Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð Jón Páll Hreinsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Ísafjarðardjúp er talið afar heppilegt svæði til að halda úti fiskeldi. Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi eins og fram kemur í burðarþolsmati sem stofnunin gaf út sl. vetur. Eldislax er verðmætur fiskur og skilar meiri verðmætum á hvert kíló en bolfiskur. Þannig mun 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík. Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf. Þá eru ótalin afleiddu störfin, störfin sem skapast í samfélaginu vegna aukningar á opinberri þjónustu og annarri almennri þjónustu. Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp. Utan þessa hefur starfsemi fiskeldisfyrirtækja jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga, en fiskeldisfyrirtæki eru t.d. mikilvægir viðskiptavinir hafnarsjóða sveitarfélaganna. Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum. Það þarf því ekki að efast um að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi mun skipta sköpum fyrir samfélögin við Djúp. Þúsundir nýrra starfa og fjölgun íbúa munu auka getu sveitarfélaganna til að byggja upp betra samfélag. Betra samfélag sem ekki verður lengur í stöðugri varnarbaráttu með tilheyrandi fækkun íbúa þar sem sífellt erfiðara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem íbúar eiga skilið. Betra samfélag er sjálfbært samfélag , sem viðheldur sér og vex í sátt við menn, líf, umhverfi og framtíð. Þessi mikilvæga uppbygging má ekki ganga á náttúruna með óafturkræfum hætti og nauðsynlegt að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta er á að þrjár laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi verði fyrir skaða vegna erfðablöndunar við strokufiska úr fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ýmsir hafa gagnrýnt skýrsluna og forsendur hennar og viljað hunsa niðurstöður hennar. Aðrir hafa jafnvel ýjað að því að fórna mætti laxastofninum í þessum fallegu laxveiðiám. Þess þarf ekki og að sjálfsögðu á náttúran að njóta vafans, eins og hún hefur fengið að gera í gegnum allt leyfisferli fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er hins vegar einnig fjallað um mótvægisaðgerðir sem fiskeldisfyrirtæki geta gripið til til að minnka áhættuna á erfðablöndun. Fiskeldisfyrirtækin hafa sjálf talað fyrir mótvægisaðgerðum og hafa þau fjallað um þær í sínum umsóknum um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Það er krafa okkar að samfélagið við djúp fái líka að njóta vafans og það verði reynt á umræddar mótvægisaðgerðir. Áhættumatið verði endurmetið á forsendum mótvægisaðgerða og ný sviðsmynd verði gerð á forsendum þess. Umræddar laxveiðiár verði jafnframt vaktaðar sérstaklega og fylgst með hvernig villti stofninn bregst við fiskeldi. Ef vel tekst til með fiskeldið og sannanlega verði sýnt fram á að mótvægisaðgerðir virki, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi strax á næsta ári. Á sama tíma fær náttúran áfram að njóta vafans. Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan. Það eru allar forsendur fyrir hendi, lýðfræðilegar, líffræðilegar, vistvænar og hagrænar að menn og laxar, hvort sem þeir lifa villt eða í eldi, eigi sér öfluga sameiginlega framtíð við Ísafjarðardjúp. Það er kjarni málsins.Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ísafjarðardjúp er talið afar heppilegt svæði til að halda úti fiskeldi. Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi eins og fram kemur í burðarþolsmati sem stofnunin gaf út sl. vetur. Eldislax er verðmætur fiskur og skilar meiri verðmætum á hvert kíló en bolfiskur. Þannig mun 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík. Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf. Þá eru ótalin afleiddu störfin, störfin sem skapast í samfélaginu vegna aukningar á opinberri þjónustu og annarri almennri þjónustu. Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp. Utan þessa hefur starfsemi fiskeldisfyrirtækja jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga, en fiskeldisfyrirtæki eru t.d. mikilvægir viðskiptavinir hafnarsjóða sveitarfélaganna. Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum. Það þarf því ekki að efast um að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi mun skipta sköpum fyrir samfélögin við Djúp. Þúsundir nýrra starfa og fjölgun íbúa munu auka getu sveitarfélaganna til að byggja upp betra samfélag. Betra samfélag sem ekki verður lengur í stöðugri varnarbaráttu með tilheyrandi fækkun íbúa þar sem sífellt erfiðara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem íbúar eiga skilið. Betra samfélag er sjálfbært samfélag , sem viðheldur sér og vex í sátt við menn, líf, umhverfi og framtíð. Þessi mikilvæga uppbygging má ekki ganga á náttúruna með óafturkræfum hætti og nauðsynlegt að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta er á að þrjár laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi verði fyrir skaða vegna erfðablöndunar við strokufiska úr fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ýmsir hafa gagnrýnt skýrsluna og forsendur hennar og viljað hunsa niðurstöður hennar. Aðrir hafa jafnvel ýjað að því að fórna mætti laxastofninum í þessum fallegu laxveiðiám. Þess þarf ekki og að sjálfsögðu á náttúran að njóta vafans, eins og hún hefur fengið að gera í gegnum allt leyfisferli fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er hins vegar einnig fjallað um mótvægisaðgerðir sem fiskeldisfyrirtæki geta gripið til til að minnka áhættuna á erfðablöndun. Fiskeldisfyrirtækin hafa sjálf talað fyrir mótvægisaðgerðum og hafa þau fjallað um þær í sínum umsóknum um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Það er krafa okkar að samfélagið við djúp fái líka að njóta vafans og það verði reynt á umræddar mótvægisaðgerðir. Áhættumatið verði endurmetið á forsendum mótvægisaðgerða og ný sviðsmynd verði gerð á forsendum þess. Umræddar laxveiðiár verði jafnframt vaktaðar sérstaklega og fylgst með hvernig villti stofninn bregst við fiskeldi. Ef vel tekst til með fiskeldið og sannanlega verði sýnt fram á að mótvægisaðgerðir virki, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi strax á næsta ári. Á sama tíma fær náttúran áfram að njóta vafans. Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan. Það eru allar forsendur fyrir hendi, lýðfræðilegar, líffræðilegar, vistvænar og hagrænar að menn og laxar, hvort sem þeir lifa villt eða í eldi, eigi sér öfluga sameiginlega framtíð við Ísafjarðardjúp. Það er kjarni málsins.Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun