Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Birgir Olgeirsson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2017 14:19 Hanna Lára Helgadóttir, réttargæslumaður foreldra Birnu, og Kolbrún Benediktsdóttir ræða saman. VÍSIR/VILHELM „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Þar var Thomas Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Kolbrún sagði ákæruvaldið hafa nefnt við réttarhöldin á átján ára fangelsisrefsing væri lágmarkskrafa en miðað við hvernig málið var vaxið væri hugsanlega ástæða til að þyngja refsinguna.Dómaframkvæmdin segir að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnin Hún telur ólíklegt að gerður hafi verið greinarmunur á því í dómnum hve mörg ár Thomas fékk fyrir að bana Birnu og hve mörg ár hann fékk fyrir fíkniefnalagabrotið. Þumalfingursreglan í fíkniefnabrotum séu sú að sögn Kolbrúnar að eins mánaðar fangelsi sé fyrir að reyna að smygla einu kílói af kannabisefnum og í máli Thomasar hafi verið rúm 23 kíló. „Dómaframkvæmdin segir okkur að tvö ár sé hæfileg refsing fyrir fíkniefnahlutann, en það er byggt á þeim ágiskunum,“ sagði Kolbrún. Spurð hvort Thomas muni afplána hér á landi sagði hún það ekki vitað og í raun seinni tíma mál. Hann fái nú frest til að meta hvort málinu verði áfrýjað. Erlendir brotamenn hafa rétt á því að sækja um að afplána í heimalandi sínu og það sé fangelsismálayfirvalda að meta hvort skilyrði séu fyrir því. Hún sagði að í svona máli, þar sem jafn þungur dómur fellur, geti menn sótt um reynslulausn þegar búið er að afplána tvo þriðju hluta dómsins. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti 1. janúar flytjast til Landsréttar Ef málinu verður áfrýjað á Kolbrún allt eins von á því að það verði eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt. Öll mál sem eru ódæmd í Hæstarétti fyrir 1. janúar flytjast yfir til Landsréttar. Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. Í Landsrétti er gert ráð fyrir að vitnaleiðslur séu teknar upp í héraðsdómi og spilaðar aftur í Landsrétti. Kolbrún sagði hins vegar að upptökur á vitnaleiðslum í þessum máli hefðu ekki hafist fyrr en á síðasta degi vitnaleiðsla og svo gæti því farið að flest vitni þyrftu að mæta fyrir í Landsrétt. Spurð hvort eitthvað hafi verið frábrugðið þessu máli frá öðrum nefndi Kolbrún fjölmiðlaumfjöllunina sem sett hafi annan brag á málið. „Það var liggur við bein útsending úr réttarsalnum og maður er kannski ekki vanur því. Óneitanlega hefur það áhrif þegar það er svona mikil athygli og maður veit að öll þjóðin er að fylgjast með.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30