Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 21:37 Fólk hefur skilið eftir kerti og blóm til að minnast fórnarlambanna í Las Vegas. Vísir/AFP Maðurinn sem skaut að minnsta kosti 59 til bana og særði á sjötta hundrað í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrakvöld virðist hafa undirbúið morðin vandlega. Lögreglan varar við að tala látinna geti hækkað. Í frétt Washington Post kemur fram að morðinginn innritaði sig á Mandalay Bay-hótelið á fimmtudag, þremur dögum fyrir blóðbaðið. Hann hafi flutt 23 byssur í tíu ferðatöskum upp á herbergið án þess að það vekti grunsemdir starfsfólks. Á meðal skotvopnanna var rifill sem líkist AK-47-hríðskotabyssunni. Með honum fylgdi standur til að halda honum stöðugum. Morðinginn kom einnig fyrir myndavélum sem hann stjórnaði með spjaldtölvu til að vera tilbúinn þegar lögreglumenn réðust þangað inn. Það er einnig talin vísbending um að morðæðið hafi verið þaulskipulagt. Áður en lögreglumenn komust að honum hafði hann stytt sér aldur með byssu. Hann er sagður hafa skotið öryggisvörð í fótinn í gegnum hurð hótelherbergisins áður. Auk skotvopnanna sem fundust á hótelherberginu þaðan sem morðinginn skaut á tónleikagesti úti á götu hafa nítján byssur til viðbótar fundist á heimili hans í bænum Mesquite í Nevada-ríki. Þar fundust einnig skotfæri og efni til sprengjugerðar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað manninum, sem var á sjötugsaldri, gekk til. Joe Lombardo, sýslumaður Clark-sýslu, sem Las Vegas tilheyrir, sagði á blaðamannafundi í dag að tala látinna gæti hækkað enda særðust fleiri en fimm hundruð manns í skotárásinni. Stjórnendur tveggja sjúkrahúsa á svæðinu segja að 68 manns liggi þar inni eftir árásina, þar af séu 33 í lífshættu. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Maðurinn sem skaut að minnsta kosti 59 til bana og særði á sjötta hundrað í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrakvöld virðist hafa undirbúið morðin vandlega. Lögreglan varar við að tala látinna geti hækkað. Í frétt Washington Post kemur fram að morðinginn innritaði sig á Mandalay Bay-hótelið á fimmtudag, þremur dögum fyrir blóðbaðið. Hann hafi flutt 23 byssur í tíu ferðatöskum upp á herbergið án þess að það vekti grunsemdir starfsfólks. Á meðal skotvopnanna var rifill sem líkist AK-47-hríðskotabyssunni. Með honum fylgdi standur til að halda honum stöðugum. Morðinginn kom einnig fyrir myndavélum sem hann stjórnaði með spjaldtölvu til að vera tilbúinn þegar lögreglumenn réðust þangað inn. Það er einnig talin vísbending um að morðæðið hafi verið þaulskipulagt. Áður en lögreglumenn komust að honum hafði hann stytt sér aldur með byssu. Hann er sagður hafa skotið öryggisvörð í fótinn í gegnum hurð hótelherbergisins áður. Auk skotvopnanna sem fundust á hótelherberginu þaðan sem morðinginn skaut á tónleikagesti úti á götu hafa nítján byssur til viðbótar fundist á heimili hans í bænum Mesquite í Nevada-ríki. Þar fundust einnig skotfæri og efni til sprengjugerðar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað manninum, sem var á sjötugsaldri, gekk til. Joe Lombardo, sýslumaður Clark-sýslu, sem Las Vegas tilheyrir, sagði á blaðamannafundi í dag að tala látinna gæti hækkað enda særðust fleiri en fimm hundruð manns í skotárásinni. Stjórnendur tveggja sjúkrahúsa á svæðinu segja að 68 manns liggi þar inni eftir árásina, þar af séu 33 í lífshættu.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36
1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49