Hvernig er hægt að minnka líkur á brjóstakrabbameini? Jóhanna E. Torfadóttir skrifar 19. október 2017 08:00 Jóhanna E. Torfadóttir, næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið [email protected]. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig er hægt að minnka líkur á brjóstakrabbameini? Svar: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum á heimsvísu og á Íslandi. Þekktustu áhættuþættir brjóstakrabbameins tengjast erfðum, ungum aldri við upphaf blæðinga, hærri aldri við fæðingu fyrsta barns, tíðahvarfahormónum, ofþyngd og áfengisneyslu. Verndandi þættir eru að eignast mörg börn, að vera lengi með barn á brjósti og regluleg hreyfing. Ýmsir lífsstílstengdir þættir geta haft áhrif á líkur á að fá krabbamein. Því hefur verið haldið fram að sojavörur auki líkur á brjóstakrabbameini. Það er hins vegar ekki rétt og fjöldi rannsókna sýnir að hófleg neysla á sojavörum eykur ekki hættu á brjóstakrabbameini. Aftur á móti eykur áfengisneysla hættu á brjóstakrabbameini og fleiri krabbameinum. Rannsóknir sýna að konur sem drekka eitt léttvínsglas á dag eða minna að jafnaði eru í aðeins aukinni hættu á greiningu miðað við konur sem ekki drekka áfengi. Sé drukkið meira en sem nemur glasi á dag þá eykst hættan samhliða.Áfengisneysla eykur hættu á brjóstakrabbameini og fleiri krabbameinum.Þá eru sterkar vísbendingar um að dagleg hreyfing í 30 mínútur á dag minnki líkur á brjóstakrabbameini. Regluleg hreyfing eftir greiningu hefur líka jákvæð áhrif á framþróun sjúkdómsins og minnkar dánarlíkur. Dæmi um hreyfingu er t.d. rösk ganga, garðvinna, sund, hjólreiðar og leikfimi. Þó svo að lífsstíll geti haft áhrif á áhættuna á að greinast með krabbamein þá greinist fólk sem hefur lifað mjög heilbrigðu lífi stundum með krabbamein. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að varast matvæli og drykki sem innihalda mikinn viðbættan sykur eins og kökur, kex, sælgæti og sykraða gosdrykki. Slíkar vörur ætti að nota í algeru hófi og má auðvitað sleppa.Niðurstaða: Áfengisneysla og ofþyngd auka líkur á brjóstakrabbameini en regluleg hreyfing minnkar líkurnar. Heilsa Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið [email protected]. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig er hægt að minnka líkur á brjóstakrabbameini? Svar: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum á heimsvísu og á Íslandi. Þekktustu áhættuþættir brjóstakrabbameins tengjast erfðum, ungum aldri við upphaf blæðinga, hærri aldri við fæðingu fyrsta barns, tíðahvarfahormónum, ofþyngd og áfengisneyslu. Verndandi þættir eru að eignast mörg börn, að vera lengi með barn á brjósti og regluleg hreyfing. Ýmsir lífsstílstengdir þættir geta haft áhrif á líkur á að fá krabbamein. Því hefur verið haldið fram að sojavörur auki líkur á brjóstakrabbameini. Það er hins vegar ekki rétt og fjöldi rannsókna sýnir að hófleg neysla á sojavörum eykur ekki hættu á brjóstakrabbameini. Aftur á móti eykur áfengisneysla hættu á brjóstakrabbameini og fleiri krabbameinum. Rannsóknir sýna að konur sem drekka eitt léttvínsglas á dag eða minna að jafnaði eru í aðeins aukinni hættu á greiningu miðað við konur sem ekki drekka áfengi. Sé drukkið meira en sem nemur glasi á dag þá eykst hættan samhliða.Áfengisneysla eykur hættu á brjóstakrabbameini og fleiri krabbameinum.Þá eru sterkar vísbendingar um að dagleg hreyfing í 30 mínútur á dag minnki líkur á brjóstakrabbameini. Regluleg hreyfing eftir greiningu hefur líka jákvæð áhrif á framþróun sjúkdómsins og minnkar dánarlíkur. Dæmi um hreyfingu er t.d. rösk ganga, garðvinna, sund, hjólreiðar og leikfimi. Þó svo að lífsstíll geti haft áhrif á áhættuna á að greinast með krabbamein þá greinist fólk sem hefur lifað mjög heilbrigðu lífi stundum með krabbamein. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að varast matvæli og drykki sem innihalda mikinn viðbættan sykur eins og kökur, kex, sælgæti og sykraða gosdrykki. Slíkar vörur ætti að nota í algeru hófi og má auðvitað sleppa.Niðurstaða: Áfengisneysla og ofþyngd auka líkur á brjóstakrabbameini en regluleg hreyfing minnkar líkurnar.
Heilsa Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira