Game of Thrones: Taflmennirnir fara að detta af borðinu Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 08:45 Vísir/HBO Spennuspillir! Hér að neðan verður farið yfir hvað gerðist í síðasta þætti Game of Thrones. Þá verður ýmislegt rifjað upp og einnig verður farið yfir hvað getur gerst í framtíðinni. Svo eitthvað sé nefnt.Þannig að ef þið eigið eftir að horfa á nýjasta þáttinn er ekki sniðugt að fara niður fyrir GIF-ið hér að neðan. Sjú! Hunskastu! via GIPHYAnnar þáttur sjöundu þáttaraðar Game of Thrones var, að mestu, í rólegri kantinum. Þrátt fyrir að þættirnir eru einungis sjö virðist sem að forsvarsmenn GOT séu ekki að drífa sig um of. Það má þó sjá að vegalengdir eru farnar að skipta sífellt minna í þáttunum og helstu söguhetjur þáttanna eru farnar að ferðast um langar vegalengdir á einungis nokkrum dögum, eða að því virðist. Þannig að pressan til að koma öllu til skila er til staðar. Fyrstu tveir þættirnir virðast snúa að því að undirbúa stilla upp fyrir það sem koma skal í næstu fimm.Tyrion Lannister byrjaði þáttinn á því að útskýra fyrir að óþolinmóðri Daenerys Targaryen að hún vildi ekki brenna Westeros til ösku áður en hún tæki þar völdin. Það væri ekki gott og vill Tyrion að þau taki sér sinn tíma í að undirbúa innrásina og koma öllum taflmönnunum á réttan stað. Á meðan þau eru að því eru Cersei og Jaime Lannister að færa eigin taflmenn til og safna fleirum. Daenerys dró hollystu geldingsins Varys í efa, sem er svo sem skiljanlegt, en tímasetningin er skrítin. Varys hefur verið í hirð Daenerys í nokkur ár núna.Vanhæfni ekki tilefni til blindrar hollustu Varys þjónaði Aerys, föður Daenerys. Svo þjónaði hann Robert Baratheon, sem tók hásætið frá Aerys. Varys þjónaði næst Joffrey Baratheon. Hann hefur þjónað mörgum konungum og á sama tíma lagt á ráðin gegn þeim. Varys fæddist sem þræll í borginni Lys. Þar vann hann meðal skemmtikrafta sem ferðuðust á milli hinna frjálsu borgaEssos og jafnvel til Kings Landing. Hann var þó seldur til galdrakarls sem skar af honum getnaðarliminn og eistun og brenndi þau í fórnarathöfn. Það er ástæðan fyrir því að Varys er illa við galdra og presta R'hllor.Hann byggði sig upp frá engu með því að stela munum sem þjófar höfðu stolið og selja upprunalegu eigendum þeirra munina aftur. Þá byggði hann upp umfangsmikið net uppljóstrara og þjófa, að mestu úr börnum, og varð einn voldugasti maður hinna frjálsu borga. Á þeim tímapunkti var Aerys „Hinn óði“ að verða sífellt óðari og var hann hættur að treysta öllum í kringum sig. Því réð hann Varys til Kings Landing. Varys hefur þó ekki gleymt uppruna sínum og segist hann ekki skulda neinum konungi blinda hollustu. Hann berjist fyrir fólkið. Það lítur út fyrir að Daenerys yrði góð drottning. Hún sættir sig við svar Varys, en segir að ef honum þyki hún ekki vera að standa sig eigi hann ekki að brugga launráð gegn henni. Þess í stað eigi hann að segja henni hvernig hún sé að bregðast fólkinu. Svo bætir hún smá viðvörun við. Eðlilega.Skömmu seinna mætti Melisandre til Dragonstone til að ræða við Daenerys, Tyrion og félaga. Þrátt fyrir að Jon Snow hafi rekið hana á brott í síðustu þáttaröðu virðist hún halda áfam að þjóna honum og er hún að reyna að útvega honum bandamenn. Mikið óveður herjaði á eyjuna og var mikið rok og mikil rigning. Samt var Melisandre skrjáfaþurr á fundi þeirra. Hver veit, kannski gerir hálsmenið hennar meira en að fela raunverulegt útlit hennar?Azor Ahai Hún ræddi við Daenerys um spádóminn um Azor Ahai. Það er umfangsmikill spádómur í söguheimi George RR Martin og fjallar um forna hetju sem barðist gegn miklu myrkri með logandi sverði. Hetja þessi á að endurfæðast þegar mikil ógn steðjar að heiminum til að berjast gegn henni. Melisandre var áður fyrr sannfærð um að Stannis Baratheon væri Azor Ahai, en telur að nú sé það Jon Snow. Hann muni stöðva framsókn hinna dauðu. Í bókunum dreymdi Jon Snow að hann stæði á toppi Veggsins með rautt logandi sverð í hendi og stæði í miklum bardaga gegn hinum dauðu. Það, og sú staðreynd að Rhaegar Targaryen sé faðir hans, hefur veitt þeirri kenningu að hann sé Azor Ahai byr undir báða vængi. Daenerys þykir þó einnig líkleg og framleiðendur þáttanna gáfu það sterklega í skyn í síðasta þætti, með því að benda á að spádómurinn um Azor Ahai væri sneri ekki að „prinsi“ heldur „prinsi eða prinsessu“.Fleiri möguleika má sjá hér, en þeir miða þó við bækurnar.Melisandre stakk upp á því að Daenerys myndi kalla Jon Snow á sinn fund. Hann samþykkti og lagði strax af stað. Tvær ástæður voru fyrir því. Sú fyrsta er að Jon vill koma höndum yfir eins mikið af hrafntinnu (Dragonglass) og hann getur og búa til vopn. Hrafntinna drepur White Walkers og gengur einnig frá hinum dauðu. Önnur ástæðan var að Jon vantar bandamenn. Hann veit að Norðrið getur ekki staðið eitt gegn heri hinna dauðu og drekar eru væntanlega mjög öflugir gegn þeim.Ættarmót? Það var þó hálf pirrandi að Jon lagði af stað áður en Bran Stark kom til Winterfell. Í síðasta þætti komst hann suður fyrir Veginn og var í Castle Black. Hann veit nefnilega að Jon og Daenerys eru skyld. Deanerys er dóttir Aerys, Hins óða, Targaryen, en Jon er sonur Rheagar Targaryen, sem var sonur Aerys Það verður spennandi að sjá hvort að Jon hitti dreka Daenerys, en þeir koma iðulega betur fram við fólk sem er með Targaryenblóð í æðum sínum.Eins og til dæmis Tyrion í síðastu þáttaröð. Þegar hann losaði festar drekanna Rhaegal og Viserion. Það er nefnilega til nokkuð sannfærandi kenning um að Tyrion sé í raun hálfbróðir Daenerys. Að hann sé sonur Aerys hins óða og Joanna Lannister. Jon og Daenerys munu funda í næsta þætti og verður spennandi að sjá hvort að Jon geti sannfært hana um að hinir dauðu séu hin raunverulega ógn sem steðji að Westeros.Smá tís úr trailernum fyrir næsta þáttDaenerys og Tyrion (aðallega hann) vilja forðast að nota útlenda heri gegn íbúum Westeros. Því vilja þau ekki senda hjörð af Dothraki til Kings Landing. Cersei notaði það að í herjum Daenerys væru ekkert nema óðir Dothraki og geldingar til þess að þjappa lávörðum Westeros að baki sér, en það á eftir að koma í ljós hve vel það gekk. Þá áttu þau Yara og Theon að flytja þær Ellaria Sand og systurnar Tyene, Obara og Nymeria Sand til Dorne. Þar áttu þær að safna saman her Dorne og ráðast á Kings Landing ásamt her Olennu Tyrell.AbbababbEuron Greyjoy var þó ekki á því að leyfa það. Hann kom og sótti gjöfina sem hann ætlar sér að gefa Cersei fyrir hönd hennar. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Euron að ramba á flota frændsistkina sinna um miðja nótt og ekki bara það, heldur tókst honum að sigla beint á skip Yöru og Theon og án nokkura ljósa. Euron drap þær Obara og Nymeria og handsamaði Ellariu og Tyene.Hvað í ósköpunum var hún Nymeria annars að gera með þessa svipu þarna? Það eru vopnaðir menn út um allt skip og hún virðist hafa ætlað sér að smala þeim frá borði eins og rollum.Hann handsamaði einnig Yöru og manaði Theon að koma henni til bjargar. Theon var þó ekki lengur um borð. Í stað Theon var Reek mættur aftur og flúði hann með því að stökkva frá borði. Þetta var ekki fallegt að sjá. Theon var mikill fáviti í byrjun þáttanna en misþyrmingar Ramsey Bolton og björgun Sönsu gerðu manni erfitt að hata hann. Gera má ráð fyrir því að Euron muni flytja þær Ellariu og Tyene til Kings Landing. Þær tóku þátt í því að eitra fyrir Myrcellu, dóttur Cersei og Jaime, og er ekki ólíklegt að drottningin muni taka gjöfinni. Það var Ellaria sem eitraði fyrir henni með kossi og nú vill svo til að Euron handsamaði Ellariu og dóttir hennar Tyene. Cersei mun líklega ekki hlífa þeim. Hvað gerir Jaime þá? Hann vill augljóslega ekki að Cersei giftist Euron.Svart var það Allt ráðabrugg Tyrion er nú ónýtt þar sem Dorne virðist úr leik. Systurnar og Elissa myrtu stjórnanda Dorne og nú virðist sem að enginn sé til að taka við þeim. Þetta var svo sem skiljanleg ákvörðun framleiðanda Game of Thrones og þá sérstaklega í ljósi þess að allir þættirnir sem sneru að Dorne og systrunum þremur fengu hrottalegt áhorf. Þar fóru framleiðendur þáttanna illa með persónur sem eru þó nokkuð áhugaverðar í bókunum. Dorne er þó svo til gott sem hið eina af konungsríkjunum sjö sem hafa nánast engan þátt tekið í átökunum hingað til. Þar af leiðandi er allur her þeirra í flottu standi og Dorne ætti að geta skipt verulega máli. Svo virðist hins vegar ekki ætla að verða. Enginn virðist stjórna þar lengur, þar sem allir eru dauðir. Einhverjir þurfa þó að taka Kings Landing og herir Tyrell fjölskyldunnar (sem er eiginlega bara Olenna) ráða varla við það sjálfir. Grey Worm og hinir Unsullied eru á leiðinni til Casterly Rock og því koma bara Dothraki til greina. Það stefnir allt í heljarinnar orrustu um höfuðborg Westeros. Drekar og Dothraki.Þetta verður rugl.Hvað er eiginlega málið með Aryu? Hvernig getur það verið að hún hafi verið í Westeros um nokkurt skeið allavega og ekki vitað að Jon bróðir hennar væri konungur Norðursins? Svo virðist sem að hún hafi ekki leitað sér minnstu upplýsinga um stöðuna í Westeros, áður en hún hóf krossferð sína. Hún komst að því þegar hún hitti Hot Pie.Hann var einn af þeim ungu drengjum sem Arya var á leið norður með henni í annarri þáttaröð, áður en menn Cersei réðust á þau í leit að Gendry, óskilgetnum syni Robert Baratheon.Þau voru handsömuð og þjónuðu Tywin Lannister í Harrenhal, áður en einn af hinum Andlitslausu, Jaqen H'gar, hjálpaði þeim að flýja. Arya tók þá ákvörðun að flýta sér til Winterfell og hitta Jon aftur. Á leiðinni varð hún þó umkringd af úlfum og var einn þeirra einkar stór. Það er ekki skrítið ef það eru einhverjir sem muna ekki eftir Nymeriu, en hún hefur ekki sést síðan í fyrstu þáttaröð.Rak Nymeriu á brott Þá var Eddard Stark og hans fólk á leið suður til Kings Landing ásamt föruneyti konungsins. Nymeria beit Joffrey Baratheon og konungurinn skipaði Ned að drepa úlfana Lady, sem Sansa átti, og Nymeria, sem Arya átti. Arya rak Nymeria í staðinn á brott.Síðan þá hefur úlfurinn ekkert sést í þáttunum. Það er þó ekki þannig í bókunum. Nymeria stofnaði alræmda úlfahjörð sem innihélt fjölda úlfa og herjaði á íbúa Riverlands, hermenn og alla sem fóru þar um. Arya bað úlfinn um að koma með sér til Winterfell. Að koma aftur heim, en Nymeria gekk á brott. Í fyrstu var Arya miður sín, en svo sagði hún: „Það ert ekki þú“ og virtist sátt. Það er tilvísun í fyrstu þáttaröðina þegar Eddard var að segja Aryu að einhvern daginn myndi hún giftast lávarði og búa í kastala, eignast haug af sonum og gera fullt af lafði-dóti. Hún svaraði: „Nei. Það er ekki ég“ og gekk á brott.Í mínum huga var það besta sem gerðist í þessum annars rólega þætti þegar Jon Snow hótaði að drepa drullusokkinn Petyr Baelish, ef hann snerti Sönsu. Það var ef til vill ekkert það gáfulegasta sem Jon hefur gert, þar sem Littlefinger hefur látið drepa ansi marga í Game of Thrones, en jeminn hvað það var ánægjulegt. Littlefinger er nefnilega undirförull fáviti sem vill verða konungur Westeros, með Sönsu sér við hlið, og Jon Snow stendur í vegi hans. Hann hefur svikið alla sem hann hefur lýst yfir hliðhollu við og er bara óþolandi, eins og ég hef marg oft skrifað. Það er vonandi að Tyrion segi Jon frá því að það hafi verið Baelish sem sveik Eddard Stark í hendur Cersei og olli því að hann missti höfuðið. Þá gæti Sansa mögulega sagt lávörðum The Vale að hann henti eiginkonu sinni Lysa Arryn/Baelish, út um tungldyrnar. Það verður einhver að fara segja eitthvað!Lýkur baráttunni um Westeros í ár? Við skulum vona að nú sé búið að stilla flestum persónum upp fyrir átök sumarsins. Það má leiða líkur að því að baráttan um Westeros klárist í þessari þáttaröð og sú næsta fjalli um baráttuna um heiminn. Stemmi það hjá mér er nánast óhjákvæmilegt að fjölmargar persónur muni deyja í næstu þáttum.Hér má sjá framleiðendur Game of Thrones ræða síðasta þátt. Svo má við þetta allt saman bæta að það má finna miklar upplýsingar um hinar ýmsu persónur, og í raun allt mögulegt, á Wikisíðu Game of Thrones. Þar vantar þó bakgrunnsupplýsingar þar sem hún er eingöngu um þættina. Til að finna slíkar upplýsingar má fletta upp sömu persónum, eða í raun öllu mögulega, á Wikisíðu A Song of Ice and Fire bókanna. Það er mjög auðvelt að missa heilu klukktímana í að flakka á milli linka þar. Svo er það auðvitað kortið af heiminum. Það má sjá mjög gott kort hér, þar sem hægt er að smella á staði til að fá frekari upplýsingar. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Norðrið man! Sjöunda þáttaröð Game of Thrones rúllar af stað. 19. júlí 2017 08:45 Fullt hús á frumsýningu Game of Thrones Fjöldi fólks lagði leið sína í Smárabíó í nótt á frumsýningu Stöðvar 2 á fyrsta þætti sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 17. júlí 2017 10:45 HBO birtir upprifjunarmyndband fyrir sunnudagskvöldið Þarna er farið yfir hvað allar helstu persónurnar hafa verið að bauka í sex þáttaröðum og óhætt er að segja að á sama tíma sé HBO að byggja upp smá spennu meðal aðdáenda þáttanna og bókanna. 14. júlí 2017 18:07 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Spennuspillir! Hér að neðan verður farið yfir hvað gerðist í síðasta þætti Game of Thrones. Þá verður ýmislegt rifjað upp og einnig verður farið yfir hvað getur gerst í framtíðinni. Svo eitthvað sé nefnt.Þannig að ef þið eigið eftir að horfa á nýjasta þáttinn er ekki sniðugt að fara niður fyrir GIF-ið hér að neðan. Sjú! Hunskastu! via GIPHYAnnar þáttur sjöundu þáttaraðar Game of Thrones var, að mestu, í rólegri kantinum. Þrátt fyrir að þættirnir eru einungis sjö virðist sem að forsvarsmenn GOT séu ekki að drífa sig um of. Það má þó sjá að vegalengdir eru farnar að skipta sífellt minna í þáttunum og helstu söguhetjur þáttanna eru farnar að ferðast um langar vegalengdir á einungis nokkrum dögum, eða að því virðist. Þannig að pressan til að koma öllu til skila er til staðar. Fyrstu tveir þættirnir virðast snúa að því að undirbúa stilla upp fyrir það sem koma skal í næstu fimm.Tyrion Lannister byrjaði þáttinn á því að útskýra fyrir að óþolinmóðri Daenerys Targaryen að hún vildi ekki brenna Westeros til ösku áður en hún tæki þar völdin. Það væri ekki gott og vill Tyrion að þau taki sér sinn tíma í að undirbúa innrásina og koma öllum taflmönnunum á réttan stað. Á meðan þau eru að því eru Cersei og Jaime Lannister að færa eigin taflmenn til og safna fleirum. Daenerys dró hollystu geldingsins Varys í efa, sem er svo sem skiljanlegt, en tímasetningin er skrítin. Varys hefur verið í hirð Daenerys í nokkur ár núna.Vanhæfni ekki tilefni til blindrar hollustu Varys þjónaði Aerys, föður Daenerys. Svo þjónaði hann Robert Baratheon, sem tók hásætið frá Aerys. Varys þjónaði næst Joffrey Baratheon. Hann hefur þjónað mörgum konungum og á sama tíma lagt á ráðin gegn þeim. Varys fæddist sem þræll í borginni Lys. Þar vann hann meðal skemmtikrafta sem ferðuðust á milli hinna frjálsu borgaEssos og jafnvel til Kings Landing. Hann var þó seldur til galdrakarls sem skar af honum getnaðarliminn og eistun og brenndi þau í fórnarathöfn. Það er ástæðan fyrir því að Varys er illa við galdra og presta R'hllor.Hann byggði sig upp frá engu með því að stela munum sem þjófar höfðu stolið og selja upprunalegu eigendum þeirra munina aftur. Þá byggði hann upp umfangsmikið net uppljóstrara og þjófa, að mestu úr börnum, og varð einn voldugasti maður hinna frjálsu borga. Á þeim tímapunkti var Aerys „Hinn óði“ að verða sífellt óðari og var hann hættur að treysta öllum í kringum sig. Því réð hann Varys til Kings Landing. Varys hefur þó ekki gleymt uppruna sínum og segist hann ekki skulda neinum konungi blinda hollustu. Hann berjist fyrir fólkið. Það lítur út fyrir að Daenerys yrði góð drottning. Hún sættir sig við svar Varys, en segir að ef honum þyki hún ekki vera að standa sig eigi hann ekki að brugga launráð gegn henni. Þess í stað eigi hann að segja henni hvernig hún sé að bregðast fólkinu. Svo bætir hún smá viðvörun við. Eðlilega.Skömmu seinna mætti Melisandre til Dragonstone til að ræða við Daenerys, Tyrion og félaga. Þrátt fyrir að Jon Snow hafi rekið hana á brott í síðustu þáttaröðu virðist hún halda áfam að þjóna honum og er hún að reyna að útvega honum bandamenn. Mikið óveður herjaði á eyjuna og var mikið rok og mikil rigning. Samt var Melisandre skrjáfaþurr á fundi þeirra. Hver veit, kannski gerir hálsmenið hennar meira en að fela raunverulegt útlit hennar?Azor Ahai Hún ræddi við Daenerys um spádóminn um Azor Ahai. Það er umfangsmikill spádómur í söguheimi George RR Martin og fjallar um forna hetju sem barðist gegn miklu myrkri með logandi sverði. Hetja þessi á að endurfæðast þegar mikil ógn steðjar að heiminum til að berjast gegn henni. Melisandre var áður fyrr sannfærð um að Stannis Baratheon væri Azor Ahai, en telur að nú sé það Jon Snow. Hann muni stöðva framsókn hinna dauðu. Í bókunum dreymdi Jon Snow að hann stæði á toppi Veggsins með rautt logandi sverð í hendi og stæði í miklum bardaga gegn hinum dauðu. Það, og sú staðreynd að Rhaegar Targaryen sé faðir hans, hefur veitt þeirri kenningu að hann sé Azor Ahai byr undir báða vængi. Daenerys þykir þó einnig líkleg og framleiðendur þáttanna gáfu það sterklega í skyn í síðasta þætti, með því að benda á að spádómurinn um Azor Ahai væri sneri ekki að „prinsi“ heldur „prinsi eða prinsessu“.Fleiri möguleika má sjá hér, en þeir miða þó við bækurnar.Melisandre stakk upp á því að Daenerys myndi kalla Jon Snow á sinn fund. Hann samþykkti og lagði strax af stað. Tvær ástæður voru fyrir því. Sú fyrsta er að Jon vill koma höndum yfir eins mikið af hrafntinnu (Dragonglass) og hann getur og búa til vopn. Hrafntinna drepur White Walkers og gengur einnig frá hinum dauðu. Önnur ástæðan var að Jon vantar bandamenn. Hann veit að Norðrið getur ekki staðið eitt gegn heri hinna dauðu og drekar eru væntanlega mjög öflugir gegn þeim.Ættarmót? Það var þó hálf pirrandi að Jon lagði af stað áður en Bran Stark kom til Winterfell. Í síðasta þætti komst hann suður fyrir Veginn og var í Castle Black. Hann veit nefnilega að Jon og Daenerys eru skyld. Deanerys er dóttir Aerys, Hins óða, Targaryen, en Jon er sonur Rheagar Targaryen, sem var sonur Aerys Það verður spennandi að sjá hvort að Jon hitti dreka Daenerys, en þeir koma iðulega betur fram við fólk sem er með Targaryenblóð í æðum sínum.Eins og til dæmis Tyrion í síðastu þáttaröð. Þegar hann losaði festar drekanna Rhaegal og Viserion. Það er nefnilega til nokkuð sannfærandi kenning um að Tyrion sé í raun hálfbróðir Daenerys. Að hann sé sonur Aerys hins óða og Joanna Lannister. Jon og Daenerys munu funda í næsta þætti og verður spennandi að sjá hvort að Jon geti sannfært hana um að hinir dauðu séu hin raunverulega ógn sem steðji að Westeros.Smá tís úr trailernum fyrir næsta þáttDaenerys og Tyrion (aðallega hann) vilja forðast að nota útlenda heri gegn íbúum Westeros. Því vilja þau ekki senda hjörð af Dothraki til Kings Landing. Cersei notaði það að í herjum Daenerys væru ekkert nema óðir Dothraki og geldingar til þess að þjappa lávörðum Westeros að baki sér, en það á eftir að koma í ljós hve vel það gekk. Þá áttu þau Yara og Theon að flytja þær Ellaria Sand og systurnar Tyene, Obara og Nymeria Sand til Dorne. Þar áttu þær að safna saman her Dorne og ráðast á Kings Landing ásamt her Olennu Tyrell.AbbababbEuron Greyjoy var þó ekki á því að leyfa það. Hann kom og sótti gjöfina sem hann ætlar sér að gefa Cersei fyrir hönd hennar. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Euron að ramba á flota frændsistkina sinna um miðja nótt og ekki bara það, heldur tókst honum að sigla beint á skip Yöru og Theon og án nokkura ljósa. Euron drap þær Obara og Nymeria og handsamaði Ellariu og Tyene.Hvað í ósköpunum var hún Nymeria annars að gera með þessa svipu þarna? Það eru vopnaðir menn út um allt skip og hún virðist hafa ætlað sér að smala þeim frá borði eins og rollum.Hann handsamaði einnig Yöru og manaði Theon að koma henni til bjargar. Theon var þó ekki lengur um borð. Í stað Theon var Reek mættur aftur og flúði hann með því að stökkva frá borði. Þetta var ekki fallegt að sjá. Theon var mikill fáviti í byrjun þáttanna en misþyrmingar Ramsey Bolton og björgun Sönsu gerðu manni erfitt að hata hann. Gera má ráð fyrir því að Euron muni flytja þær Ellariu og Tyene til Kings Landing. Þær tóku þátt í því að eitra fyrir Myrcellu, dóttur Cersei og Jaime, og er ekki ólíklegt að drottningin muni taka gjöfinni. Það var Ellaria sem eitraði fyrir henni með kossi og nú vill svo til að Euron handsamaði Ellariu og dóttir hennar Tyene. Cersei mun líklega ekki hlífa þeim. Hvað gerir Jaime þá? Hann vill augljóslega ekki að Cersei giftist Euron.Svart var það Allt ráðabrugg Tyrion er nú ónýtt þar sem Dorne virðist úr leik. Systurnar og Elissa myrtu stjórnanda Dorne og nú virðist sem að enginn sé til að taka við þeim. Þetta var svo sem skiljanleg ákvörðun framleiðanda Game of Thrones og þá sérstaklega í ljósi þess að allir þættirnir sem sneru að Dorne og systrunum þremur fengu hrottalegt áhorf. Þar fóru framleiðendur þáttanna illa með persónur sem eru þó nokkuð áhugaverðar í bókunum. Dorne er þó svo til gott sem hið eina af konungsríkjunum sjö sem hafa nánast engan þátt tekið í átökunum hingað til. Þar af leiðandi er allur her þeirra í flottu standi og Dorne ætti að geta skipt verulega máli. Svo virðist hins vegar ekki ætla að verða. Enginn virðist stjórna þar lengur, þar sem allir eru dauðir. Einhverjir þurfa þó að taka Kings Landing og herir Tyrell fjölskyldunnar (sem er eiginlega bara Olenna) ráða varla við það sjálfir. Grey Worm og hinir Unsullied eru á leiðinni til Casterly Rock og því koma bara Dothraki til greina. Það stefnir allt í heljarinnar orrustu um höfuðborg Westeros. Drekar og Dothraki.Þetta verður rugl.Hvað er eiginlega málið með Aryu? Hvernig getur það verið að hún hafi verið í Westeros um nokkurt skeið allavega og ekki vitað að Jon bróðir hennar væri konungur Norðursins? Svo virðist sem að hún hafi ekki leitað sér minnstu upplýsinga um stöðuna í Westeros, áður en hún hóf krossferð sína. Hún komst að því þegar hún hitti Hot Pie.Hann var einn af þeim ungu drengjum sem Arya var á leið norður með henni í annarri þáttaröð, áður en menn Cersei réðust á þau í leit að Gendry, óskilgetnum syni Robert Baratheon.Þau voru handsömuð og þjónuðu Tywin Lannister í Harrenhal, áður en einn af hinum Andlitslausu, Jaqen H'gar, hjálpaði þeim að flýja. Arya tók þá ákvörðun að flýta sér til Winterfell og hitta Jon aftur. Á leiðinni varð hún þó umkringd af úlfum og var einn þeirra einkar stór. Það er ekki skrítið ef það eru einhverjir sem muna ekki eftir Nymeriu, en hún hefur ekki sést síðan í fyrstu þáttaröð.Rak Nymeriu á brott Þá var Eddard Stark og hans fólk á leið suður til Kings Landing ásamt föruneyti konungsins. Nymeria beit Joffrey Baratheon og konungurinn skipaði Ned að drepa úlfana Lady, sem Sansa átti, og Nymeria, sem Arya átti. Arya rak Nymeria í staðinn á brott.Síðan þá hefur úlfurinn ekkert sést í þáttunum. Það er þó ekki þannig í bókunum. Nymeria stofnaði alræmda úlfahjörð sem innihélt fjölda úlfa og herjaði á íbúa Riverlands, hermenn og alla sem fóru þar um. Arya bað úlfinn um að koma með sér til Winterfell. Að koma aftur heim, en Nymeria gekk á brott. Í fyrstu var Arya miður sín, en svo sagði hún: „Það ert ekki þú“ og virtist sátt. Það er tilvísun í fyrstu þáttaröðina þegar Eddard var að segja Aryu að einhvern daginn myndi hún giftast lávarði og búa í kastala, eignast haug af sonum og gera fullt af lafði-dóti. Hún svaraði: „Nei. Það er ekki ég“ og gekk á brott.Í mínum huga var það besta sem gerðist í þessum annars rólega þætti þegar Jon Snow hótaði að drepa drullusokkinn Petyr Baelish, ef hann snerti Sönsu. Það var ef til vill ekkert það gáfulegasta sem Jon hefur gert, þar sem Littlefinger hefur látið drepa ansi marga í Game of Thrones, en jeminn hvað það var ánægjulegt. Littlefinger er nefnilega undirförull fáviti sem vill verða konungur Westeros, með Sönsu sér við hlið, og Jon Snow stendur í vegi hans. Hann hefur svikið alla sem hann hefur lýst yfir hliðhollu við og er bara óþolandi, eins og ég hef marg oft skrifað. Það er vonandi að Tyrion segi Jon frá því að það hafi verið Baelish sem sveik Eddard Stark í hendur Cersei og olli því að hann missti höfuðið. Þá gæti Sansa mögulega sagt lávörðum The Vale að hann henti eiginkonu sinni Lysa Arryn/Baelish, út um tungldyrnar. Það verður einhver að fara segja eitthvað!Lýkur baráttunni um Westeros í ár? Við skulum vona að nú sé búið að stilla flestum persónum upp fyrir átök sumarsins. Það má leiða líkur að því að baráttan um Westeros klárist í þessari þáttaröð og sú næsta fjalli um baráttuna um heiminn. Stemmi það hjá mér er nánast óhjákvæmilegt að fjölmargar persónur muni deyja í næstu þáttum.Hér má sjá framleiðendur Game of Thrones ræða síðasta þátt. Svo má við þetta allt saman bæta að það má finna miklar upplýsingar um hinar ýmsu persónur, og í raun allt mögulegt, á Wikisíðu Game of Thrones. Þar vantar þó bakgrunnsupplýsingar þar sem hún er eingöngu um þættina. Til að finna slíkar upplýsingar má fletta upp sömu persónum, eða í raun öllu mögulega, á Wikisíðu A Song of Ice and Fire bókanna. Það er mjög auðvelt að missa heilu klukktímana í að flakka á milli linka þar. Svo er það auðvitað kortið af heiminum. Það má sjá mjög gott kort hér, þar sem hægt er að smella á staði til að fá frekari upplýsingar.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Norðrið man! Sjöunda þáttaröð Game of Thrones rúllar af stað. 19. júlí 2017 08:45 Fullt hús á frumsýningu Game of Thrones Fjöldi fólks lagði leið sína í Smárabíó í nótt á frumsýningu Stöðvar 2 á fyrsta þætti sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 17. júlí 2017 10:45 HBO birtir upprifjunarmyndband fyrir sunnudagskvöldið Þarna er farið yfir hvað allar helstu persónurnar hafa verið að bauka í sex þáttaröðum og óhætt er að segja að á sama tíma sé HBO að byggja upp smá spennu meðal aðdáenda þáttanna og bókanna. 14. júlí 2017 18:07 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fullt hús á frumsýningu Game of Thrones Fjöldi fólks lagði leið sína í Smárabíó í nótt á frumsýningu Stöðvar 2 á fyrsta þætti sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 17. júlí 2017 10:45
HBO birtir upprifjunarmyndband fyrir sunnudagskvöldið Þarna er farið yfir hvað allar helstu persónurnar hafa verið að bauka í sex þáttaröðum og óhætt er að segja að á sama tíma sé HBO að byggja upp smá spennu meðal aðdáenda þáttanna og bókanna. 14. júlí 2017 18:07