Danir ætla að lækka skatta á bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2017 10:05 Frá Nyhavn í Kaupmannahöfn. Óvíða í heiminum eru bílar dýrari en í Danmörku, enda óheyrilega háir skattar lagðir á bíla. Núna nema þeir 150% en voru 180% fram til ársins 2015. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen og núverandi hægri stjórn hans ætlar að lækka þennan skatt niður í 100%. Haft var eftir Lars Lokke er hann tilkynnti um þessa fyrirhuguðu lækkun að ríkisstjórn hans finndist ekki eðlilegt né sanngjarnt að Danir, sem væru á meðal auðugustu þjóða heims, ækju um á mun verri bílum en aðrar þjóðir sem þeir bæru sig saman við, svo sem Þjóðverja og Svía. Í Danmörku eru ekki í gangi miklar ívilnanir til handa þeim sem kaupa umhverfisvæna bíla og stendur heldur ekki til að koma þeim á koppinn. Núverandi stjórn í Danmörku telur að allir kaupendur bíla eigi að njóta skattalækkunarinnar, ekki bara þeir sem kaupa umhverfisvæna bíla. Sem dæmi um verð bíla í Danmörku má nefna að ódýrasta gerð Volkswagen Golf kostar þar 3,5 milljónir króna, en hann kostar 3,15 milljónir króna hér á landi en 2,23 milljónir í Þýskalandi. Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent
Óvíða í heiminum eru bílar dýrari en í Danmörku, enda óheyrilega háir skattar lagðir á bíla. Núna nema þeir 150% en voru 180% fram til ársins 2015. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen og núverandi hægri stjórn hans ætlar að lækka þennan skatt niður í 100%. Haft var eftir Lars Lokke er hann tilkynnti um þessa fyrirhuguðu lækkun að ríkisstjórn hans finndist ekki eðlilegt né sanngjarnt að Danir, sem væru á meðal auðugustu þjóða heims, ækju um á mun verri bílum en aðrar þjóðir sem þeir bæru sig saman við, svo sem Þjóðverja og Svía. Í Danmörku eru ekki í gangi miklar ívilnanir til handa þeim sem kaupa umhverfisvæna bíla og stendur heldur ekki til að koma þeim á koppinn. Núverandi stjórn í Danmörku telur að allir kaupendur bíla eigi að njóta skattalækkunarinnar, ekki bara þeir sem kaupa umhverfisvæna bíla. Sem dæmi um verð bíla í Danmörku má nefna að ódýrasta gerð Volkswagen Golf kostar þar 3,5 milljónir króna, en hann kostar 3,15 milljónir króna hér á landi en 2,23 milljónir í Þýskalandi.
Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent