Öflugt markaðsstarf skilar árangri Svavar Halldórsson skrifar 7. september 2017 07:00 Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið unnið að undirbúningi og framkvæmd víðtækustu markaðssetningar á íslensku lambakjöti frá upphafi undir merkjum Icelandic lamb. Þetta rímar við metnaðarfulla framtíðarstefnu sauðfjárbænda sem felur m.a. í sér fulla kolefnisjöfnun, bann við notkun á erfðabreyttu fóðri og rekjanleika allra afurða. Áhersla er lögð á sögu, menningu, hreinleika og gæði. Verkefnið hefur þegar skilað árangri. Innanlandssala jókst um 6% á fyrri helmingi þessa árs og 5% í fyrra. Árin þar á undan var samdráttur. Skipulögð markaðssetning til erlendra ferðamanna skýrir umskiptin.Vandræði í útflutningi Á sama tíma hefur útflutningur dregist saman. Þó voru í fyrra flutt 2.800 tonn til 19 landa fyrir tæpa tvo milljarða króna. Eins og staðan er nú treystir greinin þó alltof mikið á ódýrari afsetningarmarkaði og erfiðleikar vegna Rússadeilunnar, lokunar Noregsmarkaðar, falls breska pundsins og styrkingar íslensku krónunnar valda vanda. Útlit er fyrir að birgðir við upphaf sláturtíðar séu þrátt fyrir þetta ekki nema um 600-700 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta er u.þ.b. eins mánaðar sala. Ráðist var í sérstakar aðgerðir í vetur og vor til að bregðast við og án þeirra væri staðan mun verri. Áætluð samsetning birgðanna veldur þó áhyggjum því bestu bitarnir seljast vel.Kemur ekki á óvart Í langan tíma hefur verið ljóst að vinna þyrfti íslensku lambakjöti sterkari sess meðal erlendra ferðamanna og á sérhæfðum markaðssyllum í útlöndum en færa sig út af ódýrari mörkuðum. Sá hluti útflutningsins sem sérstaklega er markaðssettur sem íslenskur heldur sínu við erfiðar ytri aðstæður. Þetta er þó enn sem komið er ekki nema brot af heildinni. Tækifærin eru til staðar því heildarneyslan í heiminum er um 14 milljónir tonna og gæði íslenska lambakjötsins ótvíræð. Til samanburðar er framleiðslan á Íslandi um 10 þúsund tonn. Þess vegna rataði sérstakt langtímaverkefni inn í nýgerðan búvörusamning.Milljónir snertar í gegnum samfélagsmiðla Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr en ráðist var í öfluga markaðssetningu undir merkjum Icelandic lamb. Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.Sérmarkaðir í útlöndum Unnið er að þýðingu og staðfærslu á markaðsefni Icelandic lamb á þýsku, japönsku og kínversku. Leitað hefur verið samstarfs við fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á hágæða matvöru til veitingastaða og sérverslana í Japan, Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta hefur gengið vonum framar og þegar skilað talsverðri sölu. Þá stefnir í metár í sölu til Whole Foods sem óskað hefur eftir sérstöku samstarfi við Icelandic lamb um samfélagsmiðlaherferð vestra í haust.Sérkennileg og flókin staða Sú staða sem uppi er í íslenskri sauðfjárrækt er flókin og að mörgu leyti sérkennileg. Góður árangur á innanlandsmarkaði, metnaðarfull langtímaverkefni í útflutningi inn á valda sérmarkaði og velheppnuð markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum falla í skuggann af tímabundnum erfiðleikum í útflutningi á nafnlausu kjöti. Þetta hefur áhrif á verð til bænda. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bregðast við skammtímavandanum en um leið að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn og hlúa myndarlega að þeim verkefnum sem raunverulega skila árangri. Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun