Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:54 Spánverjar unnu sigur Vísir/getty Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Spánverjar leiddu 32-38 í hálfleik, en staðan eftir þriðja leikhluta var 54-53 fyrir Króata. NBA-leikmennirnir Ricky Rubio og Marc Gasol fóru mikinn í liði Spánverja í dag. Rubio skoraði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gasol skoraði aðeins 9 stig en tók niður 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dario Saric, liðsmaður Philadelphia 76ers, var bestur Króata í leiknum með 18 stig og heil 13 fráköst. Hann gaf einnig 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Fyrr í dag vann Svartfjallaland 75-88 sigur á Tékkum. Svartfellingar tóku forystu snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Nikola Ivanovic og Nikola Vucevic skoruðu báðir 17 stig fyrir Svartfjallaland. Hjá Tékkum voru þrír menn með 11 stig, Tomas Satoransky skoraði 13 og Patrik Auda var stigahæstur með 14 stig. Lettar unnu sannfærandi sigur á Rússum, 69-84 í fyrsta leik D-riðils í dag. Janis Timma skoraði 22 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Letta. Alexey Shved var stigahæstur Rússa með 21 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar. Annars staðar í D-riðli unnu Serbar Breta 68-82. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba með 18 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Teddy Okereafor dróg lestina fyrir Breta og skoraði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Rússland, Serbía og Lettland eru öll með 7 stig í riðlinum þegar ein umferð er eftir. Einum leik er lokið í B-riðli þar sem Litháen rústaði Úkraínu 94-62. Litháar voru með 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og þó Úkraínumenn næðu aðeins að krafsa í bakkann fyrir hálfleikinn þá var sigurinn aldrei í hættu. Toranto Raptors-maðurinn Jonas Valanciunas var bestur allra hjá Litháum í dag með 22 stig, 14 fráköst og eina stoðsendingu. Einn maður skoraði næstum helming stiga Úkraínumanna í leiknum. Artem Pustovyi, sem leikur með Obradoiro í spænsku deildinni skoraði 29 stig. Enginn af liðsfélögum hans náði meira en 5 stigum. Pustovyi tók einnig 8 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Spánverjar leiddu 32-38 í hálfleik, en staðan eftir þriðja leikhluta var 54-53 fyrir Króata. NBA-leikmennirnir Ricky Rubio og Marc Gasol fóru mikinn í liði Spánverja í dag. Rubio skoraði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gasol skoraði aðeins 9 stig en tók niður 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dario Saric, liðsmaður Philadelphia 76ers, var bestur Króata í leiknum með 18 stig og heil 13 fráköst. Hann gaf einnig 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Fyrr í dag vann Svartfjallaland 75-88 sigur á Tékkum. Svartfellingar tóku forystu snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Nikola Ivanovic og Nikola Vucevic skoruðu báðir 17 stig fyrir Svartfjallaland. Hjá Tékkum voru þrír menn með 11 stig, Tomas Satoransky skoraði 13 og Patrik Auda var stigahæstur með 14 stig. Lettar unnu sannfærandi sigur á Rússum, 69-84 í fyrsta leik D-riðils í dag. Janis Timma skoraði 22 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Letta. Alexey Shved var stigahæstur Rússa með 21 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar. Annars staðar í D-riðli unnu Serbar Breta 68-82. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba með 18 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Teddy Okereafor dróg lestina fyrir Breta og skoraði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Rússland, Serbía og Lettland eru öll með 7 stig í riðlinum þegar ein umferð er eftir. Einum leik er lokið í B-riðli þar sem Litháen rústaði Úkraínu 94-62. Litháar voru með 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og þó Úkraínumenn næðu aðeins að krafsa í bakkann fyrir hálfleikinn þá var sigurinn aldrei í hættu. Toranto Raptors-maðurinn Jonas Valanciunas var bestur allra hjá Litháum í dag með 22 stig, 14 fráköst og eina stoðsendingu. Einn maður skoraði næstum helming stiga Úkraínumanna í leiknum. Artem Pustovyi, sem leikur með Obradoiro í spænsku deildinni skoraði 29 stig. Enginn af liðsfélögum hans náði meira en 5 stigum. Pustovyi tók einnig 8 fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira