Kjóstu menntun 28. október Ragna Sigurðardóttir skrifar 2. október 2017 09:00 Þann 14. september síðastliðinn setti Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað greinaskriftarátak vegna undirfjármögnunar háskóla á Íslandi eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018. Daginn eftir sprakk ríkisstjórnin. Stúdentaráð stöðvaði því greinaskrif tímabundið þar sem ýmislegt, þar á meðal fjárlög, voru í óvissu. Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. Stúdentaráð hefur því blásið á ný til átaks vegna undirfjármögnunar háskólanna og í þetta sinn í samstarfi við LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta. Fulltrúar allra háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema erlendis munu því skrifa greinar á næstu dögum og vikum um málefni sem standa þeim nærri. Íslenskt háskólakerfi fær ekki þá athygli og fjármögnun sem til þarf og stjórnvöld verða að stíga alvöru skref til þess að kerfið þjóni bæði nemendum og samfélaginu sem skyldi. Eins og kunnugt er hefur aðgengi að menntun og menntunarstig þjóða bein áhrif ekki aðeins á efnahag, heldur líka á gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga sem er til hagsbóta fyrir samfélagið.1,2Það er því kominn tími til að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti. Til þess þarf metnað stjórnvalda. Í komandi kosningum teljum við í Stúdentaráði að mikilvægt sé að hafa skýra framtíðarsýn fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur því stjórnmálaflokka á Íslandi til að beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins og kjósendur að kjósa menntun þann 28. október. #kjóstumenntun. 1Barr, N. (2012). The Economics of the Welfare State (5. útgáfa). New York, New York: Oxford University Press. 2Brennan, J., Durazzi, N., og Séné T. (2013, 21. október). Things we know and don't know about the Wider Benefits of Higher Education: A review of the recent literature. BIS research paper number 133 - Department for Business Innovation & Skills. Sótt 1. október 2017 af https://www.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/251011/bis-13-1244-things-we-know-and-dont-know-about-the-wider-benefits-of-higher-education.pdf Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 14. september síðastliðinn setti Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað greinaskriftarátak vegna undirfjármögnunar háskóla á Íslandi eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018. Daginn eftir sprakk ríkisstjórnin. Stúdentaráð stöðvaði því greinaskrif tímabundið þar sem ýmislegt, þar á meðal fjárlög, voru í óvissu. Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. Stúdentaráð hefur því blásið á ný til átaks vegna undirfjármögnunar háskólanna og í þetta sinn í samstarfi við LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta. Fulltrúar allra háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema erlendis munu því skrifa greinar á næstu dögum og vikum um málefni sem standa þeim nærri. Íslenskt háskólakerfi fær ekki þá athygli og fjármögnun sem til þarf og stjórnvöld verða að stíga alvöru skref til þess að kerfið þjóni bæði nemendum og samfélaginu sem skyldi. Eins og kunnugt er hefur aðgengi að menntun og menntunarstig þjóða bein áhrif ekki aðeins á efnahag, heldur líka á gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga sem er til hagsbóta fyrir samfélagið.1,2Það er því kominn tími til að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti. Til þess þarf metnað stjórnvalda. Í komandi kosningum teljum við í Stúdentaráði að mikilvægt sé að hafa skýra framtíðarsýn fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur því stjórnmálaflokka á Íslandi til að beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins og kjósendur að kjósa menntun þann 28. október. #kjóstumenntun. 1Barr, N. (2012). The Economics of the Welfare State (5. útgáfa). New York, New York: Oxford University Press. 2Brennan, J., Durazzi, N., og Séné T. (2013, 21. október). Things we know and don't know about the Wider Benefits of Higher Education: A review of the recent literature. BIS research paper number 133 - Department for Business Innovation & Skills. Sótt 1. október 2017 af https://www.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/251011/bis-13-1244-things-we-know-and-dont-know-about-the-wider-benefits-of-higher-education.pdf Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun