Fjölskyldan er hjartað Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun