Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. júní 2017 07:00 Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: „Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“ Það, sem ég vil fjalla um hér, er þó önnur og nokkru alvarlegri tilvitnun í Einstein: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reiknar með breytilegri niðurstöðu, þá er það vitfirra.“Gengið fallið 40 sinnum Mér er sagt, að krónan hafi fallið 40 sinnum frá 1950. Þessi fjöldi er ekki aðalmálið, heldur þau vandræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra – á stundum sá stórfelldi sársauki og kvöl – sem þessar sviptingar á gengi og verðgildi krónunnar hafa haft í för með sér fyrir flesta landsmenn, auk þeirra miklu vaxta, sem óstöðugri krónu hafa fylgt og þjakað hafa lántakendur og skuldara. Þrátt fyrir þetta – þrátt fyrir síðasta heljarstökkið 2008 og fárið, sem því fylgdi – er eins og stjórnendur gjaldmiðils- og peningamála á Íslandi hafi ekkert lært. Þeir gera það sama aftur og aftur í gjaldmiðilsmálum, halda krónunni úti með sama hætti, en virðast reikna með nýrri og betri útkomu í hverri nýrri tilraun. Þetta á við um stjórnendur Seðlabanka og stjórnendur landsins, hvert teymið á fætur öðru. Ef Einstein hefur á réttu að standa með kenningu sína, er þetta ekki góður vitnisburður eða dómur yfir stjórnendum þessa lands.Hvernig á ekki að leysa vandamál „Þú getur aldrei leyst vandamál með sömu hugsun og vandamálinu olli.“ Þetta er líka kenning, sem Einstein setti fram, og ég hygg, að flestir hljóti að sjá, að er rétt. Þessi sannindi hafa greinilega ekki náð til stjórnenda gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir lemja höfðinu við steininn og ganga glaðbeittir fram á fundum og fullyrða: „Krónan bjargaði okkur úr hruninu.“ Sannleikurinn er auðvitað það andstæða; Það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Ef við hefðum verið með evruna, í stað krónunnar, og í ESB, hefðum við aldrei lent í hruninu með þeim hætti, sem varð; Evrópski seðlabankinn og björgunarsjóðir Evrópu/ESB hefðu bjargað okkur frá því versta, eins og öllum öðrum ESB-löndum.Af hverju er krónan handónýt? Ég hef líkt krónunni við 30 tonna fiskibát á úthafi gengis-, gjaldeyris- og efnahagsmála, sem auðvitað hendist til og sveiflast upp og niður í þeim stormum, sem þar geisa, og flýtur alvarlega laskaður, í bezta falli, meðan evran er eins og 50.000 tonna hafskip, sem allt stendur af sér. Í Bergen í Noregi eru um 340.000 íbúar, sem lifa mikið á fiskveiðum og ferðamennsku. Gætu þeir verið með eigin gjaldmiðil? Gætu verið sautján gjaldmiðlar í Danmörku, en Danir eru sautján sinnum fleiri en við? Hvernig í ósköpunum eigum við, 340.000 manns, að geta haldið úti stöðugum og traustum gjaldmiðli, með lágmarksvöxtum, þegar meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, ákváðu að styrkja sitt efnahagskerfi enn betur með upptöku evrunnar?Skilja þetta allir nema við? Allar aðrar smáþjóðir Evrópu, fjórtán talsins, hafa tekið upp evruna. Þetta eru allt stoltar og sjálfstæðar þjóðir, eins og við, en þær skilja að á þessum tímum samþjöppunar heimsins og alþjóðlegra fjármálakerfa verða þeir, sem skyldir eru og svipuð eða sömu lífsviðhorf og menningu hafa, að standa saman og stilla sín kerfi og tæki saman með sameiginlega hagsmuni og öryggi fyrir augum. Í raun og veru er gjaldmiðill verkfæri eða tæki, sem ekkert hefur með þjóðerni að gera; Menn geta því gleymt öllum þjóðernistilfinningum og þjóðarmetnaði hér. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: „Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“ Það, sem ég vil fjalla um hér, er þó önnur og nokkru alvarlegri tilvitnun í Einstein: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reiknar með breytilegri niðurstöðu, þá er það vitfirra.“Gengið fallið 40 sinnum Mér er sagt, að krónan hafi fallið 40 sinnum frá 1950. Þessi fjöldi er ekki aðalmálið, heldur þau vandræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra – á stundum sá stórfelldi sársauki og kvöl – sem þessar sviptingar á gengi og verðgildi krónunnar hafa haft í för með sér fyrir flesta landsmenn, auk þeirra miklu vaxta, sem óstöðugri krónu hafa fylgt og þjakað hafa lántakendur og skuldara. Þrátt fyrir þetta – þrátt fyrir síðasta heljarstökkið 2008 og fárið, sem því fylgdi – er eins og stjórnendur gjaldmiðils- og peningamála á Íslandi hafi ekkert lært. Þeir gera það sama aftur og aftur í gjaldmiðilsmálum, halda krónunni úti með sama hætti, en virðast reikna með nýrri og betri útkomu í hverri nýrri tilraun. Þetta á við um stjórnendur Seðlabanka og stjórnendur landsins, hvert teymið á fætur öðru. Ef Einstein hefur á réttu að standa með kenningu sína, er þetta ekki góður vitnisburður eða dómur yfir stjórnendum þessa lands.Hvernig á ekki að leysa vandamál „Þú getur aldrei leyst vandamál með sömu hugsun og vandamálinu olli.“ Þetta er líka kenning, sem Einstein setti fram, og ég hygg, að flestir hljóti að sjá, að er rétt. Þessi sannindi hafa greinilega ekki náð til stjórnenda gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir lemja höfðinu við steininn og ganga glaðbeittir fram á fundum og fullyrða: „Krónan bjargaði okkur úr hruninu.“ Sannleikurinn er auðvitað það andstæða; Það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Ef við hefðum verið með evruna, í stað krónunnar, og í ESB, hefðum við aldrei lent í hruninu með þeim hætti, sem varð; Evrópski seðlabankinn og björgunarsjóðir Evrópu/ESB hefðu bjargað okkur frá því versta, eins og öllum öðrum ESB-löndum.Af hverju er krónan handónýt? Ég hef líkt krónunni við 30 tonna fiskibát á úthafi gengis-, gjaldeyris- og efnahagsmála, sem auðvitað hendist til og sveiflast upp og niður í þeim stormum, sem þar geisa, og flýtur alvarlega laskaður, í bezta falli, meðan evran er eins og 50.000 tonna hafskip, sem allt stendur af sér. Í Bergen í Noregi eru um 340.000 íbúar, sem lifa mikið á fiskveiðum og ferðamennsku. Gætu þeir verið með eigin gjaldmiðil? Gætu verið sautján gjaldmiðlar í Danmörku, en Danir eru sautján sinnum fleiri en við? Hvernig í ósköpunum eigum við, 340.000 manns, að geta haldið úti stöðugum og traustum gjaldmiðli, með lágmarksvöxtum, þegar meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, ákváðu að styrkja sitt efnahagskerfi enn betur með upptöku evrunnar?Skilja þetta allir nema við? Allar aðrar smáþjóðir Evrópu, fjórtán talsins, hafa tekið upp evruna. Þetta eru allt stoltar og sjálfstæðar þjóðir, eins og við, en þær skilja að á þessum tímum samþjöppunar heimsins og alþjóðlegra fjármálakerfa verða þeir, sem skyldir eru og svipuð eða sömu lífsviðhorf og menningu hafa, að standa saman og stilla sín kerfi og tæki saman með sameiginlega hagsmuni og öryggi fyrir augum. Í raun og veru er gjaldmiðill verkfæri eða tæki, sem ekkert hefur með þjóðerni að gera; Menn geta því gleymt öllum þjóðernistilfinningum og þjóðarmetnaði hér. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun