Í eldhúsi Evu: Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku Eva Laufey skrifar 16. júní 2017 15:00 Dásamleg pizza sem er tilvalin fyrir helgina. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri pizzu. Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku Botn: 300g spaghettí, soðið 2 egg 1 dl parmesanostur salt og pipar ólífuolíaAðferð: Setjið spaghettí, egg og nýrifinn parmesan ost í skál og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar. Dreifið spaghettíinu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 200°C í 5 mínútur. Þegar sá tími er liðinn er pizzan tekin út úr ofninum og kæld rétt á meðan sósan og annað meðlæti er undirbúið og svo fer pizzan aftur inn í ofn í smá stund.Tómat-og basilíkusósa:1 msk ólífuolía1 hvítlauksrif½ laukur1 hvítlauksrif350 g saxaðir tómatar í dós eða passata1 kjúklingateningur1 msk smátt söxuð basilíkasalt og piparAðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið niður hvítlauk og lauk og steikið upp úr olíunni í smá stund þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið söxuðum tómötum út á pönnuna ásamt hálfum kjúklingatening, saxið niður basilíku og bætið henni saman við. Hrærið vel í sósunni og kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Smyrjið spaghettí botninn með tómat-og basilíkusósunni. Skerið niður mozzarella ost og dreifið yfir sósuna, kryddið gjarnan pizzuna með salti og pipar. Bakið í ofni við 200°C í 15 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn. Þegar pizzan er klár er gott að skera niður ferskt kál til dæmis klettasalat og dreifa yfir pizzuna ásamt því að rífa niður parmesan ost og dreifa yfir. Berið strax fram og njótið. Eva Laufey Pastaréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri pizzu. Spaghettí pizza með mozzarella og basilíku Botn: 300g spaghettí, soðið 2 egg 1 dl parmesanostur salt og pipar ólífuolíaAðferð: Setjið spaghettí, egg og nýrifinn parmesan ost í skál og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar. Dreifið spaghettíinu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 200°C í 5 mínútur. Þegar sá tími er liðinn er pizzan tekin út úr ofninum og kæld rétt á meðan sósan og annað meðlæti er undirbúið og svo fer pizzan aftur inn í ofn í smá stund.Tómat-og basilíkusósa:1 msk ólífuolía1 hvítlauksrif½ laukur1 hvítlauksrif350 g saxaðir tómatar í dós eða passata1 kjúklingateningur1 msk smátt söxuð basilíkasalt og piparAðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið niður hvítlauk og lauk og steikið upp úr olíunni í smá stund þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið söxuðum tómötum út á pönnuna ásamt hálfum kjúklingatening, saxið niður basilíku og bætið henni saman við. Hrærið vel í sósunni og kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Smyrjið spaghettí botninn með tómat-og basilíkusósunni. Skerið niður mozzarella ost og dreifið yfir sósuna, kryddið gjarnan pizzuna með salti og pipar. Bakið í ofni við 200°C í 15 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn. Þegar pizzan er klár er gott að skera niður ferskt kál til dæmis klettasalat og dreifa yfir pizzuna ásamt því að rífa niður parmesan ost og dreifa yfir. Berið strax fram og njótið.
Eva Laufey Pastaréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið