringin að baki þessari þróun þá var hún lykilatriði í því að breyta væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Sumir héldu því fram að með haftaáætlun stjórnvalda hefðu kröfuhafar fengið „afslátt“ af stöðugleikaskattinum og að ekki hefði verið nægjanlega langt gengið í að komast yfir eignir slitabúanna. Indefence, samtök sem áttu þátt í að koma í veg fyrir glórulausa Icesave-samninga, töldu þannig að nauðasamningar á grundvelli stöðugleikaskilyrða myndu ekki duga til að leysa greiðslujafnaðarvanda Íslands. Litið tvö ár til baka eru þær fullyrðingar í besta falli vandræðalegar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun