Hvetur þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 14:40 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hvetur þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram og gefa kost á sér á lista flokksins. Hann segir að góður árangur og samvinna byggist á því að fólkið í flokknum taki þátt í flokksstarfinu og móti stefnuna til framtíðar. Þannig séu Framsóknarmenn sterkastir og nái árangri sem heild. Þetta kemur fram í færslu sem Sigurður Ingi birti á Facebook fyrir skemmstu. Þar bregst hann við fregnum af úrsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, úr flokknum en í kjölfarið á því að hann hætti í flokknum hafa þó nokkrir aðrir flokksfélagar sagt skilið við Framsókn. Sigurður Ingi segir í færslunni að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti í flokknum sem hafi orðið til þess að gott fólk hafi valið að yfirgefa flokkinn. „Ég vil þakka þeim fyrir störf í þágu flokksins og óska þeim alls hins besta. Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í þá atburði sem urðu til þess að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins ákvað að segja skilið við flokkinn. Þá atburði þekkjum við vel og höfum eðlilega á þeim mismunandi skoðanir. Það er nauðsynlegt að við núverandi aðstæður að taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins verði best náð til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það gerum við með samstöðu og samvinnu alls þess góða fólks sem í flokknum starfar og stuðningsmanna hans. Framsóknarflokkurinn á yfir 100 ára farsæla sögu. Vissulega hafa komið upp tilvik þar sem við erum ekki sammála, þar sem tekist er á um málefni en síðan komist að niðurstöðu með lýðræðislegum hætti. Við greiðum atkvæði og hlítum niðurstöðunni. Við ætlumst til þess að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð í samfélaginu sem og í flokknum okkar,“ skrifar Sigurður Ingi en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hvetur þá sem eru að íhuga framboð að stíga fram og gefa kost á sér á lista flokksins. Hann segir að góður árangur og samvinna byggist á því að fólkið í flokknum taki þátt í flokksstarfinu og móti stefnuna til framtíðar. Þannig séu Framsóknarmenn sterkastir og nái árangri sem heild. Þetta kemur fram í færslu sem Sigurður Ingi birti á Facebook fyrir skemmstu. Þar bregst hann við fregnum af úrsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, úr flokknum en í kjölfarið á því að hann hætti í flokknum hafa þó nokkrir aðrir flokksfélagar sagt skilið við Framsókn. Sigurður Ingi segir í færslunni að atburðarás síðustu daga hafi valdið umróti í flokknum sem hafi orðið til þess að gott fólk hafi valið að yfirgefa flokkinn. „Ég vil þakka þeim fyrir störf í þágu flokksins og óska þeim alls hins besta. Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í þá atburði sem urðu til þess að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins ákvað að segja skilið við flokkinn. Þá atburði þekkjum við vel og höfum eðlilega á þeim mismunandi skoðanir. Það er nauðsynlegt að við núverandi aðstæður að taka stöðuna og ákveða hvernig hugsjónum og markmiðum Framsóknarflokksins verði best náð til heilla og hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það gerum við með samstöðu og samvinnu alls þess góða fólks sem í flokknum starfar og stuðningsmanna hans. Framsóknarflokkurinn á yfir 100 ára farsæla sögu. Vissulega hafa komið upp tilvik þar sem við erum ekki sammála, þar sem tekist er á um málefni en síðan komist að niðurstöðu með lýðræðislegum hætti. Við greiðum atkvæði og hlítum niðurstöðunni. Við ætlumst til þess að lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð í samfélaginu sem og í flokknum okkar,“ skrifar Sigurður Ingi en færslu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51
Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. 25. september 2017 10:14
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00