Flókin forréttindi María Bjarnadóttir skrifar 13. október 2017 07:00 Fólk í forréttindastöðu* á samúð mína um þessar mundir. Það er svo mikið af baráttu- og hugsjónafólki að hrista heimsmyndina alla að það er erfitt að átta sig á hvað snýr fram og hvað aftur. Ólgan er svo mikil að hún nær jafnvel til góða fólksins. Stjórnmálamaður til áratuga komst til dæmis að því í vikunni, uppi á sviði og fyrir framan fullt af fólki, að það er ekki lengur viðeigandi að lýsa einhverju sem er gallað sem fötluðu. Nú er víst búið að ákveða að fólk er bara fólk, með mismunandi þarfir og getu sem skilgreina þau ekki. Fötlun má víst ekki lengur nota sem niðrandi orð. Það er skiljanlega erfitt að fylgjast með því hvað er viðeigandi hugtakanotkun um fólk sem er ekki nákvæmlega eins og við sjálf, en þá þarf að leita leiðbeininga og ráða þeirra sem þekkja til ef uppfærslan gerist ekki af sjálfu sér. Nútíminn og allt það. Að sama skapi var átakanlegt að fylgjast með saklausum framámanni í samfélaginu eiga þátt í því að skapa þvílíkan pólitískan jarðskjálfta að ríkisstjórnin hrundi og kjósendum var hrint að kjörkössunum aftur. Bara með einni velmeinandi undirskrift. Höfðingjar hafa jú löngum aðstoðað bændur og búalið í þrengingum og varla rétt að hætta því núna? Það eru ekki allir forstjórar í Garðabænum að #freethenipple og #hafahátt og #breytaheiminum. Kannski hefur ekki verið mjög opinská umræða um orsakir og afleiðingar kynferðisofbeldis og svoleiðis á Frímúrarafundum. Mögulega hefur eitthvað hrist upp í þeirra dagskrá nýlega. *Það er örugglega alger tilviljun að fólk í forréttindastöðu er flest karlar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 María Bjarnadóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Fólk í forréttindastöðu* á samúð mína um þessar mundir. Það er svo mikið af baráttu- og hugsjónafólki að hrista heimsmyndina alla að það er erfitt að átta sig á hvað snýr fram og hvað aftur. Ólgan er svo mikil að hún nær jafnvel til góða fólksins. Stjórnmálamaður til áratuga komst til dæmis að því í vikunni, uppi á sviði og fyrir framan fullt af fólki, að það er ekki lengur viðeigandi að lýsa einhverju sem er gallað sem fötluðu. Nú er víst búið að ákveða að fólk er bara fólk, með mismunandi þarfir og getu sem skilgreina þau ekki. Fötlun má víst ekki lengur nota sem niðrandi orð. Það er skiljanlega erfitt að fylgjast með því hvað er viðeigandi hugtakanotkun um fólk sem er ekki nákvæmlega eins og við sjálf, en þá þarf að leita leiðbeininga og ráða þeirra sem þekkja til ef uppfærslan gerist ekki af sjálfu sér. Nútíminn og allt það. Að sama skapi var átakanlegt að fylgjast með saklausum framámanni í samfélaginu eiga þátt í því að skapa þvílíkan pólitískan jarðskjálfta að ríkisstjórnin hrundi og kjósendum var hrint að kjörkössunum aftur. Bara með einni velmeinandi undirskrift. Höfðingjar hafa jú löngum aðstoðað bændur og búalið í þrengingum og varla rétt að hætta því núna? Það eru ekki allir forstjórar í Garðabænum að #freethenipple og #hafahátt og #breytaheiminum. Kannski hefur ekki verið mjög opinská umræða um orsakir og afleiðingar kynferðisofbeldis og svoleiðis á Frímúrarafundum. Mögulega hefur eitthvað hrist upp í þeirra dagskrá nýlega. *Það er örugglega alger tilviljun að fólk í forréttindastöðu er flest karlar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.