Stærsta gjaldþrot í flugsögu Bretlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2017 07:20 Monarch var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja. Monarch Breska flugfélagið Monarch lagði í morgun upp laupana og hefur 300 þúsund bókunum félagsins verið aflýst. Talið er að rúmlega 110 þúsund Bretar sem staddir eru erlendis hafi átt pantað flug heim með félaginu. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit við flugmálayfirvöld að leigðar verði hið minnsta þrjátíu þotur til að ferja fólk aftur til síns heima. Ef fer sem horfir er um að ræða umfangsmestu heimsendingu fólks á friðartímum í sögu Bretlandseyja. Talið er að 2100 starfsmenn Monarch komi til með að missa vinnuna en félagið var rekið með 291 milljón punda tapi, sem nemur um 41 milljarði króna, í fyrra. Sérfræðingar segja lágt fargjaldaverð, hækkandi olíuverð og veika stöðu breska pundsins hafa orðið félaginu að falli. Stjórnendur félagsins kenna hinsvegar hryðjuverkaárásum í Egpyptalandi og Túnis, sem var stór markaður fyrir félagið auk þess sem ástandið í Tyrklandi hafi gert fólk afhuga ferðalöngum þangað. Félagið var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja og er það hið stærsta sem farið hefur á hausinn. Engin vél á vegum félagsins er nú í umferð og var farþegum tilkynnt með smáskilaboðum í morgun að öllum flugferðum hafi verið aflýst. Talið er að fyrrnefndar 300 þúsund bókanir geti náð til allt að 750 þúsund farþega. Fréttir af flugi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breska flugfélagið Monarch lagði í morgun upp laupana og hefur 300 þúsund bókunum félagsins verið aflýst. Talið er að rúmlega 110 þúsund Bretar sem staddir eru erlendis hafi átt pantað flug heim með félaginu. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit við flugmálayfirvöld að leigðar verði hið minnsta þrjátíu þotur til að ferja fólk aftur til síns heima. Ef fer sem horfir er um að ræða umfangsmestu heimsendingu fólks á friðartímum í sögu Bretlandseyja. Talið er að 2100 starfsmenn Monarch komi til með að missa vinnuna en félagið var rekið með 291 milljón punda tapi, sem nemur um 41 milljarði króna, í fyrra. Sérfræðingar segja lágt fargjaldaverð, hækkandi olíuverð og veika stöðu breska pundsins hafa orðið félaginu að falli. Stjórnendur félagsins kenna hinsvegar hryðjuverkaárásum í Egpyptalandi og Túnis, sem var stór markaður fyrir félagið auk þess sem ástandið í Tyrklandi hafi gert fólk afhuga ferðalöngum þangað. Félagið var fimmta stærsta flugfélag Bretlandseyja og er það hið stærsta sem farið hefur á hausinn. Engin vél á vegum félagsins er nú í umferð og var farþegum tilkynnt með smáskilaboðum í morgun að öllum flugferðum hafi verið aflýst. Talið er að fyrrnefndar 300 þúsund bókanir geti náð til allt að 750 þúsund farþega.
Fréttir af flugi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira