Sýknaður af drápinu á Philando Castile Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 10:20 Valerie Castile, móðir Philando, ræðir við fréttamenn eftir niðurstöðu dómsins í gær. Vísir/EPA Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður. Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður.
Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48