Flett ofan af orsökum afleiðinga Magnús Guðmundsson skrifar 6. október 2017 10:00 Kartöfluæturnar í Borgarleikhúsinu eru vel heimsóknarinnar virði. Mynd/Grímur Bjarnason Leikhús Kartöfluæturnar Borgarleikhúsið, Litla svið Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjóri: Ólafur Egill Ólafsson Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Tónlist: Katrína Mogensen Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Lýsing: Kjartan Þórisson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Myndband: Elmar Þórarinsson Leikhús sem vill tala inn í samtíma sinn og samfélag þarf á leikskáldum að halda. Öðruvísi verður ekki boðað til þess samtals að fullu því þýðingar og leikgerðir fullnægja aldrei alveg þeim sér samfélagslegu eiginleikum sem frumsamið leikverk getur skilað í samtali og sviðssetningu. Kartöfluæturnar, nýtt leikverk eftir Tyrfing Tyrfingsson, er um margt þannig verk. Það tekst á við margt af því sem er samfélaginu hugleikið með djörfum og óvæntum hætti. Vald og meðvirkni, kynferði og kynáttun, hugrekki og ótta, sambönd og einsemd. Tyrfingur ætlar sér mikið og kemst ágætlega upp með það vegna þess að hann hefur sífellt betri tök á forminu. Ef byssa hangir á vegg í fyrsta þætti verður að hleypa af henni í síðasta þætti. Leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson þekkir þessa reglu Tsjekhovs vel, það leynir sér ekki, og hann virkjar hana á skemmtilegan máta. Byssan, í þessu tilfelli exi, hangir á sínum stað á vegg strax í upphafi og fleiri hlutir sem lúta sama lögmáli eru þarna líka. Tyrfingur kann þetta og fer áreynslulaust í það leikhúsform sem hentar hverri sögu og hikar svo ekki við að sprengja það í óvæntar áttir. Kartöfluæturnar segja frá hjúkrunarfræðingnum Lísu og fjölskyldu hennar. Lesbísku dótturinni Brúnu og unglingssyni hennar Höskuldi, fyrrverandi stjúpsyninum Mikael og Kristínu. fyrrverandi kærustu hans. Lísa er höfuð fjölskyldunnar og í raun fulltrúi valdsins og karlmennskunnar sem hefur með ýmsum hætti skaðað aðra meðlimi fjölskyldunnar með hvötum sínum og sjálfselsku. Það er í raun ekki ástæða til þess að fara úr í söguþráð verksins því það sem skiptir meira máli er að Tyrfingur leysir upp hugmyndir okkar um þann hugmynda- og hlutverkaheim sem við þekkjum. Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk Lísu og gerir það ákaflega vel. Hún hefur sjaldan verið viðlíka kraftmikil og alltumlykjandi á sviðinu og meðleikarar hennar gera líka vel í að halda henni miðlægri og sterkri. Góð frammistaða Atla Rafns er ágætis dæmi um þetta þar sem styrkur Mikaels mótast af nálægð eða fjarlægð Lísu hverju sinni. Hið sama má í raun segja um leik Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur sem leikur Brúnu af bæði karlmannlegu öryggi lesbíunnar og viðkvæmni litlu, sviknu mömmustelpurnar. Vala Kristín Eiríksdóttir stendur sig með ágætum í hlutverki kærustunnar Kristínar en það getur líka verið mikil list að láta lítið sem ekkert fyrir sér og persónu sinni fara. Gunnar Hrafn Kristjánsson fer með hlutverk unglingspiltsins Höskuldar og gerir það af stakri prýði. Mikið efni þar á ferð. Í anda fjölskylduverka Tsjekhovs er dregin upp mynd af skemmdri fjölskyldu, auðvitað eru allar fjölskyldur meira og minna laskaðar, og síðan er farið í brestina. Veikleikarnir koma í ljós og flett er ofan af orsökum afleiðinga. Leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar, sem er á heildina örugg, hefði mátt hafa þessa hæglátu afhjúpun aðeins meira í huga. Hægja aðeins á framan af og gera allt eðlilegra og kunnuglegra fyrir áhorfandann. Meiri stígandi hefði styrkt uppgjörið og heildaráhrifin. Að auki hefði verið gott að fá hvíld frá skjá og myndbandsvörpun á leikmyndina og treysta frekar á innileika (eða skort á honum) á milli persónanna. Bæði verkið og sýningin eru góð en hafa bæði þann galla að ætla sér mikið á kostnað einfaldleika, dýptar og innileika. Allir eru hönnunarþættir sýningarinnar vel unnir og vandaðir. Leikmynd og búningar Brynju Björnsdóttur vinna með verkinu og leikurunum og eins í er í raun með tónlist, hljóð, myndband og ljós, allt unnið af fagmennsku og öryggi. Merkingarheimur verksins er flókinn, að minnsta kosti flóknari en svo að hann verði greindur með viðunandi hætti í þessum fáu orðum. Megininntakið er þó að við erum öll kartöfluætur, rekin áfram að nauðsyn, hvötum og frumþörfum sjálfsbjargarviðleitninnar og á stundum án tillits til umhverfis okkar og samferðafólks. Rekin áfram af óttanum við einsemd og dauða af taumlausri þrá eftir að elska og vera elskuð. Niðurstaða: Kartöfluæturnar í Borgarleikhúsinu eru vel skrifað íslenskt leikverk í kraftmikillri uppfærslu. Leikhús Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Kartöfluæturnar Borgarleikhúsið, Litla svið Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjóri: Ólafur Egill Ólafsson Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Tónlist: Katrína Mogensen Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Lýsing: Kjartan Þórisson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Myndband: Elmar Þórarinsson Leikhús sem vill tala inn í samtíma sinn og samfélag þarf á leikskáldum að halda. Öðruvísi verður ekki boðað til þess samtals að fullu því þýðingar og leikgerðir fullnægja aldrei alveg þeim sér samfélagslegu eiginleikum sem frumsamið leikverk getur skilað í samtali og sviðssetningu. Kartöfluæturnar, nýtt leikverk eftir Tyrfing Tyrfingsson, er um margt þannig verk. Það tekst á við margt af því sem er samfélaginu hugleikið með djörfum og óvæntum hætti. Vald og meðvirkni, kynferði og kynáttun, hugrekki og ótta, sambönd og einsemd. Tyrfingur ætlar sér mikið og kemst ágætlega upp með það vegna þess að hann hefur sífellt betri tök á forminu. Ef byssa hangir á vegg í fyrsta þætti verður að hleypa af henni í síðasta þætti. Leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson þekkir þessa reglu Tsjekhovs vel, það leynir sér ekki, og hann virkjar hana á skemmtilegan máta. Byssan, í þessu tilfelli exi, hangir á sínum stað á vegg strax í upphafi og fleiri hlutir sem lúta sama lögmáli eru þarna líka. Tyrfingur kann þetta og fer áreynslulaust í það leikhúsform sem hentar hverri sögu og hikar svo ekki við að sprengja það í óvæntar áttir. Kartöfluæturnar segja frá hjúkrunarfræðingnum Lísu og fjölskyldu hennar. Lesbísku dótturinni Brúnu og unglingssyni hennar Höskuldi, fyrrverandi stjúpsyninum Mikael og Kristínu. fyrrverandi kærustu hans. Lísa er höfuð fjölskyldunnar og í raun fulltrúi valdsins og karlmennskunnar sem hefur með ýmsum hætti skaðað aðra meðlimi fjölskyldunnar með hvötum sínum og sjálfselsku. Það er í raun ekki ástæða til þess að fara úr í söguþráð verksins því það sem skiptir meira máli er að Tyrfingur leysir upp hugmyndir okkar um þann hugmynda- og hlutverkaheim sem við þekkjum. Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk Lísu og gerir það ákaflega vel. Hún hefur sjaldan verið viðlíka kraftmikil og alltumlykjandi á sviðinu og meðleikarar hennar gera líka vel í að halda henni miðlægri og sterkri. Góð frammistaða Atla Rafns er ágætis dæmi um þetta þar sem styrkur Mikaels mótast af nálægð eða fjarlægð Lísu hverju sinni. Hið sama má í raun segja um leik Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur sem leikur Brúnu af bæði karlmannlegu öryggi lesbíunnar og viðkvæmni litlu, sviknu mömmustelpurnar. Vala Kristín Eiríksdóttir stendur sig með ágætum í hlutverki kærustunnar Kristínar en það getur líka verið mikil list að láta lítið sem ekkert fyrir sér og persónu sinni fara. Gunnar Hrafn Kristjánsson fer með hlutverk unglingspiltsins Höskuldar og gerir það af stakri prýði. Mikið efni þar á ferð. Í anda fjölskylduverka Tsjekhovs er dregin upp mynd af skemmdri fjölskyldu, auðvitað eru allar fjölskyldur meira og minna laskaðar, og síðan er farið í brestina. Veikleikarnir koma í ljós og flett er ofan af orsökum afleiðinga. Leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar, sem er á heildina örugg, hefði mátt hafa þessa hæglátu afhjúpun aðeins meira í huga. Hægja aðeins á framan af og gera allt eðlilegra og kunnuglegra fyrir áhorfandann. Meiri stígandi hefði styrkt uppgjörið og heildaráhrifin. Að auki hefði verið gott að fá hvíld frá skjá og myndbandsvörpun á leikmyndina og treysta frekar á innileika (eða skort á honum) á milli persónanna. Bæði verkið og sýningin eru góð en hafa bæði þann galla að ætla sér mikið á kostnað einfaldleika, dýptar og innileika. Allir eru hönnunarþættir sýningarinnar vel unnir og vandaðir. Leikmynd og búningar Brynju Björnsdóttur vinna með verkinu og leikurunum og eins í er í raun með tónlist, hljóð, myndband og ljós, allt unnið af fagmennsku og öryggi. Merkingarheimur verksins er flókinn, að minnsta kosti flóknari en svo að hann verði greindur með viðunandi hætti í þessum fáu orðum. Megininntakið er þó að við erum öll kartöfluætur, rekin áfram að nauðsyn, hvötum og frumþörfum sjálfsbjargarviðleitninnar og á stundum án tillits til umhverfis okkar og samferðafólks. Rekin áfram af óttanum við einsemd og dauða af taumlausri þrá eftir að elska og vera elskuð. Niðurstaða: Kartöfluæturnar í Borgarleikhúsinu eru vel skrifað íslenskt leikverk í kraftmikillri uppfærslu.
Leikhús Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið