Stjórnsýslufúsk hjá Reykjavíkurborg Kjartan Magnússon skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Aðeins tveir umsækjendur sóttu um stöðu borgarlögmanns sem nýlega var auglýst. Taka þarf til skoðunar af hverju þetta embætti er ekki eftirsóknarverðara en raun ber vitni þar sem það er eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hvernig staðið hefur verið að ráðningum stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum. Sagt er að einfaldur mælikvarði á það hvort stjórnsýsla sé í lagi hjá stjórnvaldi, hvort vandað sé til vinnubragða við ráðningar á vegum þess. Æðstu embættismenn borgarinnar eru ráðnir af borgarráði en borgarstjóri hefur mest að segja um ráðningarferlið og leggur tillögur fyrir borgarráð. Hefur ítrekað þurft að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferli sem stýrt er af Degi B. Eggertssyni vegna óeðlilegra vinnubragða. Hefur hann hvað eftir annað leitast við að takmarka upplýsingagjöf til borgarráðsfulltrúa vegna slíkra ráðninga og þannig gert þeim ókleift að kynna sér málsgögn og ganga úr skugga um að mat sé lagt á umsækjendur með eðlilegum hætti. Dæmi um þetta er ráðning borgarritara í desember sl. en þá var ráðið í stöðuna á fundi borgarráðs þótt málið væri ekki á útsendri dagskrá. Sautján manns sóttu um stöðuna en borgarráðsmenn fengu engin gögn um málið fyrir fundinn. Á miðjum fundi afhenti borgarstjóri fulltrúum minnihlutans þá tillögu sína að náinn samstarfsmaður hans yrði ráðinn í stöðuna með þeim skilaboðum að tillagan yrði afgreidd í lok fundar. Tillagan var fimm blaðsíður að lengd og augljóst að ómögulegt væri fyrir borgarráðsmenn að kynna sér efni hennar ásamt fylgigögnum (umsóknum og matsblöðum) samhliða öðrum fundarstörfum. Ekki var orðið við ósk fulltrúa minnihlutans um frestun málsins til næsta fundar til að þeir gætu fullnægt lögboðnum skilyrðum um að kynna sér gögn máls áður en ákvörðun er tekin. Einnig má nefna nýlegar ráðningar í stöður sviðsstjóra þar sem óeðlileg vinnubrögð voru viðhöfð. Með slíkum vinnubrögðum hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans skaðað stjórnsýslu borgarinnar og dregið úr þeim kröfum sem eðlilegt er að séu viðhafðar við ráðningar æðstu stjórnenda á vegum hennar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun