Hórumangarinn hressi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 20. júní 2017 07:00 Ég rek hóruhús hérna í bænum,“ sagði sveitungi konu minnar þar sem ég rak nefið í samtal þeirra í strandbæ einum. Það var völlur á honum. Hann var hress og hló eins og hestur en svo kom dálítið á hann þegar hann sá að Bílddælingnum var brugðið. „Þetta er bara eins og hver annar rekstur,“ sagði hann þá. Síðar í samtalinu kom í ljós að hann kunni illa við sig á hóruhúsinu sem kemur þó ekki að sök því hann getur stjórnað öllu klabbinu frá skrifstofunni heima. Svona firring kemur sér víða vel. Fyrirtækið Monsanto framleiddi eitur sem sturtað var yfir frumskóga Víetnam þegar stríðið geisaði þar í landi. Mörg þúsund manns létu lífið og Rauði krossinn telur að um milljón manns búi við örkuml af þessum sökum. Þeir sem unnu við þetta voru eflaust bara að sinna vinnu sinni, stjórnendur voru bara að þóknast hluthöfum og hluthafar búa við þau forréttindi að geta þvegið hendur sínar eins og Pontíus Pílatus forðum. Sama fyrirtæki framleiddi skordýraeitur sem valdið hefur herfilegum mannskaða og berst nú með kjafti og klóm gegn því að erfðabreyttar afurðir verði sérstaklega merktar. Þetta er eflaust bara eins og hver annar rekstur. Hagsmunaverðir vopnaframleiðenda vinna nú að því hörðum höndum að sannfæra Evrópusambandið um að eyða einum milljarði evra árlega í hernaðarrannsóknir. Slíkt samkomulag væri vatn á myllu vopnaframleiðandans eins og MBDA en salt í sár íbúanna sem hafa þolað hremmingar síðustu ára? Hér á Spáni er Lýðflokkurinn við völd en hann er flæktur í 64 spillingarmál en mælist stærstur flokka í skoðanakönnunum. Í stjórnmálum líkt og í viðskiptum virðist hinum siðlausu ganga allt í haginn. Mikill voðalegur kjáni gat ég verið. Auðvitað er hórumangarinn hress. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Ég rek hóruhús hérna í bænum,“ sagði sveitungi konu minnar þar sem ég rak nefið í samtal þeirra í strandbæ einum. Það var völlur á honum. Hann var hress og hló eins og hestur en svo kom dálítið á hann þegar hann sá að Bílddælingnum var brugðið. „Þetta er bara eins og hver annar rekstur,“ sagði hann þá. Síðar í samtalinu kom í ljós að hann kunni illa við sig á hóruhúsinu sem kemur þó ekki að sök því hann getur stjórnað öllu klabbinu frá skrifstofunni heima. Svona firring kemur sér víða vel. Fyrirtækið Monsanto framleiddi eitur sem sturtað var yfir frumskóga Víetnam þegar stríðið geisaði þar í landi. Mörg þúsund manns létu lífið og Rauði krossinn telur að um milljón manns búi við örkuml af þessum sökum. Þeir sem unnu við þetta voru eflaust bara að sinna vinnu sinni, stjórnendur voru bara að þóknast hluthöfum og hluthafar búa við þau forréttindi að geta þvegið hendur sínar eins og Pontíus Pílatus forðum. Sama fyrirtæki framleiddi skordýraeitur sem valdið hefur herfilegum mannskaða og berst nú með kjafti og klóm gegn því að erfðabreyttar afurðir verði sérstaklega merktar. Þetta er eflaust bara eins og hver annar rekstur. Hagsmunaverðir vopnaframleiðenda vinna nú að því hörðum höndum að sannfæra Evrópusambandið um að eyða einum milljarði evra árlega í hernaðarrannsóknir. Slíkt samkomulag væri vatn á myllu vopnaframleiðandans eins og MBDA en salt í sár íbúanna sem hafa þolað hremmingar síðustu ára? Hér á Spáni er Lýðflokkurinn við völd en hann er flæktur í 64 spillingarmál en mælist stærstur flokka í skoðanakönnunum. Í stjórnmálum líkt og í viðskiptum virðist hinum siðlausu ganga allt í haginn. Mikill voðalegur kjáni gat ég verið. Auðvitað er hórumangarinn hress. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun