Fjáraustur úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins Þórólfur Matthíasson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun