Heilt lið af frönskum NBA-stjörnum mun missa af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 17:00 Tony Parker er hættur í franska landsliðinu og hann er ekki eina franska NBA-stjarnan sem missir af EM: Vísir/EPA Franska körfuboltalandsliðið er eins og það íslenska að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í körfubolta en Frakkar eru með okkur Íslendingum í riðli í Helsinki. Flestir af þekktustu leikmönnum Frakka verða ekki með á Eurobasket í ár sem ættu að vera ágætar fréttir fyrir íslenska liðið enda Frakkar illviðráðanlegir með fullskipað lið. Síðasta NBA-stjarna Frakka til að detta út var Timothe Luwawu-Cabarrot sem leikur með liði Philadelphia 76ers. Luwawu-Cabarrot er meiddur á hné og getur ekki gefið kost á sér. Luwawu-Cabarrot er 22 ára og 198 sentímetra skotbakvörður eða lítill framherji en hann var valinn í nýliðavali NBA sumarið 2016. Luwawu-Cabarrot var með 6,4 stig og 2,2 fráköst að meðaltali á 17,2 mínútum í leik í NBA-deildinni 2016-17. Hann bætist nú í hóp fleiri franskra stjarna sem eru forfallaðir á EM. Leikstjórnandinn Tony Parker, framherjinn Mickael Gelabale og kraftframherjinn Florent Pietrus hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna. Auk þeirra eru bakvörðurinn Nicolas Batum hjá Charlotte Hornets, miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz og miðherjinn Ian Mahinmi hjá Washington Wizards allir að glíma við meiðsli og geta því ekki verið með liðinu í Finnlandi. Parker, Batum og Gobert væru allir pottþéttir byrjunarliðsmenn væru þeir með en þeir Gelabale, Pietrus og Mahinmi hefðu örugglega fengið allir stórt hlutverk líka. NBA-leikmenn franska Eurobasket hópsins sem eftir standa eru Joffrey Lauvergne hjá Chicago Bulls, Evan Fournier hjá Orlando Magic, Boris Diaw hjá Utah Jazz, Yakuba Ouattara hjá Brooklyn Nets og Kevin Séraphin hjá Indiana Pacers. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Franska körfuboltalandsliðið er eins og það íslenska að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í körfubolta en Frakkar eru með okkur Íslendingum í riðli í Helsinki. Flestir af þekktustu leikmönnum Frakka verða ekki með á Eurobasket í ár sem ættu að vera ágætar fréttir fyrir íslenska liðið enda Frakkar illviðráðanlegir með fullskipað lið. Síðasta NBA-stjarna Frakka til að detta út var Timothe Luwawu-Cabarrot sem leikur með liði Philadelphia 76ers. Luwawu-Cabarrot er meiddur á hné og getur ekki gefið kost á sér. Luwawu-Cabarrot er 22 ára og 198 sentímetra skotbakvörður eða lítill framherji en hann var valinn í nýliðavali NBA sumarið 2016. Luwawu-Cabarrot var með 6,4 stig og 2,2 fráköst að meðaltali á 17,2 mínútum í leik í NBA-deildinni 2016-17. Hann bætist nú í hóp fleiri franskra stjarna sem eru forfallaðir á EM. Leikstjórnandinn Tony Parker, framherjinn Mickael Gelabale og kraftframherjinn Florent Pietrus hafa allir lagt landsliðsskóna á hilluna. Auk þeirra eru bakvörðurinn Nicolas Batum hjá Charlotte Hornets, miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz og miðherjinn Ian Mahinmi hjá Washington Wizards allir að glíma við meiðsli og geta því ekki verið með liðinu í Finnlandi. Parker, Batum og Gobert væru allir pottþéttir byrjunarliðsmenn væru þeir með en þeir Gelabale, Pietrus og Mahinmi hefðu örugglega fengið allir stórt hlutverk líka. NBA-leikmenn franska Eurobasket hópsins sem eftir standa eru Joffrey Lauvergne hjá Chicago Bulls, Evan Fournier hjá Orlando Magic, Boris Diaw hjá Utah Jazz, Yakuba Ouattara hjá Brooklyn Nets og Kevin Séraphin hjá Indiana Pacers.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira