Afnemum verðtrygginguna Lárus S. Lárusson skrifar 12. október 2017 07:00 Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum. Enginn lánveitandi ætti að geta tryggt sig gegn framtíðarverðbólgu á kostnað heimila. Sé það leyft hafa lánastofnanir landsins lítinn hvata til að vinna gegn verðbólgu. Bankarnir eiga svo mikið af verðtryggðum útlánum að þeir hagnast um 2-3 milljarða fyrir hvert prósent sem verðlag hækkar. Þetta er viðsjárverð staða fyrir heimilin því bankar geta með þessu haft áhrif á verðlagsþróun. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Erlendir og innlendir hagfræðingar vara eindregið við verðtryggingu íbúðalána. Til dæmis geti efnahagsáföll og gengislækkun leitt til stökkbreytingar verðtryggðra lána. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að verðtryggingin dragi svo úr virkni stýrivaxta að þeir þurfi að vera hærri en ella auk þess sem verðtryggð íbúðalán ýti undir hringrás verðlagshækkana. Á meðan löglegt er að bjóða upp á verðtryggð lán munu mörg heimili freistast til að taka á sig áhættu af verðbólgu framtíðarinnar í þeirri von að hún raungerist ekki. Mörg heimili munu áfram taka verðtryggð jafngreiðslulán þótt vitað sé að höfuðstóll þeirra hækkar fyrstu tuttugu árin og skuldastreðið standi út starfsævina. Þess vegna telur Framsókn nauðsynlegt að afnema verðtryggingu neytendalána svo þeim bjóðist kjör sem heimili ráða við. Setja þarf bann við veitingu nýrra verðtryggðra lána, létta greiðslubyrði óverðtryggðra lána og skapa hvata og stuðning til að umbreyta verðtryggðum skuldum í óverðtryggð lán. Ýmsar útfærslur eru mögulegar til að ná þessum markmiðum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvörp um afnám verðtryggingar og er reiðubúinn til að vinna að þessu mikilvæga verkefni í samráði við aðra þingflokka. Ávinningur þess að banna verðtryggingu og umbreyta eldri lánum í óverðtryggð lán er margþættur og munu vextir óverðtryggðra lána lækka. Peningastefnutæki Seðlabankans verða skilvirkari og stýrivextir og vaxtastig lækka. Verðbólguáhættu framtíðarinnar verður deilt jafnar milli lánveitenda og heimilanna. Komi til verðbólguskots mun ekki þurfa að hækka vexti jafn mikið til að slá á á þensluna. Bankar munu ekki geta velt allri verðbólgunni yfir í vaxtastigið og þeir munu ekki geta bætt sjálfum sér verðbólguna á kostnað heimila með því að hækka eftirstöðvar lána. Afnám verðtryggingarinnar er mesta kjarabót sem hægt er að ná fram fyrir heimilin í landinu. Lífið á nefnilega að snúast um ýmislegt annað og meira en bara strita fyrir steypu. Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum. Enginn lánveitandi ætti að geta tryggt sig gegn framtíðarverðbólgu á kostnað heimila. Sé það leyft hafa lánastofnanir landsins lítinn hvata til að vinna gegn verðbólgu. Bankarnir eiga svo mikið af verðtryggðum útlánum að þeir hagnast um 2-3 milljarða fyrir hvert prósent sem verðlag hækkar. Þetta er viðsjárverð staða fyrir heimilin því bankar geta með þessu haft áhrif á verðlagsþróun. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Erlendir og innlendir hagfræðingar vara eindregið við verðtryggingu íbúðalána. Til dæmis geti efnahagsáföll og gengislækkun leitt til stökkbreytingar verðtryggðra lána. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að verðtryggingin dragi svo úr virkni stýrivaxta að þeir þurfi að vera hærri en ella auk þess sem verðtryggð íbúðalán ýti undir hringrás verðlagshækkana. Á meðan löglegt er að bjóða upp á verðtryggð lán munu mörg heimili freistast til að taka á sig áhættu af verðbólgu framtíðarinnar í þeirri von að hún raungerist ekki. Mörg heimili munu áfram taka verðtryggð jafngreiðslulán þótt vitað sé að höfuðstóll þeirra hækkar fyrstu tuttugu árin og skuldastreðið standi út starfsævina. Þess vegna telur Framsókn nauðsynlegt að afnema verðtryggingu neytendalána svo þeim bjóðist kjör sem heimili ráða við. Setja þarf bann við veitingu nýrra verðtryggðra lána, létta greiðslubyrði óverðtryggðra lána og skapa hvata og stuðning til að umbreyta verðtryggðum skuldum í óverðtryggð lán. Ýmsar útfærslur eru mögulegar til að ná þessum markmiðum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvörp um afnám verðtryggingar og er reiðubúinn til að vinna að þessu mikilvæga verkefni í samráði við aðra þingflokka. Ávinningur þess að banna verðtryggingu og umbreyta eldri lánum í óverðtryggð lán er margþættur og munu vextir óverðtryggðra lána lækka. Peningastefnutæki Seðlabankans verða skilvirkari og stýrivextir og vaxtastig lækka. Verðbólguáhættu framtíðarinnar verður deilt jafnar milli lánveitenda og heimilanna. Komi til verðbólguskots mun ekki þurfa að hækka vexti jafn mikið til að slá á á þensluna. Bankar munu ekki geta velt allri verðbólgunni yfir í vaxtastigið og þeir munu ekki geta bætt sjálfum sér verðbólguna á kostnað heimila með því að hækka eftirstöðvar lána. Afnám verðtryggingarinnar er mesta kjarabót sem hægt er að ná fram fyrir heimilin í landinu. Lífið á nefnilega að snúast um ýmislegt annað og meira en bara strita fyrir steypu. Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun