Sækir Úkraína innblástur í tíu ára gömul vonbrigði? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júní 2017 13:45 Svona var stemningin hjá strákunum okkar eftir leikinn gegn Úkraínu á HM 2007. Við viljum ekki sjá svona myndir á sunnudag. vísir/pjetur „Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira