Engin mannréttindi? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 3. júní 2017 07:00 Klukkan er 10.30. Starfsmaður á mannréttindasviði Reykjavíkurborgar hallar sér fram, horfir út um gluggann og hugsar: „Ætli það verði framin einhver mannréttindabrot í dag?“ Hallar sér aftur, segir stundarhátt: „Það gerist nú ekkert fyrir hádegi, óhætt að drífa sig í mat.“ Hann er ekki einn á sviðinu, með honum vinna ellefu aðrir að því að tryggja mannréttindi Reykvíkinga. Munið þið hvernig þetta var áður en mannréttindasviðið var stofnað, hvernig komið var fyrir mannréttindum í Reykjavík? Þau voru jafn illa stödd og mannréttindin í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Egilsstöðum, uppsveitum Árnessýslu, á Ísafirði og Höfn í Hornafirði. Á engum þessara staða, og reyndar í engu sveitarfélagi á Íslandi, er rekið sérstakt mannréttindasvið. Aðrir íbúar landsins verða að láta sér nægja þau mannréttindi sem tryggð eru í stjórnarskránni og varin eru af dómstólum. Það er ótrúlegt að önnur sveitarfélög í landinu skuli bjóða íbúunum upp á þessi skertu mannréttindi. Auðvitað þarf ekkert mannréttindasvið hjá Reykjavíkurborg, enda alkunna að sviðið varð til í stjórnarmyndunarviðræðum Dags og félaga. En það kostar um 160 milljónir á ári. Á sama tíma eru yfir 600 börn á biðlista til að fá þjónustu frá borginni vegna greininga. Velferð þeirra veltur á því að þau þurfi ekki að bíða heldur fái þjónustu strax. Leggjum mannréttindasviðið niður og notum 160 milljónirnar til að stytta biðlistana fyrir börnin. Við fullorðna fólkið í Reykjavík byggjum þá við sömu mannréttindi og aðrir Íslendingar, en börnin í Reykjavík þyrftu ekki að bíða svona lengi eftir þjónustu sem getur skipt öllu fyrir þroska þeirra og velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Klukkan er 10.30. Starfsmaður á mannréttindasviði Reykjavíkurborgar hallar sér fram, horfir út um gluggann og hugsar: „Ætli það verði framin einhver mannréttindabrot í dag?“ Hallar sér aftur, segir stundarhátt: „Það gerist nú ekkert fyrir hádegi, óhætt að drífa sig í mat.“ Hann er ekki einn á sviðinu, með honum vinna ellefu aðrir að því að tryggja mannréttindi Reykvíkinga. Munið þið hvernig þetta var áður en mannréttindasviðið var stofnað, hvernig komið var fyrir mannréttindum í Reykjavík? Þau voru jafn illa stödd og mannréttindin í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Egilsstöðum, uppsveitum Árnessýslu, á Ísafirði og Höfn í Hornafirði. Á engum þessara staða, og reyndar í engu sveitarfélagi á Íslandi, er rekið sérstakt mannréttindasvið. Aðrir íbúar landsins verða að láta sér nægja þau mannréttindi sem tryggð eru í stjórnarskránni og varin eru af dómstólum. Það er ótrúlegt að önnur sveitarfélög í landinu skuli bjóða íbúunum upp á þessi skertu mannréttindi. Auðvitað þarf ekkert mannréttindasvið hjá Reykjavíkurborg, enda alkunna að sviðið varð til í stjórnarmyndunarviðræðum Dags og félaga. En það kostar um 160 milljónir á ári. Á sama tíma eru yfir 600 börn á biðlista til að fá þjónustu frá borginni vegna greininga. Velferð þeirra veltur á því að þau þurfi ekki að bíða heldur fái þjónustu strax. Leggjum mannréttindasviðið niður og notum 160 milljónirnar til að stytta biðlistana fyrir börnin. Við fullorðna fólkið í Reykjavík byggjum þá við sömu mannréttindi og aðrir Íslendingar, en börnin í Reykjavík þyrftu ekki að bíða svona lengi eftir þjónustu sem getur skipt öllu fyrir þroska þeirra og velferð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun