Óáfengur Watermelon Firecracker: Ávextir og ber það svalasta nú Sæunn Gísladóttir skrifar 29. júlí 2017 09:00 Sævar Örnólfsson, barþjónn á Sushi Social. Vísir/Andri Marinó Sumarið nær hámarki sínu núna um helgina og því tilvalið að gera sér sumarlegan kokteil. Fréttablaðið fékk sérfræðinga frá Sushi Social, Pablo Discobar og Slippbarnum til að töfra fram nokkra kokteila fyrir árstíðina. Sævar Örnólfsson, barþjónn á Sushi Social, reyddi fram vatnsmelónudrykkinn Watermelon Firecracker og Elderflower drykkinn Popsicle. Óáfengur Watermelon Firecracker.Vísir/Andri Marinó Óáfengur Watermelon Firecracker Nokkrir bitar af vatnsmelónu 7,5cl af trönuberjasafa 4cl af engifersírópi 3cl lime safi Hristist með klökum og síað ofan í glas með klökum.Engifer síróp50/50 af venjulegum sykri og vatnit.d. 500 ml af vatni og 500 g af sykri200g engifer Vatn og sykur sett í pott og beðið þar til sykurinn leysist upp, hræra vel í öðru hvoru. Það sett í blandara og látið liggja í smá í kælingu, svo er engiferið síað úr sírópinu. Popsicle.Vísir/Andri Marinó Popsicle 3cl Amaretto 3cl Elderflower líkjör 3cl Lime safi 3cl Ananassafi 3cl Sykursíróp Hristist með klökum og síað ofan í glas með klökum.Sykur síróp 50/50 af venjulegum sykri og vatni t.d. 500 ml af vatni og 500 g af sykri, sett í pott og beðið þar til sykurinn leysist upp, hræra vel í öðru hvoru og sett svo í kælingu. Alana Hudkins barþjónn á Slippbarnum.Vísir/Andri Marinó Hjá Slippbarnum töfraði Alana Hudkins sumarlega drykki fram. Að sögn Alönu er eitt mest spennandi fyrirbærið í sumar drykkir með litlu áfengismagni. Þeir sem eru að fá sér kokteil hafi ekki endilega áhuga á að vera farnir að finna á sér þegar þeir eru hálfnaðir með drykkinn. Einnig getur hátt verð á áfengi hér á landi leitt til þess að kokteilar verða mjög dýrir. Með því að nota minna áfengismagn í drykki og láta viðskiptavini vita af því getum við gert fleira fólki kleift að smakka hágæða drykki án þess að hafa neikvæð áhrif á veskið þeirra (eða lifrina). Á nýjum matseðli Slippbarsins, sem mun líta dagsins ljós í næsta mánuði, munu ódýrari drykkir með lægra áfengismagni verða í boði. Hawaian.Vísir/Andri Marinó Hér er einn heitasti drykkur sumarsins að mati Alönu: Hawaian Highball eða Collins glas 15ml Tanqueray Rangpur gin 15ml Sacred Rosehip Cup (eða annar líkjör eins og Campari) 15ml Cocchi americano white vermouth ~100ml (1/2 flaska) Thomas Henry cherry blossom tonic Áfengið er sett yfir ís í glas. Tóniki hellt ofan í og hrært í. Borið fram með niðurrifnum greipávexti. Digital Love.Vísir/Andri Marinó Hér mælir hún svo með einum óáfengum: Digital Love (óáfengur) Hátt glas ~1/2 cm ferskt engifer 60ml hibiscus te* 30ml ferskur lime safi 15ml ananassíróp** 15ml kanilsíróp*** Örlítið sódavatn * Til að gera hibiscus te er tekin handfylli af þurrkuðum hibiscus blómum og setið út í heitt vatn og látið malla í 15-20 mínútur, síið svo og kælið. Hægt er að kaupa hibiscus í verslunum sem selja taílenskan mat. ** Til að búa til ananassíróp er jafnt magn af ananas og hvítum sykri soðið á lágum hita þangað til djúsinn og sykurinn hafa orðið að sírópi, síið og kælið. *** Kanilsíróp: blandið saman 1,5 hlutum af sykri og einum hlut af vatni og hitað upp. Bætið við kanilstöngum og hitið undir suðumarki í um 10 mínútur þar til sykurinn leysist upp. Síið og kælið. Nota má kanilstangirnar aftur sem skraut. Engiferið er kramið í kokteilmixara og svo er öllu öðru bætt út í nema sódavatni. Hristið með klökum og síið í glas, bætið ofan á sódavatni og hrærið hægt. Skreytið með blómi eða myntu. Teitur Sciöth barþjónn hjá Pablo Discobar.Mynd/Sigurjón Ragnar Teitur Sciöth barþjónn hjá Pablo Discobar segir mikið um berkjakokteila í sumar. „Fólk virðist leita mikið í berjakokteila þetta sumar og þess vegna notum við helling af hindberjum á Pablo Discobar," segir Teitur. Blushing Ginger.Mynd/Sigurjón Ragnar Teitur býður upp á engiferdrykk Blushing Ginger: (óáfengur) 20 ml heimagert hindberjasíróp 20 ml ferskur lime safi Toppað með engiferbjór Skreytt með mintu og blómum Hindberja daiquiri.Mynd/Sigurjón Ragnar Hinn drykkur Teits er frosinn slush. Hindberja daiquiri: 45 ml hvítt romm 30 ml blitsuð hindber 25 ml heimagert hindberjasíróp 25 ml ferskur lime safi 1 skúpa mulinn klaki Hendið í blandara. Skreytið með kirsuberjum, mintu og fíneríi. Áfengi frá Norðurlöndum í tísku Erlendis eru klassísk trend sem koma sterk inn í sumar til að mynda litlar regnhlífar ofan í drykkjunum og margarítur, sangríur og Aperol Spritz njóta mikilla vinsælda þessa árstíð. USA Today greinir frá því að það sé exótískt þema í sumardrykkjum í Bandaríkjunum, hvort sem um ræðir glösin, regnhlífarnar eða drykkinn sjálfan. Einnig koma ávextir og ber eftir árstíð þar inn en í Chicago er til dæmis brómberja mojito aðal æðið. Í Bretlandi prófa mestu kokteilaðdáendurnir nú að skipta út Aperol Spritz fyrir Spritz Cynar sem er einnig ítalskt líkjör. Cynar er dekkra líkjör en er einnig biturt á bragðið. Telegraph greinir frá þessu og bætir við að bretar séu að skipta út vodka og tónik fyrir vermouth og tónik sem er talið mun bragðmeira áfengi. Bretar eru miklir aðdáendur freyðivíns og hefur sala á því aukist um 80 prósent á síðustu fimm árum. Sérfræðingar Telegraph mæla þó með að skipta út freyðivíninu fyrir franciacorta sem er helsta tískan núna í Mílanó á Ítalíu. Einnig mæla sérfræðingar Telegraph með áfengi frá Norðurlöndum sem nýtist okkur Íslendingum vel, þar sem við þurfum ekki einu sinni að flytja það inn. Birtist í Fréttablaðinu Drykkir Kokteilar Uppskriftir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sumarið nær hámarki sínu núna um helgina og því tilvalið að gera sér sumarlegan kokteil. Fréttablaðið fékk sérfræðinga frá Sushi Social, Pablo Discobar og Slippbarnum til að töfra fram nokkra kokteila fyrir árstíðina. Sævar Örnólfsson, barþjónn á Sushi Social, reyddi fram vatnsmelónudrykkinn Watermelon Firecracker og Elderflower drykkinn Popsicle. Óáfengur Watermelon Firecracker.Vísir/Andri Marinó Óáfengur Watermelon Firecracker Nokkrir bitar af vatnsmelónu 7,5cl af trönuberjasafa 4cl af engifersírópi 3cl lime safi Hristist með klökum og síað ofan í glas með klökum.Engifer síróp50/50 af venjulegum sykri og vatnit.d. 500 ml af vatni og 500 g af sykri200g engifer Vatn og sykur sett í pott og beðið þar til sykurinn leysist upp, hræra vel í öðru hvoru. Það sett í blandara og látið liggja í smá í kælingu, svo er engiferið síað úr sírópinu. Popsicle.Vísir/Andri Marinó Popsicle 3cl Amaretto 3cl Elderflower líkjör 3cl Lime safi 3cl Ananassafi 3cl Sykursíróp Hristist með klökum og síað ofan í glas með klökum.Sykur síróp 50/50 af venjulegum sykri og vatni t.d. 500 ml af vatni og 500 g af sykri, sett í pott og beðið þar til sykurinn leysist upp, hræra vel í öðru hvoru og sett svo í kælingu. Alana Hudkins barþjónn á Slippbarnum.Vísir/Andri Marinó Hjá Slippbarnum töfraði Alana Hudkins sumarlega drykki fram. Að sögn Alönu er eitt mest spennandi fyrirbærið í sumar drykkir með litlu áfengismagni. Þeir sem eru að fá sér kokteil hafi ekki endilega áhuga á að vera farnir að finna á sér þegar þeir eru hálfnaðir með drykkinn. Einnig getur hátt verð á áfengi hér á landi leitt til þess að kokteilar verða mjög dýrir. Með því að nota minna áfengismagn í drykki og láta viðskiptavini vita af því getum við gert fleira fólki kleift að smakka hágæða drykki án þess að hafa neikvæð áhrif á veskið þeirra (eða lifrina). Á nýjum matseðli Slippbarsins, sem mun líta dagsins ljós í næsta mánuði, munu ódýrari drykkir með lægra áfengismagni verða í boði. Hawaian.Vísir/Andri Marinó Hér er einn heitasti drykkur sumarsins að mati Alönu: Hawaian Highball eða Collins glas 15ml Tanqueray Rangpur gin 15ml Sacred Rosehip Cup (eða annar líkjör eins og Campari) 15ml Cocchi americano white vermouth ~100ml (1/2 flaska) Thomas Henry cherry blossom tonic Áfengið er sett yfir ís í glas. Tóniki hellt ofan í og hrært í. Borið fram með niðurrifnum greipávexti. Digital Love.Vísir/Andri Marinó Hér mælir hún svo með einum óáfengum: Digital Love (óáfengur) Hátt glas ~1/2 cm ferskt engifer 60ml hibiscus te* 30ml ferskur lime safi 15ml ananassíróp** 15ml kanilsíróp*** Örlítið sódavatn * Til að gera hibiscus te er tekin handfylli af þurrkuðum hibiscus blómum og setið út í heitt vatn og látið malla í 15-20 mínútur, síið svo og kælið. Hægt er að kaupa hibiscus í verslunum sem selja taílenskan mat. ** Til að búa til ananassíróp er jafnt magn af ananas og hvítum sykri soðið á lágum hita þangað til djúsinn og sykurinn hafa orðið að sírópi, síið og kælið. *** Kanilsíróp: blandið saman 1,5 hlutum af sykri og einum hlut af vatni og hitað upp. Bætið við kanilstöngum og hitið undir suðumarki í um 10 mínútur þar til sykurinn leysist upp. Síið og kælið. Nota má kanilstangirnar aftur sem skraut. Engiferið er kramið í kokteilmixara og svo er öllu öðru bætt út í nema sódavatni. Hristið með klökum og síið í glas, bætið ofan á sódavatni og hrærið hægt. Skreytið með blómi eða myntu. Teitur Sciöth barþjónn hjá Pablo Discobar.Mynd/Sigurjón Ragnar Teitur Sciöth barþjónn hjá Pablo Discobar segir mikið um berkjakokteila í sumar. „Fólk virðist leita mikið í berjakokteila þetta sumar og þess vegna notum við helling af hindberjum á Pablo Discobar," segir Teitur. Blushing Ginger.Mynd/Sigurjón Ragnar Teitur býður upp á engiferdrykk Blushing Ginger: (óáfengur) 20 ml heimagert hindberjasíróp 20 ml ferskur lime safi Toppað með engiferbjór Skreytt með mintu og blómum Hindberja daiquiri.Mynd/Sigurjón Ragnar Hinn drykkur Teits er frosinn slush. Hindberja daiquiri: 45 ml hvítt romm 30 ml blitsuð hindber 25 ml heimagert hindberjasíróp 25 ml ferskur lime safi 1 skúpa mulinn klaki Hendið í blandara. Skreytið með kirsuberjum, mintu og fíneríi. Áfengi frá Norðurlöndum í tísku Erlendis eru klassísk trend sem koma sterk inn í sumar til að mynda litlar regnhlífar ofan í drykkjunum og margarítur, sangríur og Aperol Spritz njóta mikilla vinsælda þessa árstíð. USA Today greinir frá því að það sé exótískt þema í sumardrykkjum í Bandaríkjunum, hvort sem um ræðir glösin, regnhlífarnar eða drykkinn sjálfan. Einnig koma ávextir og ber eftir árstíð þar inn en í Chicago er til dæmis brómberja mojito aðal æðið. Í Bretlandi prófa mestu kokteilaðdáendurnir nú að skipta út Aperol Spritz fyrir Spritz Cynar sem er einnig ítalskt líkjör. Cynar er dekkra líkjör en er einnig biturt á bragðið. Telegraph greinir frá þessu og bætir við að bretar séu að skipta út vodka og tónik fyrir vermouth og tónik sem er talið mun bragðmeira áfengi. Bretar eru miklir aðdáendur freyðivíns og hefur sala á því aukist um 80 prósent á síðustu fimm árum. Sérfræðingar Telegraph mæla þó með að skipta út freyðivíninu fyrir franciacorta sem er helsta tískan núna í Mílanó á Ítalíu. Einnig mæla sérfræðingar Telegraph með áfengi frá Norðurlöndum sem nýtist okkur Íslendingum vel, þar sem við þurfum ekki einu sinni að flytja það inn.
Birtist í Fréttablaðinu Drykkir Kokteilar Uppskriftir Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira