Fer Renault-Nissan fram úr sölu Volkswagen og Toyota í ár? Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2017 12:30 Nissan Qashqai er einn vel heppnaðara bíla Renault-Nissan bílasamstæðunnar. Ekki munar ýkja miklu á heildarsölu Renault-Nissan og Volkswagen Group og Toyota. Hafa verður þó í huga að við sölu Nissan og Renault bíla hefur bæst við Mitsubishi, en Renault-Nissan keypti Mitsubishi síðastliðið haust. Á fyrstu 4 mánuðum ársins seldi Volkswagen 3,32 milljón bíla, Toyota 3,06 og Renault-Nissan 3,02. Það munar því ekki nema um 300.000 bílum á Renault-Nissan og stærsta bílaframleiðanda heims, Volkswagen. Vöxtur Renault-Nissan í sölu er hinsvegar nokkru meiri en hjá bæði Volkswagen og Toyota og forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn sagði um daginn að það væri ekki loku skotið fyrir það að Renault-Nissan gæti skotist upp fyrir bæði fyrirtækin í sölu áður en árið er á enda.GM fallið í 4. sætiðRenault-Nissan hefur skotið General Motors fyrir neðan sig í sölu á þessu ári en General Motors hefur fallið hratt niður listann á meðal stærstu bílaframleiðenda heims, en vermdi fyrir ekki svo löngu efsta sætið. Nú er hinvegar GM fallið niður í 4. sætið og gerði það fyrst í janúar, en þá fór Renault-Nissan yfir GM í sölu og hefur æ síðan selt meira en GM í hverjum mánuði. Carlos Ghosn lét hafa það eftir sér um daginn að hann byggist við að við mitt ár í ár væri Renault-Nissan farið að selja jafnvel fleiri bíla á hverjum mánuði en bæði Volkswagen Group og Toyota, en hvort það dugi til þess að fara yfir þau bæði í heidarsölunni í ár mun tíminn bara leiða í ljós.Mitsubishi nú innan bílafjölskyldunnarRenault-Nissan, ásamt nú Mitsubishi, hefur aukið sölu sína um 8% á fyrstu 4 mánuðum ársins á meðan Toyota hefur aukið söluna um 6% og hjá Volkswagen Group hefur salan minnkað um 1%. Forvitnilegt er að sjá að Infinity, lúxusarmur Nissan, hefur aukið söluna mest innan þessarar stóru bílafjölskyldu, eða um 24%. Renault hefur aukið söluna um 10% og Nissan og Dacia, sem er í eigu Renault, hafa bæði aukið söluna um 7%. Á meðan hefur bæði Mitsubishi og Lada, sem einnig er í eigu Renault-Nissan, aukið söluna um 5%. Renault-Nissan er með stærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í sölu jeppa og jepplinga og er með 12% hlutdeild þar á heimsvísu. Þar eiga Nissan Quasqai, Nissan X-Trail, Dacia Duster og Renault Kwid stóran þátt í velgengninni. Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent
Ekki munar ýkja miklu á heildarsölu Renault-Nissan og Volkswagen Group og Toyota. Hafa verður þó í huga að við sölu Nissan og Renault bíla hefur bæst við Mitsubishi, en Renault-Nissan keypti Mitsubishi síðastliðið haust. Á fyrstu 4 mánuðum ársins seldi Volkswagen 3,32 milljón bíla, Toyota 3,06 og Renault-Nissan 3,02. Það munar því ekki nema um 300.000 bílum á Renault-Nissan og stærsta bílaframleiðanda heims, Volkswagen. Vöxtur Renault-Nissan í sölu er hinsvegar nokkru meiri en hjá bæði Volkswagen og Toyota og forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn sagði um daginn að það væri ekki loku skotið fyrir það að Renault-Nissan gæti skotist upp fyrir bæði fyrirtækin í sölu áður en árið er á enda.GM fallið í 4. sætiðRenault-Nissan hefur skotið General Motors fyrir neðan sig í sölu á þessu ári en General Motors hefur fallið hratt niður listann á meðal stærstu bílaframleiðenda heims, en vermdi fyrir ekki svo löngu efsta sætið. Nú er hinvegar GM fallið niður í 4. sætið og gerði það fyrst í janúar, en þá fór Renault-Nissan yfir GM í sölu og hefur æ síðan selt meira en GM í hverjum mánuði. Carlos Ghosn lét hafa það eftir sér um daginn að hann byggist við að við mitt ár í ár væri Renault-Nissan farið að selja jafnvel fleiri bíla á hverjum mánuði en bæði Volkswagen Group og Toyota, en hvort það dugi til þess að fara yfir þau bæði í heidarsölunni í ár mun tíminn bara leiða í ljós.Mitsubishi nú innan bílafjölskyldunnarRenault-Nissan, ásamt nú Mitsubishi, hefur aukið sölu sína um 8% á fyrstu 4 mánuðum ársins á meðan Toyota hefur aukið söluna um 6% og hjá Volkswagen Group hefur salan minnkað um 1%. Forvitnilegt er að sjá að Infinity, lúxusarmur Nissan, hefur aukið söluna mest innan þessarar stóru bílafjölskyldu, eða um 24%. Renault hefur aukið söluna um 10% og Nissan og Dacia, sem er í eigu Renault, hafa bæði aukið söluna um 7%. Á meðan hefur bæði Mitsubishi og Lada, sem einnig er í eigu Renault-Nissan, aukið söluna um 5%. Renault-Nissan er með stærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í sölu jeppa og jepplinga og er með 12% hlutdeild þar á heimsvísu. Þar eiga Nissan Quasqai, Nissan X-Trail, Dacia Duster og Renault Kwid stóran þátt í velgengninni.
Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent