Freyr: Sumir að taka fram úr okkur og því má ekki sofna á verðinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 19:15 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45
Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30
Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58