Stjórnarliðar, ábyrgðin er ykkar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. september 2017 07:00 Það hefur um margt verið sérkennilegt að fylgjast með stjórnmálum, þessi misserin, hvað þá að taka þátt í þeim. Sumir virðast telja að hlutverk Alþingis, og okkar sem þar sitjum, sé fyrst og fremst að vera einhver afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn og agnúast jafnvel út í miklar umræður. Þetta er sérkennilegt viðhorf, því staðreyndin er sú að við þingmenn höfum mikið færi á að hafa áhrif. Það á enn frekar við um þingmenn stjórnarflokkanna. Í gær hlýddum við á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Ekki var annað á stjórnarliðum að skilja en hér væri nú bara allt frekar svona í lukkunnar velstandi, helst að þyrfti að laga eitthvað smávegis til hér og þar svo allt passaði betur í þann ramma sem stjórnarflokkarnir hafa reist utan um það samfélag sem þeir vilja sjá. En er það svo? Ég ætla að leyfa mér að svara þeirri spurningu neitandi. Samfélagssýn stjórnmálaflokka og -fólks birtist best í fjárlögum, eins óspennandi og þau geta virst við fyrstu sýn. Fjárlög ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar bera það með sér að samneyslan er þessum flokkum ekki efst í huga. Hún mun enda dragast saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á kjörtímabili samkvæmt samþykktum stjórnarflokkanna. Á meðan býr æ stærri hluti þjóðarinnar við kjör sem enginn ætti að þurfa að búa við. Aldraðir, öryrkjar, láglaunafólk; þetta eru ekki fjárlög þessara hópa. Menntakerfið sem allir vildu styrkja fyrir kosningar, að ég tali nú ekki um heilbrigðiskerfið; í fjárlögum birtist sveltistefna hægri stjórnarinnar glöggt. Á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns er hver einasti öryrki sem ekki nær endum saman, eldri borgarar sem skrimta, fólk sem lifir á lúsarlaunum; það er á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns að áherslan er ekki lögð á þessa hópa. Og þannig er viðhaldið því ástandi sem lýðskrumarar nýta sér til að ala á útlendingaandúð undir merkjum þess að berjast gegn fátækt. Það er líka á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur um margt verið sérkennilegt að fylgjast með stjórnmálum, þessi misserin, hvað þá að taka þátt í þeim. Sumir virðast telja að hlutverk Alþingis, og okkar sem þar sitjum, sé fyrst og fremst að vera einhver afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn og agnúast jafnvel út í miklar umræður. Þetta er sérkennilegt viðhorf, því staðreyndin er sú að við þingmenn höfum mikið færi á að hafa áhrif. Það á enn frekar við um þingmenn stjórnarflokkanna. Í gær hlýddum við á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Ekki var annað á stjórnarliðum að skilja en hér væri nú bara allt frekar svona í lukkunnar velstandi, helst að þyrfti að laga eitthvað smávegis til hér og þar svo allt passaði betur í þann ramma sem stjórnarflokkarnir hafa reist utan um það samfélag sem þeir vilja sjá. En er það svo? Ég ætla að leyfa mér að svara þeirri spurningu neitandi. Samfélagssýn stjórnmálaflokka og -fólks birtist best í fjárlögum, eins óspennandi og þau geta virst við fyrstu sýn. Fjárlög ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar bera það með sér að samneyslan er þessum flokkum ekki efst í huga. Hún mun enda dragast saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á kjörtímabili samkvæmt samþykktum stjórnarflokkanna. Á meðan býr æ stærri hluti þjóðarinnar við kjör sem enginn ætti að þurfa að búa við. Aldraðir, öryrkjar, láglaunafólk; þetta eru ekki fjárlög þessara hópa. Menntakerfið sem allir vildu styrkja fyrir kosningar, að ég tali nú ekki um heilbrigðiskerfið; í fjárlögum birtist sveltistefna hægri stjórnarinnar glöggt. Á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns er hver einasti öryrki sem ekki nær endum saman, eldri borgarar sem skrimta, fólk sem lifir á lúsarlaunum; það er á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns að áherslan er ekki lögð á þessa hópa. Og þannig er viðhaldið því ástandi sem lýðskrumarar nýta sér til að ala á útlendingaandúð undir merkjum þess að berjast gegn fátækt. Það er líka á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun