Flóttinn mikli undan væmninni Jónas Sen skrifar 7. október 2017 11:30 Flytjendum var vel fagnað í lok tónleikanna á fimmtudagskvöld. Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Stravinskí og Adams í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fram komu Hamrahlíðarkórarnir. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 5. október Einleikari: Leila Josefowicz. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Fiðlur eru væmnar. Eða öllu heldur, fiðlur GETA verið væmnar. Um það bera vitni ótal gamlar Hollywood ástarvellur þar sem sírópið lekur bókstaflega af fiðlustrengjunum. Stravinskí óttaðist þennan mátt fiðlunnar er hann samdi Sálmasinfóníuna sína, sem var á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar á fimmtudagskvöldið. Þar er stór kór í aðalhlutverki sem syngur þrjá Davíðssálma. Textinn er magnaður og háleitur, og sjálfsagt er auðvelt að detta í gryfju helgislepju og tilfinningasemi þegar hann er túlkaður. Stravinskí vildi forðast það. Hann brá því á það ráð að sleppa öllum fiðlum og lágfiðlum, auk þess sem klarinettan fékk að fjúka líka. Í staðinn eru tveir flyglar þar sem fiðluleikararnir sitja. Fyrir bragðið er hljómsveitarröddin miklu meira blátt áfram og skýr. Eins og áður segir er kór í veigamikilli rullu, og til að varðveita hinn hreina tón vildi Stravinskí að barnakór sæi um sópraninn og altinn. Segja má að Hamrahlíðarkórarnir, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, séu næsti bær við. Þar eru raddirnar óvanalega tærar, söngstíllinn er einfaldur og heildarhljómurinn gegnsær. Á tónleikunum var útkoman fallega barnsleg, svo mjög að það var nánast eins og verkið hefði verið samið með Hamrahlíðarkórana í huga. Davíðssálmarnir eru sígildir. Þegar Jesús minnist á Gamla testamentið vitnar hann oftast í Davíðssálmana, og þessar mögnuðu bænir eru notaðar enn þann daginn í dag. Andrúmsloftið í þeim er tilfinningaþrungið, einlægt og fallegt. Stravinskí gerði því rétt að forðast yfirborðsmennsku í Sálmasinfóníunni. Túlkunin á tónleikunum var í takt við það, hún var hlý, kraftmikil og lifandi, fyllilega í anda verksins. Kórarnir voru eins og englar. Dásamleg birta var í söngnum, samræmi og fylling sem unaður var að upplifa. Hljómsveitin spilaði líka af festu og öryggi. Margbrotin tónlistin var ávallt í prýðilegu jafnvægi. Hin tónsmíðin á tónleikunum var erfiðari áheyrnar, enda tónmálið fremur ómstrítt og lengdin tæpur klukkutími. Þetta var Scheherazade.2 eftir samtímatónskáldið John Adams. Titillinn vísar í Þúsund og eina nótt, þar sem réttur kvenna er fótum troðinn, en Scheherazade er aðalpersóna sagnabálksins. Eins og í eldra verki sem ber sama nafn og er eftir Rimskí-Korsakoff, er fiðla í aðalhlutverki. Í huga Adams er hún tákn konunnar, og því er ljóst að verkið fjallar um baráttuna gegn feðraveldinu. Leila Josefowicz var einleikarinn og það var engin venjuleg spilamennska. Hún var ein samfelld flugeldasýning, full af átökum og drama. Samspil einleikarans og hljómsveitarinnar var líka áhrifamikið, ætíð spennandi og athyglisvert. Tónlistin var oft gædd fínlega ofinni áferð alls konar blæbrigða, sem einmitt er einkennismerki Adams. Það var sérlega vel útfært á tónleikunum. Voldugri kaflar voru sömuleiðis ótrúlega tignarlegir, og fjölmargir hápunktarnir glæsilega leiknir, af sprengikrafti. Útkoman var rafmögnuð.Niðurstaða: Framúrskarandi fiðlueinleikur og kórsöngur, auk glæsilegrar spilamennsku hljómsveitarinnar gerðu tónleikana einkar skemmtilega. Tónlistargagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Stravinskí og Adams í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fram komu Hamrahlíðarkórarnir. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 5. október Einleikari: Leila Josefowicz. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Fiðlur eru væmnar. Eða öllu heldur, fiðlur GETA verið væmnar. Um það bera vitni ótal gamlar Hollywood ástarvellur þar sem sírópið lekur bókstaflega af fiðlustrengjunum. Stravinskí óttaðist þennan mátt fiðlunnar er hann samdi Sálmasinfóníuna sína, sem var á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar á fimmtudagskvöldið. Þar er stór kór í aðalhlutverki sem syngur þrjá Davíðssálma. Textinn er magnaður og háleitur, og sjálfsagt er auðvelt að detta í gryfju helgislepju og tilfinningasemi þegar hann er túlkaður. Stravinskí vildi forðast það. Hann brá því á það ráð að sleppa öllum fiðlum og lágfiðlum, auk þess sem klarinettan fékk að fjúka líka. Í staðinn eru tveir flyglar þar sem fiðluleikararnir sitja. Fyrir bragðið er hljómsveitarröddin miklu meira blátt áfram og skýr. Eins og áður segir er kór í veigamikilli rullu, og til að varðveita hinn hreina tón vildi Stravinskí að barnakór sæi um sópraninn og altinn. Segja má að Hamrahlíðarkórarnir, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, séu næsti bær við. Þar eru raddirnar óvanalega tærar, söngstíllinn er einfaldur og heildarhljómurinn gegnsær. Á tónleikunum var útkoman fallega barnsleg, svo mjög að það var nánast eins og verkið hefði verið samið með Hamrahlíðarkórana í huga. Davíðssálmarnir eru sígildir. Þegar Jesús minnist á Gamla testamentið vitnar hann oftast í Davíðssálmana, og þessar mögnuðu bænir eru notaðar enn þann daginn í dag. Andrúmsloftið í þeim er tilfinningaþrungið, einlægt og fallegt. Stravinskí gerði því rétt að forðast yfirborðsmennsku í Sálmasinfóníunni. Túlkunin á tónleikunum var í takt við það, hún var hlý, kraftmikil og lifandi, fyllilega í anda verksins. Kórarnir voru eins og englar. Dásamleg birta var í söngnum, samræmi og fylling sem unaður var að upplifa. Hljómsveitin spilaði líka af festu og öryggi. Margbrotin tónlistin var ávallt í prýðilegu jafnvægi. Hin tónsmíðin á tónleikunum var erfiðari áheyrnar, enda tónmálið fremur ómstrítt og lengdin tæpur klukkutími. Þetta var Scheherazade.2 eftir samtímatónskáldið John Adams. Titillinn vísar í Þúsund og eina nótt, þar sem réttur kvenna er fótum troðinn, en Scheherazade er aðalpersóna sagnabálksins. Eins og í eldra verki sem ber sama nafn og er eftir Rimskí-Korsakoff, er fiðla í aðalhlutverki. Í huga Adams er hún tákn konunnar, og því er ljóst að verkið fjallar um baráttuna gegn feðraveldinu. Leila Josefowicz var einleikarinn og það var engin venjuleg spilamennska. Hún var ein samfelld flugeldasýning, full af átökum og drama. Samspil einleikarans og hljómsveitarinnar var líka áhrifamikið, ætíð spennandi og athyglisvert. Tónlistin var oft gædd fínlega ofinni áferð alls konar blæbrigða, sem einmitt er einkennismerki Adams. Það var sérlega vel útfært á tónleikunum. Voldugri kaflar voru sömuleiðis ótrúlega tignarlegir, og fjölmargir hápunktarnir glæsilega leiknir, af sprengikrafti. Útkoman var rafmögnuð.Niðurstaða: Framúrskarandi fiðlueinleikur og kórsöngur, auk glæsilegrar spilamennsku hljómsveitarinnar gerðu tónleikana einkar skemmtilega.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira