Finnur jarðtenginguna heima á Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. júlí 2017 08:00 Ég er búinn að vera á mikilli keyrslu síðustu ár svo að það er ekkert nýtt. Ég ætla að reyna að slaka á með fjölskyldu og vinum í sumar inn á milli tónleika ásamt því að nýta tímann í að klára nýtt efni og fleira,“ segir Jökull. Mynd/Hörður Freyr Brynjarsson Hljómsveitin Kaleo spilar allt að þrjú hundruð daga á ári á tónleikum. Vinsældir sveitarinnar breiðast ört um heiminn. Lag þeirra Way Down We Go fór á síðasta ári í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki alternative tónlistar. Lagið náði gullsölu og hefur selst í þremur milljónum eintaka á heimsvísu. Kaleo hefur undanfarið spilað í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í haust hefst svo Kaleo Express túrinn hjá þeim og tónleikadagskráin verður áfram ansi þétt.Á Thomas Jefferson University spítalanum í Philadelphiu.Reynir á ónæmiskerfið Á dögunum var Jökull fluttur á sjúkrahús vegna streituálags á líkamann. Hann er óðum að jafna sig en þarf að hugsa vel um sig. „Ég fór í fjölda rannsókna og niðurstaðan er að álag og streita tengd stífu tónleikahaldi, ferðalögum og lítilli hvíld hefur sagt til sín. Ég hef þurft að hugsa gífurlega vel um mig þar sem það er erfitt að venjast þessum lífsstíl og reynir mikið á ónæmiskerfið. Oft er maður að ferðast mikið á stuttum tíma og milli tímabelta og þá getur svefninn orðið erfiður. Svo tala ég ekki um að maður er að spila fimm, sex tónleika á viku auk þess að sinna útvarpsheimsóknum og öðrum verkefnum. Ég er búinn að vera á mikilli keyrslu síðustu ár svo að það er ekkert nýtt. Ég ætla að reyna að slaka á með fjölskyldu og vinum í sumar inn á milli tónleika ásamt því að nýta tímann í að klára nýtt efni og fleira,“ segir hann. Jökull er af vinum og ástvinum sagður metnaðarfullur og einbeittur. Stundum finnst honum erfitt að finna stundir til að slaka á og njóta augnabliksins á tónleikaferðalögum ytra. „Þessi lífsstíll er hreinlega svo skrýtinn að maður er alltaf að reyna að finna jafnvægi og fóta sig. Ég finn að jarðtengingin er alltaf mest heima á Íslandi en ég fæ oftast ekki að koma heim nema einu sinni eða tvisvar á ári. Einbeitingin er mikilvæg en það er líka mikilvægt að slaka á og njóta augnabliksins. Það getur stundum verið erfitt,“ segir hann.Aðdáendahópur Kaleo er gríðarstór. Á Facebook fylgja þeim 180 þúsund manns og á Twitter 34 þúsund. Jökull segir aðdáendur geta verið aðgangsharða á netinu. „Mér hefur alltaf þótt vænt um það hvað hlustendahópurinn er breiður og á öllum aldri. Áhorfendur sem koma á tónleika eru iðulega allt frá 18 ára og upp í rúmlega 70 ára. Það þykir mér mikilvægt og gaman að ná til margra á þann hátt. Aðdáendur geta verið aðgangsharðir, meðal annars á netinu, en ég er með margt fólk í vinnu sem filterar flest allt út svo að ég er sjaldnast að sjá margt sem kemur inn. Ég reyni aðallega að einbeita mér að tónlistinni og svo er allt annað bara plús.“Upphafið í Mosfellsbæ Á fáeinum árum hafa strákarnir í Kaleo náð ótrúlegum árangri. Vegferðin hófst í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Jökull hafði verið að semja lög og spilaði þau með vinum sínum. Hljómsveitina stofnuðu þeir Jökull, Davíð Antonsson trommari og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari árið 2012. Seinna bættist í hópinn gítarleikarinn Rubin Pollock. Fyrsta lagið sem náði vinsældum er landsmönnum líklega greypt í minni, Vor í Vaglaskógi, sem þeir fluttu í nýrri og blúsaðri útgáfu. Eftir vinsældisr fyrstu smáskífunnar, All the Pretty Girls, gerðu þeir svo plötusamning við Atlantic records og Warner/Chapell sem fól meðal annars í sér að tónlist þeirra er notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir fluttu til Bandaríkjanna í kjölfarið og gera út frá Nashville.Með Gumma pabba um rétt rúmlega fjögurra ára.„Við náðum mjög vel saman. Við Danni vorum saman í bekk í Varmárskóla en hinir voru jafnaldrar okkar. Í Mosfellsbæ var frábært félagslíf og þarna var gott að vera unglingur. Þetta er lítið og samheldið samfélag þar sem maður þekkir alla. Þótt bærinn fari sífellt stækkandi þá finnst mér það eins og að fara í tímavél að fara þangað. Ég fer og geri sömu hlutina og vanalega og finnst ég vera velkominn,“ segir Jökull. Foreldrar Jökuls eru Þórlaug Sveinsdóttir og Júlíus Hjörleifsson. Guðmundur Vignir Friðjónsson er stjúpfaðir hans og guðmóðir hans er Anna María Jónsdóttir. Öll hafa þau stutt dyggilega við hann og eru honum afar kær. „Ég á þeim öllum alveg ótrúlega mikið að þakka. Ég hef líklega erft mismunandi eiginleika frá hverju þeirra. Móðir mín er ótrúleg manneskja og minn helsti klettur. Mikið af tónlistinni kemur frá Júlíusi föður mínum og mikið af einbeitingunni og rökhugsuninni kemur frá Gumma pabba mínum. Svo á ég einnig frábæra guðmóður, Önnu Maríu Jónsdóttur, sem er mér ótrúlega kær. Þau styðja mig öll í því sem ég geri og hafa alltaf gert. Það að eiga svona bakland er einfaldlega blessun og ég er ótrúlega þakklátur og lánsamur,“ segir Jökull.Barðist fyrir frelsinu Á heimili Jökuls var hlustað á tónlist. Hann lærði sem barn á píanó og kenndi sjálfum sér á gítar. „Mamma hefur alltaf hlustað mikið á tónlist og hún hvatti mig líka til að byrja að spila á píanó um átta ára aldur. Aftur á móti hefur Júlíus faðir minn líklega verið hvað hlutskarpastur þegar kemur að tónlistarlegu uppeldi. Við spiluðum alltaf saman gömlu vínylplöturnar hans og ég hef verið undir miklum áhrifum frá tónlist sem hann ólst upp við eins og Bítlana og fleiri frá þeim tímum. Hann gaf mér líka fyrsta gítarinn og kenndi mér vinnukonugripin,“ segir Jökull og segir þennan klassíska þráð hafa myndað ákveðna miðju í tónlistarsköpun sinni. „Ég er hins vegar ekki í neinum ramma og fylgi ekki einni stefnu tónlistar. Fjölbreytileikinn skiptir mig miklu máli og ég barðist fyrir frelsinu, að vera ekki þvingaður í ramma, þegar ég skrifaði undir samninginn. Ég vil að tónlistin njóti sín og vil semja að vild. Síðasta plata okkar heitir AB; mér fannst það vera heiti við hæfi. Ég vitna í gamlan vínyl þar sem músíkinni var skipt á A- og B-hlið. Á A-hlið voru blúsuð lög en á B-hlið melódísk og róleg lög.“ Hann neitar því þó ekki að blúsinn eigi sterk ítök í honum. „Blúsinn er hluti af mér, ég er hrifinn af honum og það er ef til vill vegna áhrifa af plötunum sem pabbi spilaði þegar ég var lítill. En svo er þetta ein suðupottur af tónlist og lífsreynslu sem maður sækir í þegar maður er að semja og spila tónlist.“Ástvinir duglegir að fljúga út Vegna álagsins og annríkisins hafa fjölskylda og vinir verið dugleg við að ferðast til Bandaríkjanna til Jökuls. „Maður þarf alveg á því að halda þegar maður er að ferðast svona mikið. Þá þarf maður þessa nærveru. Það er ekki nóg að koma heim í þessu fáu skipti, þá nærist maður mikið á því að fá ástvini í heimsókn.“ Nú eru nærri þrjú ár liðin síðan þeir félagar í Kaleo fluttu til Bandaríkjanna og margt hefur breyst.„Eftirspurnin eykst í sífellu. Við höfum ekki við að anna henni en reynum eftir fremsta megni. Maður uppsker nefnilega eftir því og þess vegna er svo mikilvægt að spila þar sem fólk vill. Þegar við lítum til baka þá höfum við komist ótrúlega langt. En þetta eru allt lítil skref. Við reynum að horfa á þetta þannig. Eitt skref í einu, einn dagur í einu. Það finnst mér gott að hafa í huga þegar ég verð þreyttur. Við verðum allir þreyttir. Núna er annatími, þetta er tími tónlistarhátíða bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Það er pökkuð dagskrá út sumarið,“ segir Jökull og beðinn um að rifja upp eftirminnilegustu tónleikana síðustu misseri nefnir hann til dæmis Red Rocks tónlistarstaðinn í Colorado. „Það er alltaf skemmtilegast að fylgja eftir nýrri plötu. En ég hef samt gaman af fjölbreytileikanum. Stundum erum við að spila fyrir tugi þúsunda en stundum aðeins fyrir fáeina aðila. Red Rocks tónleikastaðurinn í Colorado var mjög eftirminnilegur og ég hlakka til að spila þar næst.“ Hann segist lítið stressaður áður en hann fer á svið. „Ég hef ekki fundið fyrir miklum sviðsskrekk eða slíku en miklu frekar farginu af streitunni sem fylgir lífsstílnum, að koma fram nánast daglega og sofa lítið. En ég geri ýmislegt til að vinna á móti streitunni. Ég er duglegur að hreyfa mig og það er ákveðin hugleiðsla að komast í ræktina og ná að gleyma mér í rúman klukkutíma á dag.Semur í rútum Hann þarf að nýta þann litla tíma sem hann hefur mjög vel til að semja tónlist. „Þetta er miklu skrýtnara líf en fólk getur ímyndað sér. Við ferðumst ótrúlega mikið bæði með flugi og rútu. Erum alltaf á flugvöllum og í flugvélum. Og erum líka stöðugt á ferð í rútum þvert yfir Bandaríkin. Á milli tónleika er ég líka í viðtölum eða að spila í útvarpi og koma fram. Ég neyðist auðvitað núorðið til að semja mikið bara aftur í rútunni eða á hótelherbergjum en ég sem líka mikið þegar ég kem heim til Íslands. Mér finnst til dæmis frábært að fara út á land eða í sumarbústað og semja. Mér hefur oft þótt gott að breyta um umhverfi og gerði svolítið af því áður fyrr að fara til Spánar á sumrin og semja þar. Nú vill maður auðvitað bara koma sem mest heim til Íslands þegar færi gefst. Ég tala nú ekki um á þessum tíma ársins sem að er algjörlega einstakur.Ég hleð batteríin hér heima og er duglegur að ferðast um landið þegar ég er hér. Ég er mikið fyrir austan enda bjó ég nokkur ár barnæskunnar á Höfn í Hornafirði. Ég er líka duglegur að fara norður og vestur. Þangað á ég líka ættir að rekja. Mamma gengur mikið á fjöll og útivist er fjölskyldusportið. Ég hef sterkar tilfinningar til íslenskrar náttúru og þær hafa styrkst eftir að ég flutti út. Við verðum að standa okkur vel í því að varðveita náttúruna sem við eigum hérna heima með auknum ferðamannafjölda og meiri ágangi. Ég sé þetta svo vel þar ég bý. Hvað það er einstakt sem við eigum hér og hvað náttúran veitir okkur mikil lífsgæði.“Jökull segir tónlistina vera sitt markmið í lífinu. „Ég skráði mig tvisvar í háskólann og ætlaði að læra heimspeki. Hver veit hvað verður seinna í lífinu. Ég rek mitt eigið fyrirtæki og trúi því að maður eigi að elta drauma sína. Það er auðvelt að missa einbeitingu og fókus. Það er margt sem togar í mann. Sérstaklega í þessum lífsstíl. En þetta er langhlaup og það er viðbúið að maður þurfi stundum á hvíld að halda áður en maður heldur hlaupinu áfram. Ég kvarta ekki. Þetta er gott líf og ég er þakklátur. Aðalmarkmiðið núna er að eignast frítíma, geta ráðið meiru sjálfur. Vinna meira heima við og í hljóðveri. Og að geta verið á einum stað í einu meira yfir árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kaleo Tónlist Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. 15. júní 2017 18:28 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo spilar allt að þrjú hundruð daga á ári á tónleikum. Vinsældir sveitarinnar breiðast ört um heiminn. Lag þeirra Way Down We Go fór á síðasta ári í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki alternative tónlistar. Lagið náði gullsölu og hefur selst í þremur milljónum eintaka á heimsvísu. Kaleo hefur undanfarið spilað í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í haust hefst svo Kaleo Express túrinn hjá þeim og tónleikadagskráin verður áfram ansi þétt.Á Thomas Jefferson University spítalanum í Philadelphiu.Reynir á ónæmiskerfið Á dögunum var Jökull fluttur á sjúkrahús vegna streituálags á líkamann. Hann er óðum að jafna sig en þarf að hugsa vel um sig. „Ég fór í fjölda rannsókna og niðurstaðan er að álag og streita tengd stífu tónleikahaldi, ferðalögum og lítilli hvíld hefur sagt til sín. Ég hef þurft að hugsa gífurlega vel um mig þar sem það er erfitt að venjast þessum lífsstíl og reynir mikið á ónæmiskerfið. Oft er maður að ferðast mikið á stuttum tíma og milli tímabelta og þá getur svefninn orðið erfiður. Svo tala ég ekki um að maður er að spila fimm, sex tónleika á viku auk þess að sinna útvarpsheimsóknum og öðrum verkefnum. Ég er búinn að vera á mikilli keyrslu síðustu ár svo að það er ekkert nýtt. Ég ætla að reyna að slaka á með fjölskyldu og vinum í sumar inn á milli tónleika ásamt því að nýta tímann í að klára nýtt efni og fleira,“ segir hann. Jökull er af vinum og ástvinum sagður metnaðarfullur og einbeittur. Stundum finnst honum erfitt að finna stundir til að slaka á og njóta augnabliksins á tónleikaferðalögum ytra. „Þessi lífsstíll er hreinlega svo skrýtinn að maður er alltaf að reyna að finna jafnvægi og fóta sig. Ég finn að jarðtengingin er alltaf mest heima á Íslandi en ég fæ oftast ekki að koma heim nema einu sinni eða tvisvar á ári. Einbeitingin er mikilvæg en það er líka mikilvægt að slaka á og njóta augnabliksins. Það getur stundum verið erfitt,“ segir hann.Aðdáendahópur Kaleo er gríðarstór. Á Facebook fylgja þeim 180 þúsund manns og á Twitter 34 þúsund. Jökull segir aðdáendur geta verið aðgangsharða á netinu. „Mér hefur alltaf þótt vænt um það hvað hlustendahópurinn er breiður og á öllum aldri. Áhorfendur sem koma á tónleika eru iðulega allt frá 18 ára og upp í rúmlega 70 ára. Það þykir mér mikilvægt og gaman að ná til margra á þann hátt. Aðdáendur geta verið aðgangsharðir, meðal annars á netinu, en ég er með margt fólk í vinnu sem filterar flest allt út svo að ég er sjaldnast að sjá margt sem kemur inn. Ég reyni aðallega að einbeita mér að tónlistinni og svo er allt annað bara plús.“Upphafið í Mosfellsbæ Á fáeinum árum hafa strákarnir í Kaleo náð ótrúlegum árangri. Vegferðin hófst í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Jökull hafði verið að semja lög og spilaði þau með vinum sínum. Hljómsveitina stofnuðu þeir Jökull, Davíð Antonsson trommari og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari árið 2012. Seinna bættist í hópinn gítarleikarinn Rubin Pollock. Fyrsta lagið sem náði vinsældum er landsmönnum líklega greypt í minni, Vor í Vaglaskógi, sem þeir fluttu í nýrri og blúsaðri útgáfu. Eftir vinsældisr fyrstu smáskífunnar, All the Pretty Girls, gerðu þeir svo plötusamning við Atlantic records og Warner/Chapell sem fól meðal annars í sér að tónlist þeirra er notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir fluttu til Bandaríkjanna í kjölfarið og gera út frá Nashville.Með Gumma pabba um rétt rúmlega fjögurra ára.„Við náðum mjög vel saman. Við Danni vorum saman í bekk í Varmárskóla en hinir voru jafnaldrar okkar. Í Mosfellsbæ var frábært félagslíf og þarna var gott að vera unglingur. Þetta er lítið og samheldið samfélag þar sem maður þekkir alla. Þótt bærinn fari sífellt stækkandi þá finnst mér það eins og að fara í tímavél að fara þangað. Ég fer og geri sömu hlutina og vanalega og finnst ég vera velkominn,“ segir Jökull. Foreldrar Jökuls eru Þórlaug Sveinsdóttir og Júlíus Hjörleifsson. Guðmundur Vignir Friðjónsson er stjúpfaðir hans og guðmóðir hans er Anna María Jónsdóttir. Öll hafa þau stutt dyggilega við hann og eru honum afar kær. „Ég á þeim öllum alveg ótrúlega mikið að þakka. Ég hef líklega erft mismunandi eiginleika frá hverju þeirra. Móðir mín er ótrúleg manneskja og minn helsti klettur. Mikið af tónlistinni kemur frá Júlíusi föður mínum og mikið af einbeitingunni og rökhugsuninni kemur frá Gumma pabba mínum. Svo á ég einnig frábæra guðmóður, Önnu Maríu Jónsdóttur, sem er mér ótrúlega kær. Þau styðja mig öll í því sem ég geri og hafa alltaf gert. Það að eiga svona bakland er einfaldlega blessun og ég er ótrúlega þakklátur og lánsamur,“ segir Jökull.Barðist fyrir frelsinu Á heimili Jökuls var hlustað á tónlist. Hann lærði sem barn á píanó og kenndi sjálfum sér á gítar. „Mamma hefur alltaf hlustað mikið á tónlist og hún hvatti mig líka til að byrja að spila á píanó um átta ára aldur. Aftur á móti hefur Júlíus faðir minn líklega verið hvað hlutskarpastur þegar kemur að tónlistarlegu uppeldi. Við spiluðum alltaf saman gömlu vínylplöturnar hans og ég hef verið undir miklum áhrifum frá tónlist sem hann ólst upp við eins og Bítlana og fleiri frá þeim tímum. Hann gaf mér líka fyrsta gítarinn og kenndi mér vinnukonugripin,“ segir Jökull og segir þennan klassíska þráð hafa myndað ákveðna miðju í tónlistarsköpun sinni. „Ég er hins vegar ekki í neinum ramma og fylgi ekki einni stefnu tónlistar. Fjölbreytileikinn skiptir mig miklu máli og ég barðist fyrir frelsinu, að vera ekki þvingaður í ramma, þegar ég skrifaði undir samninginn. Ég vil að tónlistin njóti sín og vil semja að vild. Síðasta plata okkar heitir AB; mér fannst það vera heiti við hæfi. Ég vitna í gamlan vínyl þar sem músíkinni var skipt á A- og B-hlið. Á A-hlið voru blúsuð lög en á B-hlið melódísk og róleg lög.“ Hann neitar því þó ekki að blúsinn eigi sterk ítök í honum. „Blúsinn er hluti af mér, ég er hrifinn af honum og það er ef til vill vegna áhrifa af plötunum sem pabbi spilaði þegar ég var lítill. En svo er þetta ein suðupottur af tónlist og lífsreynslu sem maður sækir í þegar maður er að semja og spila tónlist.“Ástvinir duglegir að fljúga út Vegna álagsins og annríkisins hafa fjölskylda og vinir verið dugleg við að ferðast til Bandaríkjanna til Jökuls. „Maður þarf alveg á því að halda þegar maður er að ferðast svona mikið. Þá þarf maður þessa nærveru. Það er ekki nóg að koma heim í þessu fáu skipti, þá nærist maður mikið á því að fá ástvini í heimsókn.“ Nú eru nærri þrjú ár liðin síðan þeir félagar í Kaleo fluttu til Bandaríkjanna og margt hefur breyst.„Eftirspurnin eykst í sífellu. Við höfum ekki við að anna henni en reynum eftir fremsta megni. Maður uppsker nefnilega eftir því og þess vegna er svo mikilvægt að spila þar sem fólk vill. Þegar við lítum til baka þá höfum við komist ótrúlega langt. En þetta eru allt lítil skref. Við reynum að horfa á þetta þannig. Eitt skref í einu, einn dagur í einu. Það finnst mér gott að hafa í huga þegar ég verð þreyttur. Við verðum allir þreyttir. Núna er annatími, þetta er tími tónlistarhátíða bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Það er pökkuð dagskrá út sumarið,“ segir Jökull og beðinn um að rifja upp eftirminnilegustu tónleikana síðustu misseri nefnir hann til dæmis Red Rocks tónlistarstaðinn í Colorado. „Það er alltaf skemmtilegast að fylgja eftir nýrri plötu. En ég hef samt gaman af fjölbreytileikanum. Stundum erum við að spila fyrir tugi þúsunda en stundum aðeins fyrir fáeina aðila. Red Rocks tónleikastaðurinn í Colorado var mjög eftirminnilegur og ég hlakka til að spila þar næst.“ Hann segist lítið stressaður áður en hann fer á svið. „Ég hef ekki fundið fyrir miklum sviðsskrekk eða slíku en miklu frekar farginu af streitunni sem fylgir lífsstílnum, að koma fram nánast daglega og sofa lítið. En ég geri ýmislegt til að vinna á móti streitunni. Ég er duglegur að hreyfa mig og það er ákveðin hugleiðsla að komast í ræktina og ná að gleyma mér í rúman klukkutíma á dag.Semur í rútum Hann þarf að nýta þann litla tíma sem hann hefur mjög vel til að semja tónlist. „Þetta er miklu skrýtnara líf en fólk getur ímyndað sér. Við ferðumst ótrúlega mikið bæði með flugi og rútu. Erum alltaf á flugvöllum og í flugvélum. Og erum líka stöðugt á ferð í rútum þvert yfir Bandaríkin. Á milli tónleika er ég líka í viðtölum eða að spila í útvarpi og koma fram. Ég neyðist auðvitað núorðið til að semja mikið bara aftur í rútunni eða á hótelherbergjum en ég sem líka mikið þegar ég kem heim til Íslands. Mér finnst til dæmis frábært að fara út á land eða í sumarbústað og semja. Mér hefur oft þótt gott að breyta um umhverfi og gerði svolítið af því áður fyrr að fara til Spánar á sumrin og semja þar. Nú vill maður auðvitað bara koma sem mest heim til Íslands þegar færi gefst. Ég tala nú ekki um á þessum tíma ársins sem að er algjörlega einstakur.Ég hleð batteríin hér heima og er duglegur að ferðast um landið þegar ég er hér. Ég er mikið fyrir austan enda bjó ég nokkur ár barnæskunnar á Höfn í Hornafirði. Ég er líka duglegur að fara norður og vestur. Þangað á ég líka ættir að rekja. Mamma gengur mikið á fjöll og útivist er fjölskyldusportið. Ég hef sterkar tilfinningar til íslenskrar náttúru og þær hafa styrkst eftir að ég flutti út. Við verðum að standa okkur vel í því að varðveita náttúruna sem við eigum hérna heima með auknum ferðamannafjölda og meiri ágangi. Ég sé þetta svo vel þar ég bý. Hvað það er einstakt sem við eigum hér og hvað náttúran veitir okkur mikil lífsgæði.“Jökull segir tónlistina vera sitt markmið í lífinu. „Ég skráði mig tvisvar í háskólann og ætlaði að læra heimspeki. Hver veit hvað verður seinna í lífinu. Ég rek mitt eigið fyrirtæki og trúi því að maður eigi að elta drauma sína. Það er auðvelt að missa einbeitingu og fókus. Það er margt sem togar í mann. Sérstaklega í þessum lífsstíl. En þetta er langhlaup og það er viðbúið að maður þurfi stundum á hvíld að halda áður en maður heldur hlaupinu áfram. Ég kvarta ekki. Þetta er gott líf og ég er þakklátur. Aðalmarkmiðið núna er að eignast frítíma, geta ráðið meiru sjálfur. Vinna meira heima við og í hljóðveri. Og að geta verið á einum stað í einu meira yfir árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kaleo Tónlist Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. 15. júní 2017 18:28 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. 15. júní 2017 18:28