Óttast að þolendur vilji ekki skemma partíið með kæru Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 Eistnaflug hefur verið haldin árlega síðan sumarið 2005. Mynd/Freyja Gylfadóttir Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu." Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu."
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira