Lífið

Christian Bale búinn að bæta vel á sig fyrir næsta hlutverk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Christian Bale er magnaður leikari.
Christian Bale er magnaður leikari.
Leikarinn Christian Bale er þekktur fyrir það að leggja sig allan fram fyrir hlutverk sín og hefur hann í gegnum árin bæði lét sig, massað sig upp og fitnað.

Til að mynda var Bale mjög stæltur fyrir hlutverk sitt í Batman-myndunum og var hann aðeins um 60 kíló fyrir hlutverk sitt í The Machinist. Þess má geta að Bale er 183 sentímetrar á hæð. Hann var að missa 25 kg á aðeins fjórum mánuðum fyrir það hlutverk.

Núna er Bale að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Backseat þar sem hann leikur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Dick Cheney. Hann hefur bætt vel á sig eins og sést á mynd sem birtist af honum í fjölmiðlum í vikunni.

Christian Bale á Telluride Film Festival með Wes Studigetty
Svona leit Bale út í The Machinist árið 2004.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.