Framburður vitna gærdagsins þrengdi að málsvörn Thomas Möller Olsen Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. ágúst 2017 09:15 Dómsformaðurinn Kristinn Halldórsson (fyrir miðju) hefur að mestu tjáð sig fyrir hönd dómenda. Hann á það líka til að glotta út í annað meðan sækjandi og verjandi spyrja vitnin. Ástríður Grímsdóttir (t.v) spurði eitt sinn í gær. Jón Höskuldsson (t.h) hefur hins vegar ekki mælt orð. Fréttablaðið/Halldór Baldursson Annar dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn hinum grænlenska Thomasi Möller Olsen, meintum morðingja Birnu Brjánsdóttur, var í gær. Fjölmörg vitni gáfu skýrslu um aðkomu sína að málinu. Framburður þeirra gróf mjög undan málflutningi sakborningsins. Aðalmeðferð hófst í fyrradag með skýrslugjöf sakborningsins. Líkt og sagt var frá í gær þá tók framburður hans miklum breytingum fyrir dómi frá því sem verið hafði á rannsóknarstigi. Sagði hann meðal annars að annar skipverji, Nikolaj Olsen, hafi verið um stund einsamall með hinni látnu. Þá sagði hann einnig að hann hefði séð ælubletti í bílaleigubíl sínum og þeir hafi verið ástæðan fyrir því að hann ákvað að þrífa hann áður en bílnum var skilað. Ákærði minntist þess aldrei að hafa rekist á blóðdropa við þrif sín á bílnum. Sömu sögu var að segja um föt sem hann setti í þvottavél um borð í skipinu. Sá framburður var hrakinn í dag af lögreglumönnum sem rannsökuðu bílinn eftir að hann var haldlagður. „Við sáum blóðbletti við afturhlera, á hillum í bílhurðum, aftursætum og fölsum. Þá sáum við að það þurfti meiri rannsókn og blóðferlagreiningu,“ sagði Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur í tæknideild LRH. „Það sló mann hve mikið magn af blóði var sýnilegt,“ sagði Ragnar Jónsson, blóðferlasérfræðingur hjá tæknideild LRH. Fjöldi bletta hafi verið sýnilegur auk blóðpolls undir hægra aftursætinu. Ragnar var meðal annars spurður að því af Kolbrúnu Benediktsdóttur, saksækjanda málsins, hvort hann hefði orðið var við ælu í bílnum. Ragnar sagði það algjörlega útilokað að æla hafi verið í bílnum. Sömuleiðis taldi hann útilokað að nokkur annar hefði getað verið í bílnum en morðingi og brotaþoli. Hefði annar verið um borð hefðu myndast gloppur í blóðferlunum. Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, sækir málið. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓRUrs Wiesbrock, réttarmeinafræðingur og matsmaður í málinu, mætti einnig fyrir dóminn. Skýrði hann þar frá niðurstöðum matsgerðar sinnar en hana vann hann út frá líki Birnu og blóðblettum í bifreiðinni. Var það niðurstaða hans að flest höggin hefðu verið veitt með vinstri hnefa á meðan brotaþoli sat í hægra aftursætinu. Höggin hafi orðið til þess að blóð slettist víða um bílinn. Hann ítrekaði þó að nokkur högg gætu hafa verið veitt með hægri hendi en meginþorri þeirra hafi verið með þeirri vinstri. Wiesbrock var spurður af saksóknara hvort einhver ummerki hefðu fundist á höndum ákærða sem bentu til þess að hann hefði beitt slíku ofbeldi. Sagði hann að á höndum hans sæjust ummerki áþekk þeim sem kæmu fram í kjölfar slíks. Þó væri ómögulegt að fullyrða um hvort þau stöfuðu af þeim sökum eða einhverju öðru. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, hefur spurt flest vitnin út í áverka sem voru á vinstri hendi Nikolajs Olsen þegar hann var handtekinn. Wiesbrock svaraði spurningu Páls á þann veg að hann teldi líklegt, miðað við þá mynd sem hann sá, að hruflið á hendi Olsens væri yngra og ólíklegt að það hefði myndast nóttina sem Birna hvarf. Hann gerði þó þann fyrirvara að myndgæðin væru ekki með besta móti. „Það var sveiflukennt. Þegar ég gekk afsíðis heyrði ég [Thomas] gjarnan snökta og gráta. Svo herti hann sig þegar ég kom að,“ sagði læknirinn Sveinn Magnússon. Hann skoðaði bæði Thomas og Nikolaj eftir að þeir komu í land. „[Nikolaj] var allur annar. […] Hann var ekki þungur líkt og hinn heldur glaðlegur og breyttist ekkert þessa stund sem ég var með honum.“ Auk þess sem fram kom í gær hafði áður komið fram að fingraför Thomasar fundust á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur og lífsýni úr honum á skóm hennar. Hluti fata Thomasar frá kvöldinu fannst aldrei. Aðalmeðferðinni lýkur föstudaginn í næstu viku. Gert er ráð fyrir að munnlegur málflutningur fari fram í vikunni þar á eftir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Uppfært: Ranglega var farið með nafn meðdómara í málinu. Það hefur verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Annar dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn hinum grænlenska Thomasi Möller Olsen, meintum morðingja Birnu Brjánsdóttur, var í gær. Fjölmörg vitni gáfu skýrslu um aðkomu sína að málinu. Framburður þeirra gróf mjög undan málflutningi sakborningsins. Aðalmeðferð hófst í fyrradag með skýrslugjöf sakborningsins. Líkt og sagt var frá í gær þá tók framburður hans miklum breytingum fyrir dómi frá því sem verið hafði á rannsóknarstigi. Sagði hann meðal annars að annar skipverji, Nikolaj Olsen, hafi verið um stund einsamall með hinni látnu. Þá sagði hann einnig að hann hefði séð ælubletti í bílaleigubíl sínum og þeir hafi verið ástæðan fyrir því að hann ákvað að þrífa hann áður en bílnum var skilað. Ákærði minntist þess aldrei að hafa rekist á blóðdropa við þrif sín á bílnum. Sömu sögu var að segja um föt sem hann setti í þvottavél um borð í skipinu. Sá framburður var hrakinn í dag af lögreglumönnum sem rannsökuðu bílinn eftir að hann var haldlagður. „Við sáum blóðbletti við afturhlera, á hillum í bílhurðum, aftursætum og fölsum. Þá sáum við að það þurfti meiri rannsókn og blóðferlagreiningu,“ sagði Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur í tæknideild LRH. „Það sló mann hve mikið magn af blóði var sýnilegt,“ sagði Ragnar Jónsson, blóðferlasérfræðingur hjá tæknideild LRH. Fjöldi bletta hafi verið sýnilegur auk blóðpolls undir hægra aftursætinu. Ragnar var meðal annars spurður að því af Kolbrúnu Benediktsdóttur, saksækjanda málsins, hvort hann hefði orðið var við ælu í bílnum. Ragnar sagði það algjörlega útilokað að æla hafi verið í bílnum. Sömuleiðis taldi hann útilokað að nokkur annar hefði getað verið í bílnum en morðingi og brotaþoli. Hefði annar verið um borð hefðu myndast gloppur í blóðferlunum. Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, sækir málið. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓRUrs Wiesbrock, réttarmeinafræðingur og matsmaður í málinu, mætti einnig fyrir dóminn. Skýrði hann þar frá niðurstöðum matsgerðar sinnar en hana vann hann út frá líki Birnu og blóðblettum í bifreiðinni. Var það niðurstaða hans að flest höggin hefðu verið veitt með vinstri hnefa á meðan brotaþoli sat í hægra aftursætinu. Höggin hafi orðið til þess að blóð slettist víða um bílinn. Hann ítrekaði þó að nokkur högg gætu hafa verið veitt með hægri hendi en meginþorri þeirra hafi verið með þeirri vinstri. Wiesbrock var spurður af saksóknara hvort einhver ummerki hefðu fundist á höndum ákærða sem bentu til þess að hann hefði beitt slíku ofbeldi. Sagði hann að á höndum hans sæjust ummerki áþekk þeim sem kæmu fram í kjölfar slíks. Þó væri ómögulegt að fullyrða um hvort þau stöfuðu af þeim sökum eða einhverju öðru. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, hefur spurt flest vitnin út í áverka sem voru á vinstri hendi Nikolajs Olsen þegar hann var handtekinn. Wiesbrock svaraði spurningu Páls á þann veg að hann teldi líklegt, miðað við þá mynd sem hann sá, að hruflið á hendi Olsens væri yngra og ólíklegt að það hefði myndast nóttina sem Birna hvarf. Hann gerði þó þann fyrirvara að myndgæðin væru ekki með besta móti. „Það var sveiflukennt. Þegar ég gekk afsíðis heyrði ég [Thomas] gjarnan snökta og gráta. Svo herti hann sig þegar ég kom að,“ sagði læknirinn Sveinn Magnússon. Hann skoðaði bæði Thomas og Nikolaj eftir að þeir komu í land. „[Nikolaj] var allur annar. […] Hann var ekki þungur líkt og hinn heldur glaðlegur og breyttist ekkert þessa stund sem ég var með honum.“ Auk þess sem fram kom í gær hafði áður komið fram að fingraför Thomasar fundust á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur og lífsýni úr honum á skóm hennar. Hluti fata Thomasar frá kvöldinu fannst aldrei. Aðalmeðferðinni lýkur föstudaginn í næstu viku. Gert er ráð fyrir að munnlegur málflutningur fari fram í vikunni þar á eftir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Uppfært: Ranglega var farið með nafn meðdómara í málinu. Það hefur verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15